7 mannvirkjaundur á Vestfjörðum

Þetta er bráðsnjöll hugmynd hjá Vestfirðingum. Sniðug markaðssetning. Ég fór aldamótaárið 2000 á Vestfjarðakjálkan og þótti landslagið tilkomumikið, eins og að koma í annan heim. Fyrra skiptið var í jeppaferð á Dragngajökul um páska og um sumarið var keyrður hefðbundinn Vestfjarðarhringur. Þessi ferðalög höfðu góð áhrif á mig.  Ég ætla að setja saman lista en hef því miður ekki séð öll mannvirkin. En hér er listinn minn.

Húsaþyrpingin í Flatey á Breiðafirði
Vitinn í Æðey
Síldarverksmiðjan í Djúpavík
Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal
Jarðgöngin í Arnarneshamri
Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði
Hvalstöðin á Hesteyri


Kleifakarlinn á Kleifaheiði er mezti húmorinn, Vestfirskur húmor.

 


mbl.is Fjölmargar tilnefningar á sjö undrum Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Palli, skora á þig að taka Goðahólinn á Flateyri með á listann, jafnvel í staðin fyrir „jarðgöngin“, þau eru bara gat í klett !

Jóhannes Einarsson, 12.9.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Auðvitað verður að hafa hól á svona lista. En er Goðahóllinn mannvirki?

Mér er hins vegar mjög minnisstætt þega ég keyrði í gegnum "jarðgöngin" í Arnarneshamri. Þetta voru svo óvenjuleg göng, stutt og hrikalegur en flottur götóttur hamar.

Sigurpáll Ingibergsson, 12.9.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

En hvernig myndi svona listi líta út fyrir Hornafjörð.

Vatnstankurinn á Fiskhól verður ofarlega. Verst að mannvirkin á Stokksnesi skuli vera horfin, þau voru mörg hver glæsileg.

Sigurpáll Ingibergsson, 12.9.2007 kl. 19:43

4 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Það segirðu satt, víst er hún Snorrabúð stekkur hvað það varðar, en þetta með Goðahólinn, hann ku vera mannvirki þ.e.a.s. gröf eða haugur fornaldarkappa í öllum gallanum ásamt reiðskjóta hans.

Jóhannes Einarsson, 12.9.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 233609

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband