Bensínkvíði

Er staddur í Færeyjum í sumarfríi og markmiðið er að ganga á sem flest fjöll í ægifagri náttúru 18 eyja er mynda Færeyjar.

Til að komast á milli fjallstinda, en 340 fjöll eru hærri en 100 metrar að hæð, þá var leigður bíll. Leitin beindist að vistvænum bíl en það fannst enginn. Þeir geta gert betur Færeyingarnir í sjálfbærni. 

Því varð jarðefnabíll fyrir valinu og þá helltist yfir mann jarðefnakvíði. Að þurfa að fylla á tankinn en því fylgir ekki góð tilfinning í hamfaraástandi.

Einnig spurning um hvort bíllinn gengi fyrir bensíni eða dísel en það var sem betur fer vel merkt þegar lokið var opnað. Bensín stóð þar á grænum miða.

Bensínkvíði og loftslagsógn eru tvær hliðar á sama peningi, þar sem báðar tilfinningar stafa af þörfinni fyrir að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Í gær rann svo upp dæludagurinn og var það mikil áskorun að dæla á leigubílinn, 95 oktana E10 bensíni, því ekki var boðið upp á þjónustu á bensínstöðinni. Það tókst að dæla á bílinn en leiðbeiningar voru góðar.

Þegar heimabankinn var skoðaður í morgun, þá helltist aftur yfir mig bensínkvíði. Upphæðin var tvöföld. Þetta er grimmur jarðefnaheimur sem við lifum í.

Fjallganga

Hér er gengið niður í Hvannhaga á Suðurey. Litli Dímon blasir við í allri sinni dýrð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fjall" sem rétt slefar í 100 metra er ekki fjall, ekki einu sinni fell,  mætti kalla það þúfu.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.8.2024 kl. 19:10

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Það er rétt, það má deila um skilgreiningu á fjalli. Oft er fjall skilgreint sem landform sem er a.m.k. 300 metra hátt yfir næsta umhverfi sitt. Þetta er þó ekki algild regla, og sumstaðar er þessi tala lægri eða hærri. 

Færeyingar hafa farið í vinnu við að telja fjöll yfir 100 metra hæð.

Sigurpáll Ingibergsson, 7.8.2024 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband