T-bein steik á Hereford

Fór í vikunni á veitingastaðinn Hereford steikhús sem staðsett er á Laugarvegi. Ég var harðákveðinn í að bragða nautakjöt enda hljóta þeir Hereford menn að vera þar á heimavelli.

Á móti okkur tók hressilegur þjónn, líklega af ítölsku bergi brotinn. Hann afhenti matseðla sem voru vel hannaðir. Þar gat maður séð teikningar af bitunum og þyngdarflokkar vel skilgreindir. Í nautaflokknum var boðið upp á lundir, fillet, Entercote, framhryggjarsneið og T-bone steik.  Fyrir valinu í aðlarétt var þyngsta sneiðin, 450 g T-bein steik.

Ég var hrifinn af pöntunarspjaldinu á Hereford. Á borðinu var lítið spjald sem fylla þarf út. Fyrst er borðnúmer skrifað, síðan nafn. Eftir það er krossað við réttin og hversu mikið á að steikja hann. Auk þess er hægt að velja kartöflur, sósur og salat með mismunandi krossum. Þetta er snjallt og í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona krossaprófi.

Eldhúsið er frammi í sal og steikingarlyktin leggur um veitingasalinn. Ég var staðsettur bakvið glervegg sem geymdi söguleg Armagnac vín og sá ekki snjalla kokkana. T-Steikin kom fljótlega og dálítið blóðug enda hafði ég valið medium rare. Það er fulllítið enda mæla Hereford-menn með medium steikingu á vef sínum en ég komst að því eftir kvöldið. Steikin var lugamjúk og gekk fljótt á 450 grömmin. Ég fékk síðan sinar í einum bitanum. En á vef hereford.iser sagt um steikina. "Þverskorinn hryggur þá fylgir afturhryggur (fillet) og aftur parturinn á lundinni. Ysta lagið á hryggvöðvanum er látið fylgja (Sin og fita). Áríðandi er að skera sinina frá, hún er með öllu óæt. Því miður eru alltof margir sem hafa reynt að vinna á þessari sin, gefist upp og sagt að steikin sé of seig."

Ég gafst upp fyrir sininni en það hefði mátt koma þessu upplýsingum fram í tíma. Með steikinni var drukkið vín mánaðarins, Jindalee Shiraz frá Ástralíu. Höfugt og ferskt.

Eftirrétturinn var mjög vel heppnaður. Ég valdi djúpsteiktan Camembert. Mjög góður ostur og vel skreyttur frumlegur diskur með jarðarberjum.

Þó ég hafi lent í smá stríði við sinina í aðalréttinum, þá var gott grill eftirbragð í bragðlaukum fram eftir kveldi.

Það er margt frumlegt á Hereford steikhúsi og vel þess virði að kíkja í heimsókn ætli fók að gera sér dagamun. Þjónustan er alþjóðleg, tel að allir þjónarnir hafi verið erlendir. Staðurinn býður einnig upp á fisk, kjúlking og lambarétti. Einnig var hægt að fá humarsúpu og humar í skel. Ég var hins vegar vel mettaður eftir Humarhátíð. 

Þegar staðurinn var yfirgefinn sást hádegistilboð á spjaldi á Laugarvegi. Þríréttuð máltíð með hvalketi í aðalrétt á kr. 4.900. Ég hvalavinurinn ætla að kíkja einhvern daginn við og smakka. Maður þarf að þekkja vini sína.

Stjörnugjöfin:  ****,  fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Umgjörðin kemur manni á óvart, frumlegir diskar og góðar upplýsingar á vef.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flott blogg. Kv.

Jón Halldór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 01:03

2 identicon

Þarf að prófa þennan stað! En líst mjög vel á Hvalinn!! Næsta mánuð förum við og fáum okkur Hval!

Sturla (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband