15.2.2008 | 14:38
Gestaþáttur
Nú er að bresta á helgi enn eina ferðina. Helgunum fylgir sú gæfa að menn fá stutt frí og þá gefst tími til heimsókna. Að taka á móti gestum getur stundum orðið þrautin þyngri og því ætti fólk að kynna sér Hávamál.
Hávamál er kvæði úr eddukvæðum. Hávamál, þ.e. mælt af hinum háa, eru lögð í munn Óðins þar sem hann segir frá lífsspeki sinni og hvernig skuli bera sig. Það innifelur hvort tveggja raunhæft og háspekilegt efni.
Legg ég því til að fólk kynni sér lífsspeki þessa og fari eftir í hvívetna. Hér eru þrjú fyrstu erindin en alls eru erindi Gestaþáttar 77. Hér er sagt hvernig maður á að haga sér þegar maður er gestur og mikil áhersla er lögð á mannasiði og siðferðisleg samskipti milli gestgjafa og gests. Hægt er að nálgast Gestaþátt á vef MA, snöruð á nútímalegt mál af Sverri Pál.
- Gáttir allar
- áður gangi fram
- um skoðast skyli,
- um skyggnast skyli,
- því að óvíst er að vita
- hvar óvinir
- sitja á fleti fyrir.
Maður ætti að gá vel og vandlega í kringum sig þar sem maður gengur um dyr því það er aldrei að vita hvar óvinir sitja fyrir manni. Þetta þurfa leikmenn Arsenal að hafa í huga þegar þeir heimsækja Old Trafford á morgun.
Gefendur heilir!
Gestur er inn kominn!
hvar skal sitja sjá?
Mjög er bráður
sá er á bröndum skal
síns um freista frama.
Góðir gestgjafar, það er kominn gestur. Hvar á hann að sitja? Þeim manni líður ekki vel sem látinn er freista gæfunnar úti undir vegg.
Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða
er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið.
Sá sem kominn er kaldur af ferð sinni þarfnast elds (hita). Sá sem hefur gengið yfir fjall þarf mat og (þurr) klæði.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ei lítinn vísdóm
er hér at finna
Magur mætti hugsa daga fleiri
Við líka sem þú gjörir
Bloggi þessu með."
Þetta er góð speki sem mætti gjarnan hampa meira, eins og þú gerir með þessum skrifum.
Jón Halldór Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 16:16
Góður Jón Halldór!
Það mætti kalla speki þína góðu, Jónsmál!
Sigurpáll Ingibergsson, 15.2.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.