28.8.2007 | 15:13
Vonandi finnast Þjóðverjarnir - leyfismál
Það voru óvænt tíðindi á mbl.is í þessari frétt. Hjartað tók kipp, hugurinn leitaði austur. Enn er veik von. Vonum að Þjóðverjarnir finnist og ferðalagið upplýsist.
Leyfismál
Mikil umræða hefur verið um það hvernig standa skuli að leyfismálum í óbyggðaferðir. Sumir vilja banna ferðir á jökla frá miðjum ágúst og fram í september. Aðrir að ferðmenn leggi inn ferðaáætlun þar sem komi fram hvert för sé heitið og hvenær komið sé til baka. Margar þjóðir hafa komið sér upp kerfi. Ég var á Tenerife, stærstu eyju Kanaríeyja í sumar. Þar er El Teide þjóðgarðurinn og í honum er eldfjallið El Teide, 3.718 metra hátt. Til að fara á toppinn þarf leyfi frá þjóðgarðsskrifstofunni á eyjunni. Hægt er að ferðast eftir merktum stígum og byrja í öskjunni í 2.500 metra hæð. Einnig er hægt að komast með kláf upp í 3.555 metra hæð. Göngustígur liggur á toppinn og er þjóðgarðsvörður stutt frá kláfnum sem tekur við leyfisbréfum og fer yfir reglur þjóðgarðsins með ferðamönnum.
Myndin hér fyrir neðan sýnir spænskan landvörð í 3.555 metra hæð skoða vottorð frá Þjóðgarðsskrifstofunni á Tenerife en sækja þarf sérstaklega um að fá að ganga á toppinn. Þeir sem ekki eru með leyfisbréf þurfa að snúa frá og taka kláfinn niður.
Vottorðið kostar ekkert.
Leitað á ný á Svínafellsjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já.. það væri óskandi að hægt væri að koma á svona kerfi til að koma í veg fyrir harmleiki. Það er samt ólíklegt að það sé hægt af því að við höfum eflaust ekki mannafla í að fylgjast með hvort fólk sé með leyfi eða ekki. Landið er hreinlega of stórt og svo eru svo fáar vel afmarkaðar gönguleiðir oþh. En það mætti samt reyna...
Erna (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 00:36
Það er einnig erfitt að bera sig saman við El Teide þjóðgarðinn. Stærðin og fjármagnið er allt önnur vídd. Þangað koma 3,5 milljónir ferðamanna á ári og því hafa eyjaskeggjar fjármagn til að byggja góða innviði til að stjórna umferð um viðkvæmt svæði og öflugt öryggi.
Sigurpáll Ingibergsson, 29.8.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.