Undankeppni Íslandsmóts í Hornafjarðarmanna

Þrátt fyrir mikla brælu í höfuðborginni og stórsjó, þá var róið til veiða í undanúrslitum í Hornafjarðarmanna.  Mikið af nýju og ungu fólki mætti til leiks og setti það skemmtilegan svip á mótið. Eftir harða baráttu komust 27 efstu í úrslitakeppnina, en alls mættu 27 spilarar í óveðrinu. Greinilegt að nýliðastarf er að skila sér hjá útbreiðslustjóra, Albert Eymundssyni.

Eftir harða baráttu voru úrslit ljós. Það er merkilegt hvað Hornafjarðarmanni leggst í ættir og þeir þrír sem komust í úrslit eru merkilega vel skildir. Elín Arnardóttir, Elín Arna Gunnarsdóttir og Þórhildur Kristinsdóttir komust í úrslit og eru Elín Arna og Þórhildur sem er aðeins 12 ára mæðgur. Elínurnar eru svo mæðrasystur. Frábær niðurstað og allt stefnir í skemmtilega keppni á Þorrablóti Hornfirðinga annað kvöld.

Mótið var vel mannað og voru fv. heimsmeistarar og íslandsmeistarar meðal keppenda. Ljóst er að nýr Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna verður krýndur á morgun.

Ég tók þátt í Íslandsmótinu og sá var ekki farsæll með spil. Kaupin við Manna gengu illa og nóló allt of algeng sögn. Í fyrsta spili í 27 manna úrslitum var spilað lauf og fékk ég 7-5-3 í trompi, topplausan hjartalit og þrjá hunda í spaða. Fyrir algera heppni fékk ég þó einn slag og þrjú prik í mínus. Það var eina lukka mín í undankeppninni.

Íslandsmeistarar frá upphafi. 

2007 Sigurpáll Ingibergsson frá Hornafirði
2006 Guðjón Þorbjörnsson, frá Hornafirði
2005 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2004 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2003 Þorvaldur B. Hauksson, Hauks Þorvalds
2002 Hjálmar Kristinsson, Hólar í Nesjum
2001 Jónína María Kristjánsdóttir Hvalnes/Djúpavogur
2000 Signý Rafnsdóttir, Miðsker/Þinganes
1999 Þorgrímur Guðmundsson, Vegamótum
1998 Guðrún Valgeirsdóttir, Valgeirsstöðum
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mótið vel "mannað". Góður!!!

Jón Halldór Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 03:30

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Sigfús!

Úrslitakeppnin var spiluð á Þorrablóti brottfluttra Hornfirðinga á laugardagskvöldið.  Eftir snarpa baráttu stóð Elín Arnardóttir upp sem sigurvegari.  Hún endaði með fjögur prik í hagnað.  Þórhildur Kristinsdóttir hafnaði í öðru sæti og móðir hennar, Elín Arna Gunnarsdóttir landaði bronsinu. Fyrir síðasta spil voru nöfnurnar jafnar en Elín Arna var gjafari í nóló í síðasta spili og fékk erfið spil.

Þetta var mjög skemmtielg keppni og gaman að fá þessar kempur í úrslit. Hornafjarðarmanni er í mikilli sókn, sérstaklega hjá unga fólkinu. 

Sigurpáll Ingibergsson, 11.2.2008 kl. 23:41

3 identicon

Blessaður gamli kall :):) haha..

Smá ásláttarvillur í textanum þínum hérna fyrir ofan (koemnntinu) enn jæja. Verður að hafa það.. ég ætla næst að taka þátt í þessari keppni.. :D mamma kannski líka? . Ég keppti nú á heimsmeistaramótinu ! :) haha ég lít á hornafjarðarmanna sem heppni ekki endilega að kunna hann súper ..:D enn annars þarf maður að vera skynnsamur ..! jæja látum þetta gott er að fara í bað.

kær kveðja:

Særún þín eina og besta dóttir !

Særún ;$ (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband