8.12.2007 | 17:30
Áhættumat í upplýsingatækni
"Heimurinn er fullur af hættum". Svo mælti Tumi engispretta við Gosa Jakobsson á leikfangaverkstæði Jakobs. En Gosi var að fikta í smíðaverkfærum föður síns og skapaði mikla slysahættu.
Ég og Ari litli vorum að koma af leikritinu GOSI í Borgarleikhúsinu og minntu þessi orð Tuma mig á vinnu mína en gerð áhættumats í upplýsingatækni er í starfslýsingunni.
Daglega stöndum við frammi fyrir ákveðinni áhættu og heilbrigð skynsemi hjálpar okkur að taka skynsamar ákvarðanir á augabragði svo við komumst oftast ósködduð frá deginum.
Þegar hlutirnir verða flóknari þá hafa verið þróaðar aðferðir til að meta áhættuna - Áhættumat. Mat á áhættu er mikilvægur þáttur í allri ákvarðanatöku okkar.
Áhættumat er framkvæmt í mörgum greinum. Dæmi um nýlegt áhættumat í umhverfi er Urriðafossvirkjun. Meginniðurstaða áhættumats fyrir virkjunina er sú að bygging hennar leiðir ekki til aukinnar áhættu á svæðinu. Fjármálastofnanir framkvæma áhættumat vegna útlána. Áhættumat er lykilþáttur í vinnuvernd á vinnustöðum.
Í upplýsingatækni er áhættumat mikilvægur hluti af upplýsingaöryggi. Áhættumat er mat á ógnum sem steðja að upplýsingum og upplýsingavinnslu, áhrifum þeirra og viðkvæmni fyrir þeim og líkum á að þær gerist. Metin er hættan á því að óviðkomandi fái aðgang að upplýsingum, geti breytt upplýsingum eða skert öryggi þeirra að öðru leyti.
Áhættumat tekur einnig til athugunar á umfangi og afleiðingum hættunnar m.t.t. eðlis þeirra upplýsinga sem unnið er með. Markmið áhættumats er að skapa forsendur fyrir vali á öryggisráðstöfunum. Áhættumat skal endurskoða reglulega
Við hjá Stika gerum áhættumat með hugbúnaðinum RM Studio sem er þróaður hjá fyrirtækinu til að framkvæma áhættumat í samræmi við kröfur ISO/IEC 27001:2005.
RM Studio er leiðandi hugbúnaður í innleiðingu upplýsingaöryggis og hefur vakið verðskuldaða athygli hér á landi. Sókn er hafin á erlenda markaði, útrás heitir það öðru nafni.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.