Meira af Oki

Ég frétti af öðru Oki í Borgarfirði. Það var í suðurátt frá sumarbústað er ég dvaldi í alla síðustu viku. Okið er undir Skessuhorni í Skarðsheiðinágrenni og minna litir í fjallinu á Móskarðshnjúka. Það er ávallt birta sem kemur frá staðnum. Ég ákvað að safna Okinu við Skarðsheiði í stækkandi fjallasafn mitt.

Í árbók FÍ 1954 er fjallinu svona lýst. "Í krikanum fyrir innan Skessuhorn í Skarðsheiði er Mófell. Uppi á Mófelli er Ok, líparíthnjúkur, 523 m hár, bleikur á lit, gróðurlaus að mestu, en grafinn giljum og nokkuð hnúskóttur."

Það var suðvestan átt á fimmtudaginn, 24. júlí og skýjað í Borgarfirði. Vindur var nokkrir metrar á sekúndu í birkiskóginum. Ég Hornfirðingurinn valdi að leggja í ferðina frá bænum Horni. Gekk inn Hornsdal og þaðan er hægt að komast upp á Mófell. Á leiðinni var lítil á, Hornsá og komst ég að því að gönguskórnir mínir halda ekki vatni. Yfir komst ég eftir að hafa fundið gott vað.  Gönguland var gott og er ég var að fara upp brattan á Mófelli hitti ég rjúpu. Hún fór hoppaði á undan mér upp fellið, eina hundrað metra. Ég taldi að hún væri slösuð á væng. Skyndilega flaug hún upp og niður í dalinn.

Þegar komið var upp á brún á Mófelli jókst vindhraðinn. Skessuhornið tignarlega var skýjum hulið en stundum sást móta fyrir bergstálinu. Eftir stutta göngu á brúninni sást í Okið, ljósan blett. Vindurinn jókst stöðugt. Það er stundum talað um að vindhraði aukist með hæð. Vindhraðinn þarna jókst í veldisfalli með hæð! 

Það á svosem ekki að koma á óvart, vindurinn kemur niður 500 metra af brúnum Skarðsheiðar og litlu vestar er Hafnarfjall, þekkt veðravíti. Þar gilda sömu lögmál í suðaustan- og norðaustanáttum.

Gangan frá veginum að Okinu tók 70 minútur í miklum mótvindi. Vegalengdin var 3.2 km. Hæðarhækkun er um 480 metrar. Dýjastallur er undir heiðarhömrunum og er hægt að finna Bikstein. Ég lagði ekki í þá steinaleit í storminum.

Okay 033

Hvað þýðir nafnið Ok?

Stærra Okið er mun frægara enda ber það stutt heimsfrægt orð, OK eða Okay. Í orðabók Menningarsjóðs eru þrjár útgáfur af orðinu ok og á sú síðasta greinilega við.
Ok - ávöl hæð, bunga.

Þetta orð, Ok hefur verið algengt í  Mýra- og Borgarfjarðasýslu, því þriðja Okið er til. Það er fyrir norðan Hítarvatn, austan Geirhnjúks (898 m).  Það vantar í fjallasafn mitt en það má búa til skemmtilega OK-ferð í Borgarfjörð með því að ganga á þrjú fjöll á einum dagi.

Þessi vika var OK hjá mér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 226503

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband