Mozart eða Mannerheim

Þeir stóðu sig vel Hornfirðingarnir á móti Mosfellingum í ÚtSvari í kvöld. Eftir erfiða byrjun, þá vannst mikill leiksigur í orðaspurningunum. Samvinna Kristínar Hermannsdóttur og Sigurð Hannesson og Lenu Hrönn Marteinsdóttur var mjög góð. Leiddu Hornfirðingar því með einu stigi fyrir lokaorrustuna. Sindramenn voru óheppnir í sprengjuspurningunum.  Allir þekkja tónlist Mozarts og enginn betur en Sigrún Hjálmtýsdóttir en mjög fáir kannast við finnska hershöfðingjann Carl Gustaf Emil Mannerheim

Mosfellingar könnuðust við báða og hafði Afturelding því sigur eftir góðan endasprett, 55-75.

Yngsti bæjarstjóri landsins, Hjalti Vignisson, reyndist vinur í raun. Hann mundi eftir Kolbeini Tumasyni, Ásbirning er féll í bardaganum í Víðinesi í Hjaltadal  1208, fyrir 800 árum. Gott framtak hjá Hjalta unga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hornfirðingar stóðu sig samt afar vel og geta borið höfuðið hátt.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Jón Halldór!

Já, Austfirðingarnir stóðu sig vel.

En mér finnst stundum þessar 15 stiga spurningar misþungar í keppninni.

T.d. er þessi Mozart spurning að mínu mati 5 stiga þung, en finnski hershöfðinginn, Mannerheim er 30 stiga virði! 

Ekki ætla ég samt að kenna því misvægi um ósigur Hornfirðinga. 

Sigurpáll Ingibergsson, 26.1.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband