Internet Explorer 8

Internet Explorer 8Hraðari, öruggari og auðveldari eru einkunarorð Beta útgáfunnar af Internet Explorer 8.

Ég velti í nokkur tíma fyrir mér hvort ég ætti að setja upp nýju Beta útgáfuna af Internet Explorer 8 upp á tölvunni heima hjá mér. Í gegnum tíðina hafa komið upp stór vandamál varðandi Microsoft Internet Explorer.  Ég tók áhættuna á kostnað forvitninnar.

Eftir að hafa sótt útgáfuna og ýtt þrisvar á Download takka til að nálgast hugbúnaðinn þá þurfti að endurræsa tölvuna. Allt tók þetta sinn tíma. Síðan komu nokkrar spurningar sem svara þurfti samviskusamlega. Þoli þær stundum ekki.

Útlitið heldur sér, það er því ekki bylting á viðmótinu sem er jákvætt. Ég er íhaldssamur og finn yfirleitt ekki neitt í fyrstu atrennu í nýju viðmóti.

Við fyrstu kynni má greina sneggri svartíma, þannig að  IE menn hafa fundið leiðir til að minnka svartíma og eflaust leyst nokkur vandamál í leiðinni.

InPrivate Browsing er ný öryggislausn hjá IE. Ef valið er að skoða vefsíður í InPrivate, þá geymir hann ekki gögn um hvað var vafrað. Þ.e. kökur,  vinnuskrár, annálar og önnur gögn. Á móti kemur að sumar vefsíður verða ekki aðgengilegar. Það er á kostnað öryggisins.

Nýjum viðbótum er haganlega fyrir komið og á ekki að vera erfitt fyrir notendur að finna þær. 

Eftir fyrstu kynni af IE8, þá hvet ég forvitna netnotendur til að uppfæra.

Hægt er að nálgast útgáfu af Internet Explorer 8 Beta 2 hér:  Download

P.s.

Það skal tekið fram að blogg þetta var skrifað í Firefox. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefðir átt að verá á KRvelli að skoða gamla liðið þitt að austan

( Í firefox )

 JGG

JGG (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll JGG!

Þú segir fréttir, Sindri - KV  í  8 liða úrslitum þriðju deildar karla.  Þessi leikur fór alveg framhjá mér.

Úrslit leiksins urðu 2 : 2 sé ég og staðan efnileg fyrir Sindra fyrir leikinn í kvöld.

Sigurpáll Ingibergsson, 2.9.2008 kl. 13:07

3 identicon

þú ættir að vara menn við því að ekki er hægt að uninstalla IE8 beta þegar hann er kominn inn! Búinn að lesa um allskyns vandamál hjá þeim sem hafa sett hann upp! Hefur þetta gengið alveg snuðrulaust hjá þér?

Sturla (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 00:50

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

So far so good. Ein og ein vefsíða kemur illa upp, en þegar ýtt er á reload, þá birtist innihaldið.

 Hef ekki fjarlægt áttuna, en í gegnum tíðina hefur það skapað vandamál að fjarlægja Internet Explorer frá MS.

Fín ábending hjá þér.

Sigurpáll Ingibergsson, 5.9.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 233609

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband