Fabregas gegn Lehmann

Það verður gaman að fylgjast með úrslitaleiknum á vel heppnuðu Evrópumóti í knattspyrnu annað kvöld. Þá mun spænski flotinn glíma við þýska stálið í Vín.

Ég mun horfa á leikinn með Arsenal-augum og fylgjast vel með leikmanni númer 10 hjá Spánverjum, snillingi sendinganna, Cesc Fabregas. Í markinu hjá þýska liðinu er leikmaður með númer 1, reynsluboltinn Jens Lehmann en hann er á förum frá Lundúnafélaginu. Það verður því skemmtileg barátta á milli flotaforingjans og stálmarkmannsins.

Flestar umræður um úrslitaleikinn á morgun eru um það hvort hinn 21 ára gamli Fabregas verði í byrjunarliðinu eða ekki. Hann hefur komið inná í fjórum leikjum af fimm og við það hefur leikur spænska liðsins breyst og orðið markvissari. Hann finnur ávallt mismunandi vinkla á sendingum, finnur ný svæði og sendingarnar eru hárnákvæmar. Það kemur ný vídd í spænska liðið.  Spánverjar hafa ekki efni á því að geyma frumlegasta miðjumann veraldar á bekknum í úrslitaleiknum á Evrópumótinu. Skori Þjóðverjar mark snemma leiks er erfitt að ná því til baka.

Hinn 38 ára gamli  markvörður Jens Lehmann hefur spilað alla leiki þýska liðsins en er nokkuð ryðgaður eftir setu á varamannabekknum í vetur. Hann leit frekar illa út í mörkunum sem Tyrkir skoruðu í undanúrslitum. En stóra spurningin er hvort reynslan fleyti honum alla leið?

Áður en mótið í Sviss og Austurríki hófst, hafði ég spáði Spánverjum sigri og ég stend heilshugar við þá spá. Ég hef verið farsæll í spádómum í þessu móti og búinn að vinna rauðvínspott upp á níu flöskur. Spánn hefur færri veikleika og fleiri styrkleika en þýska liðið. Þeir eiga frábæran markvörð. Sókndjarfan Ramos í hægra bakverði, brasilískan miðjumann að nafni Senna sem hefur mikla yfirferð og er stoppari góður. Skæða sóknarmenn og hugmyndaríka miðjumenn. Einnig eiga þeir geðvondan þjálfara, Luis Aragonés sem þeir hlýða.  Auk þess voru Spánverjar með Íslandi í riðli í undankeppninni en rétt mörðu okkur í rigningarleik á Mallorca 0-1 og náðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum en Ísland komst í 1-0 með marki frá Emil Hallfreðssyni. Þeir hafa því eitthvað lært af okkur Spánverjar.

Þjóðverjar hafa örlítið forskot á Spánverja hvað hvíld varðar. Á miðvikudag spiluðu þeir við Tyrki en Spánverjar degi síðar við Rússa. Skyldi muna um þennan auka hvíldardag hjá Þjóðverjum?

Það verður gaman að fylgjast með baráttu Fabregas og Lehmann's á morgun og bónusinn verður leikur Þýskalands og Spánverja.

FabregasLehmann

Fabregas og Lehmann á góðri stundu. Mynd fengin að láni á Veraldarvefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 235894

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband