4.6.2021 | 18:15
Hringuð vötn - Brunntjörn
Það eru töfrar í vatninu. Ég hef undanfarið unnið gengið hring í kringum stöðuvötn á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst voru þekktustu vötn og tjarnir hringaðar en svo fannst listi yfir 35 vötn í skýrslu um Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu ástand og horfur.
Það styttist í að hringnum verði lokað og þetta hefur verið stöðugur lærdómur en áhugaverðasta vatnið er Brunntjörn hjá Straumi. Ég komst að því eftir smá grúsk að Brunntjörn og tjarnir í Hvassahrauni eru stórmerkilegar og á heimsmælikvarða. Stutt og skemmtileg ganga sem minnir á Þingvallagöngu og dvergbleikja lifir þar sem hraun og lindir koma saman.
Í Brunntjörn hjá Straumi er um 2 m munur á vatnsborði eftir sjávarföllum og gróðurinn umhverfis lónin býr við sjávarföll ferskvatns, sem eru einstök skilyrði. Þessar ferskvatnstjarnir eru taldar svo sér á parti sem náttúrufyrirbæri að þær eiga ekki sinn líka, hvorki hér né erlendis. Hafa lærðar ritgerðir verið skrifaðar um sérkennilegt lífríki í Brunntjörn, til að mynda dvergbleikju, sem ekki er til annars staðar en í lónunum þarna og virðist ganga milli þeirra, enda mikill vatnsgangur undir hrauninu.
Lónin þarna og við Straum eiga sér þá skýringu, að undir öllu hrauninu og raunar undir mestöllum Reykjanesskaga mun vera jarðsjór á talsverðu dýpi. Ofan á jarðsjónum flýtur ferskt jarðvatn, sem er eðlisléttara og blandast mjög takmarkað jarðsjónum.
Í lónunum gætir sjávarfalla. Jarðvatnið hækkar þegar fellur að og sjávarstraumur flæðir inn undir hraunin. Þess vegna hækkar í lónunum á flóði, en vatnið er samt alltaf ferskt. Sum lón verða þurr á fjöru en geta orðið tveggja metra djúp á flóði.
Urtartjörn er annað nafn á tjörninni en nafnið var ekki þekkt og gáfu fuglaáhugamenn henni nafnið Urtartjörn en urtendur höfðust þar við að vetrarlagi. Ekki sást nein urtönd né dvergbleikja en einn rindill fylgdi okkur. Reykjanesbraut liggur niður í tjörnina. Verðum að vernda tjarnirnar, líffræðilegur fjölbreytileiki að veði. Heimsmarkmið númer 14, líf í vatni og 15 líf á landi.
Álverið er aðeins snertuspöl frá Straumstjörnum og austar Reykjanesbrautar eru minnst fjórar tjarnir, Brunntjörnin, Gerðistjörn, Gerðistjörn syðri og Stakatjörn.
Carbfix stefnir að því að binda kolefni í jörðu við Straumsvík. Vonandi hefur sú merkilega aðgerð ekki áhrif á lífríki Brunntjarnar og nálægar tjarnir.
Gönguferillinn
Það sést hvar sjávarfalla gætir í beltaskiptingu gróðurs í Brunntjörn og Reykjanesbraut liggur fast að tjörninni.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.