Náttúran

Gærdagurinn var þétt pakkaður í náttúrunni.

Fyrst var tekið þátt í Esjudögum FÍ og SPRON við Esjurætur. Það var fjölmenni mætt á svæðið og margt skemmtilegt í boði. Við Ari fórum í skemmtilegan og þjóðlegan ratleik upp að brúnni yfir Mógilsá. Það voru fimm spurningar sem við leituðum uppi og fundum svörin við þeim. En verið var að leita að fjársjóði Egils Skallagrímssonar. Við keifuðum upp rætur Esju og mættum mikið af fólki á öllum aldri. Fyrir vikið misstum við af Jónsa, Karíus og Baktus og Júróbandinu.  En það var nú allt í lagi.

Ari var sportklæddur. Hann var í stuttbuxum en féll á niðurleið og rispaðist á hné. Það blæddi úr sárinu en hann bar sig vel. Á leiðinni niður mættum við góðu fólki. Mamman í hópnum átti plástur í fórum sínum og bauðst til að hjálpa Ara litla. Hann þáði boðið og leið betur á eftir. Það er  annars gaman að upplifa hvað fólk er kurteist á Esju og hjálpsamt. Allir bjóða góðan daginn og eintóm hamingja. Vandamálin eru skilin eftir niðri í borg.

Um kvöldið var boð Bjarkar og Sigur Rósar þekkst og mætt á tónleikana Náttúru. Víð náðum restinni af tónum Ólafar Arnalds en tónleikagestir voru rólegir og sátu flestir og hlýddu á.  Eftir 20 mínútna pásu komu snillingarnir í Sigur Rós og spiluðu í 100 mínútur. Þeir hófu tónleikana á gömlu góðu lögunum en svo komu þrjú lög af nýju plötunni, Með suð í eyrum við spilum endalaust, inn á milli. Nýju lögin koma vel út. Bassinn var áberandi og meiri stemming. Lagið með frumlega nafninu Gobbledigook er fínt stemmingalag og tóku áhorfendur vel undir með klappi. Það var gaman að heyra í söngvaranum Jónsa, en hann virkar allaf eins og hann sé mjög  feiminn þegar hann talar til áhorfenda.

Þegar Sigur Rósarmenn höfðu lokað dagskránni sinni með Popplaginu en það er magnað að sjá lúðrasveitamennina og strengjasveitina Amiinu enda lagið,  kom 50 mínútna pása vegna uppsetningar á sviði fyrir Björk. Það fjölgaði í Dalnum á meðan og var frægasta Íslendingnum vel tekið. Við hlustuðum á fyrstu lögin en Ari var orðinn þreyttur og kuldinn farinn að segja til sín, því kvöddum við Björk og voru þakklát fyrir góða stund.  Frábært framtak hjá listamönnunum. Vonandi verður hugarfarsbreyting hjá ráðamönnum í kjölfarið. Á leiðinni úr þvögunni gengum við yfir margar bjórdósir en ástandið hefði etv. verið betra ef tunnur hefðu verið í þvögunni.

Það má segja að Björk og Sigur Rós séu Bono og Geldof okkar Íslendinga, þau hafa göfugar hugsjónir og berjast fyrir þeim.

IMG_0738


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 226418

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband