17.11.2007 | 00:00
Sagrantino frá Umbria
Í vikunni tók ég þátt í Master Class námskeiði hjá Vínskólanum. Það nafn hljóta vínnámskeið þar sem framleiðandinn sjálfur eða víngerðamaður framleiðandans leiða smökkun á vínunum sínum. Kennarinn var hin glæsilega Roberta frá Arnaldo CAPRAI sem er margverðlaunaður framleiðandi frá Umbriu. Héraðið er í miðri Ítalíu og kallað hið græna hjarta Ítalíu.
Það er ávallt gaman á námskeiðum. Þetta er einstakt tækifæri til að komast í snertingu við víngerð, heimspekina á bakvið vínin, einstaka persónuleika sem hafa frá mörgu að segja og nánast alltaf með einstakri alúð og ástríðu.
Roberta sagði okkur frá víngerð Arnaldo Caprai. Ungur Ítali sem leggur áherzlu á gleymda vínþrúgu, Sagrantino sem hefur það bezt í Umbriu. Arnaldo er nýjungagjarn og hefur fjárfest mikið í rannsóknum.
Fyrst voru smökkuð tvö hvítvín. Grecante sem fæst hér á landi og kostar 1.790,- og Belvedere sem eingöngur er selt innanlands. Mér líkaði betur við síðara vínið en Grecante er úr Grechetto þrúgunni. Þykkt vín og ferskt, einhver smjörkeimur. Fann fyrir sýrubragði sem mér líkar illa. Hentar vel með fisk og hvítu kjöti.
Síðan var farið í rauðu vínin. Fyrst var borið fram Poggio Belvedere árgerð 2005. Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, þroskuð tannín. Þéttur berjakjarni, útihús, tóbak. Dæmigert ítalskt vín sem kostar 1.590,-.
Síðan var smakkað á Montefalco Rosso. Það er eikað vín og tannínríkt. Krydd- og vanilluilmur. Þetta vín er helzta framleiðsla Arnaldo Caprai og eru framleiddar um 300 þúsund flöskur af 750 þúsund. Þetta vín er á leið í reynslusölu hér á landi og hægt að mæla með því með jólamatnum.
Loks kom að Sagrantino þrúgunni. Collepiano árgerð 2004 sem er hægt að fá fyrir 4.500 krónur eftir krókaleiðum. Fann góða lykt af vanillu, langt og "bloody". Vínið er stórt og tannínríkt enda hefur það líftíma upp á 10-15 ár.
Að lokum var afmælisárgangurinn, 25 Anni frá 2003 rannsakaður. Þetta er stórt vín, tannín, leður og krydd. Búið að vera í eikartunnu í ár og 8 mánuði í flösku. Dökkrautt á litinn. Endist í 20 ár. Sagrantino vínin tvö höfðu "elegans", þykk og eldhvöss. Þrúgan er tínd síðar en aðrar, þær eru oftast tíndar í 2. viku október og vísindamenn frá Háskólanum í Mílanó ákveða dagsetninguna eftir að hafa flett híðinu á góðu úrtaki. Vínin úr þrúgunni sem kennd er við sakramentið eru sterkari en flest vín, 14,5% og bera áfengismagnið vel. Mögulegt að finna flösku af þessu hér á landi á veitingastöðum fyrir sjöþúsundkall. Sagrantino vín eru vel rík af polyphenol sem er eflaust mjög hollt fyrir líkamann. Það sem er skemmtilegt hjá Caprai er að þau gera það í þágu þrúgunnar, til að fá hana til að gefa sitt allra besta. Þau fara aldrei eins langt og Ástralar eða Kalíforníubúar í þeim efnum. Málið þar er að vínið verður að vera eins ár frá ári fyrir markaðinn og þá er öll tækniaðstoð notuð. Og leyfileg aukaefni til hins ýtrasta til að "leiðrétta" vínið - eplasýra ef það vantar ferskleika í hvítvínunum, mjólkurduft ef vantar mýkt og svo framvegis.
Að lokum var rúsínan í pylsuendanum dregin upp. Grappa Di Vinacce. Þetta vín er unið úr hratinu af Sagrantio og er 45%, glært og lyktaði eins og þurrt hey. Minnti örlítið á íslenskt brennivín. Samkvæmt ítölskum víngerðarstöðlum verða framleiðendur að nýta hratið en mega ekki brugga sjálfir. Því eru afgangar sendir á annan stað og framleitt vín úr dreggjunum. Þetta kom mér mjög á óvart.
Það var einnig gaman að heyra í Robertu er hún sagði frá því hvernig þau glíma við hækkandi hitastig jarðar en hærri hiti gefur minni sprettu. Þau nota spegla til að dreifa birtunni og einnig hlífar til að hindra heita sólargeisla.
Árið 2002 var mjög slæmt fyrir Ítalíu, sérstaklega í Umbríu, það var svo votviðrasamt. Síðustu ár hafa sloppið þrátt fyrir aheimshlýnun.
Grecante, vínið sem til er í vínbúðunum. Einnig er hægt að fá þær í litlum flöskum hjá Icelandair. Nú er stefnan sett á Ítalíu, ekki spurning. Þegar komið verður við í Umbríu verður fjárfest í nokkrum 25 Anni flöskum.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Palli, maður þarf að fá sér í glas með þér við gott tækifæri og nýta sér þekkingu þína á eðalvínum. Mbk
Gunnlaugur B Ólafsson, 20.11.2007 kl. 01:04
Sæll Gunnlaugur!
Þessa hugmynd líst mér ljómandi vel á. Það verður gaman að rifja upp góð ár í ML og heyra nýjustu fréttir frá Lónsöræfum.
Sigurpáll Ingibergsson, 20.11.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.