15.11.2020 | 16:46
Hringuð stöðuvötn
Hringuð stöðuvötn
Vatn er forsenda alls lífs á jörðinni, því allt líf þarf á vatni að halda. Stöðuvatn er samansafn vatns í landslagi sem algjörlega er umkringt af landi.
Í kóvid-ástandinu þarf að hreyfa sig og því var ákveðið að safna stöðuvötnum, ganga í kringum þau og upplifa lífið í kringum þau.
Vinsælustu staðirnir eru Esjan og Úlfarsfell og því er tilvalið að prófa eitthvað nýtt. Svo er það tilbreyting að ganga í hring í stað þess að ganga fram og til baka.
Japanski vísindamaðurinn Masaru Emoto hefur rannsakað og gefið út bækur um vatn og ískristalla. Með rannsóknum sínum og ljósmyndum þykist Emoto hafa sannað að hugsanir og orð hafi bein áhrif á efnisheiminn, ekki síst vatnið í heiminum. Maðurinn er 70% vatn, yfirborð jarðar er 70% vatn og heilinn sjálfur um 90% vatn og Emoto vill meina að jákvæðar og fallegar hugsanir skili sér beinlínis út í veröldina.
Því var markmiðið að senda jákvæðar hugsanir til vatnsins og fá aðrar jákvæðar til baka. Það eru töfrar í vatninu. Hér er listi yfir vötnin tíu sem hringuð hafa verið.
Vífilsstaðavatn
2,5 km ganga. Vatnið liggur í fallegu umhverfi rétt hjá Vífilsstaðaspítalanum. Merkilegt hvað mikil kyrrð er þarna svo stutt frá stórborginni. Hringurinn í kringum vatnið liggur meðfram því, á bökkum og um móana. Mæli með að ganga upp heilsustíginn upp að Gunnhildarvörðu. Þá er gangan 3,8 km.
Rauðavatn
Um 3 kílómetra ganga. Gott stígakerfi liggur hringinn í kringum vatnið og um skóginn ef við Rauðavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt fyrir um hundrað árum. A
Hvaleyrarvatn
Um 2 kílómetra ganga. Hér var mikið líf. Margir bílar og leggja þurfti hálfum kílómetra frá upphafsstað. Mikið kom þessi gönguleið mér á óvart og ekki furða að Hafnfirðingar hafi mætt vel. Fallegt og vel gróin gönguleið, hluti er skógi vaxinn og göngustígurinn gengur um allar trissur, að vatninu og inn á milli trjáa. Sannkölluð útivistarperla.
Urriðavatn
Um 2,5 kílómetra hringur. Fyrst kindastígur en svo tók við vel gerðir göngustígar. Vígaleg brú yfir á. Gaman að sjá nýtt vistvænt hverfi rísa, glæsileg hús og 25 kranar standandi upp í loftið.
Hafravatn
Um 5 kílómetra stikuð leið umhverfis Hafravatn. Mosfellsbær hefur staðið sig vel í að merkja leiðina með gulum stikum en gönguleiðin er stundum ógreinileg. Á kafla þarf að ganga á veginum. Mikið líf í kringum vatnið, veiðimenn og kajak. Nokkrir sumarbústaðir meðfram vatninu.
Ástjörn
Um 2,6 km ganga. Hafði ekki miklar væntingar fyrir gönguna en kom á óvart. Lagði bíl við knatthús Hauka og gekk aðeins á bakvið svæðið en maður hefur horft á nokkra leikina þarna en tjörnin farið framhjá manni. Heyrði frétt um að Ástjörn væri í hættu vegna knatthús Hauka.
Reynisvatn
Um 1,3 km þægileg ganga. Gaman að ganga spölkorn í skógi en sum tré illa farin. Hægt að fara annan hring í öfuga átt við fyrri hring. Töluverð umferð fólks og hunda.
Leirvogsvatn
5,5 km. 30 km frá höfuðborginni. Leirvogsvatn er stærsta vatnið á Mosfellsheiði, 1,2 ferkílómetrar og er mesta dýpt þess 16 metrar. Það liggur í 211 metra hæð yfir sjó, áin Bugða fellur í vatnið að austanverðu en Leirvogsá úr því að vestan og til sjávar í Leirvogi. Mikið er af silungi í vatninu en frekar smár. Leifar af stíflu við upphaf Leirvogsár. Hægt að stika yfir steina en ákveðið að fara upp á veg og ganga yfir búna. Slóði alla leið. Mjög fámennt.
Reykjavíkurtjörn
Um 1,6 km ganga með syðstu tjörninni. Gaman að skoða styttur bæjarins. Í Hljómskálagarðinum er stytta af Jónasi Hallgrímssyni en lifrin í honum var stór, um það bil tvöföld að þyngd, 2.875 grömm.
Elliðavatn
Um 9 km löng ganga í tvær klukkustundir. Gönguleiðin umhverfis vatnið er mjög fjölbreytt. Skiptast þar á þröngir skógarstígar og upplýstir stígar inni í íbúðarhverfi. Þar er einnig saga á hverju strái svo sem um Þingnes og stífluna sem varð til þess að vatnið stækkaði töluvert.. Hækkun lítil.
Mikið af hlaupafólki. Hófum gönguna við Elliðahvamm en algengt að byrja við Elliðavatnsbærinn.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.