25.8.2018 | 12:37
Arcade Fire og Ísbúđ Vesturbćjar
Ţađ voru stórmagnađir og orkumiklir tónleikar hjá kanadísku indí rokkbandinu Arcade Fire í Nýju Laugardalshöllinni á ţriđjudagskvöldiđ. Um 4.300 gestir mćttu og upplifđu kraftinn á AB-svćđi. Stórmerkilegt ađ ekki skyldi vera uppselt en ţarna eru tónlistarmenn í ţungavigt á ferđ.
Mikil umrćđa hefur veriđ um sölu og svćđaskiptingu á tónleikunum en ég var einn af ţeim rúmlega fjögur ţúsund manns sem keypti miđa í A-svćđi. Ţví kom ţađ mér á óvart ţegar gengiđ var inn í salinn ađ enginn svćđaskipting var. Ég var ekki ađ svekkja mig á ţví ađ hafa ekki keypt B-miđa. Hugsađi til ferđalaga í flugvélum eđa strćtó, ţar ferđast menn á misjöfnum gjöldum en sitja svo saman í einni kös. Ég skil vel ákvörđunartöku tónleikahaldara um AB-svćđi, sérstaklega ef ţetta hafa veriđ 79 miđar.
Ég kynntist Arcade Fire góđćrisáriđ 2007 en ţá gaf sveitin út diskinn Neon Bible og var ţađ eini diskurinn sem ég keypti ţađ áriđ. Var hann víđa talinn einn besti gripur ársins af álistgjöfum í tónlist. Ég get tekiđ undir ţađ og hlustađi mikiđ á hann í iPod-inum mínum. Síđan hef ég lítiđ fylgst međ sveitinni og missti af ţrem síđustu plötum sveitarinnar, The Suburbs, Reflektor og Everyting Now.
Sviđsframkoman var stórbrotin og fagmannleg. Fyrst hittust međlimir á réttum tíma fyrir framan sviđiđ, tóku hópknús eins og íţróttaliđ gera og fóru í gegnum áhorfendaskarann og gáfu fimmur. Margir símar sáust á lofti. Síđan hófst tónlistarveislan međ titillaginu Everything Now. Lagiđ er undir ABBA-áhrifum í byrjun, ţađ fór rólega af stađ en svo bćttust öll möguleg hljóđfćri sem leikiđ var á af gleđi og innlifun og krafturinn varđ hrikalegur. Tónninn var sleginn!
Söngvarinn stćđilegi og stofnandi sveitarinnar Win Butler fór fyrir liđinu og steig á stokk í rauđu skónum sínum og reif gítar hátt á loft. Ekki ósvipađ og kyndilberi á Ólympíuleikum sem er ađ fara ađ tendra eldinn. Bróđir hans William Butler fór hamförum á sviđinu og var gaman ađ fylgjast međ honum. Hann hoppađi á milli hljóđfćra, spilađi á hljómborđ, barđi á trommu og spilađi á gítar og stóđ upp á hljómborđum. Hann ferđađist kófsveittur um sviđiđ eins og api en kom ávallt inn á réttum stöđum. Magnađ.
Alls voru níu liđsmenn Arcade Fire á sviđinu sem ţakiđ var hljóđfćrum. Mörg hljómborđ og hljóđgervlar voru og tvö trommusett. Skiptust ţeir reglulega á ađ spila á hljóđfćri af innlifun og minntu mig á Ljótu hálfvitana frá Húsavík.
Krafturinn og hljómurinn var mikill í byrjun og fjögur fyrstu lögin spiluđ í einum rykk á háu tempói. Ađdáendur tóku vel viđ enda ţekktir slagarar. Svo kom ţakkarrćđan um Ísland og hrósađi hann Björk mikiđ. Hún hafđi mikil áhrif á bandiđ.
Sviđiđ og ljósin komu vel út í Höllinni og mynduđu stórbrotna umgjörđ um tónleikana og gaman ađ bera saman ţegar vinalega upphitunarhljómsveitin Kiriyama Family spilađi raftónlist fyrr um kvöldiđ. En ţá voru ljós og myndrćn framsetning ekki notuđ. Tónleikagestir voru hrifnir og dönsuđu, sungu og klöppuđu taktfast í hitanum og svitanum.
Ég komst ađ ţví ađ vera illa lesin ţví síđari hluti tónleikanna var međ nýjum lögum og ţekkti ég ţau ekki en fólkiđ í salnum tók vel undir. Ég hef síđustu daga veriđ ađ hlusta á lög af skífunni Everyting Now og líkar ţau betur og betur. Margar laglínur hljóma nú fallega í hausnum á mér. Einna helst hefur enduruppgötvun mín á lögum Electric Blue og Sprawl II (Mountains Beyond Mountains) sem Régine Chassagne söng vaxiđ mjög en ég tengdi ekki viđ ţau ţegar hún flutti ţau á sviđinu. Eina lagiđ sem ég saknađi var Intervention.
Ţetta var skemmtilegt kvöld og gaf manni mikinn eldmóđ fyrir veturinn.
Daginn eftir tónleikana átti ég leiđ í Ísbúđ Vesturbćjar í Vesturbćnum og var ţá ekki stórsöngvarinn í Arcade Fire, Win Butler staddur ţar og ađ kaupa sér bragđaref. Hann var klćddur í gallajakka merktum NOW-tónleikaferđinni. Ţađ var töluverđur fjöldi krakka ađ versla sér ís og létu ţau hinn heimsfrćga tónlistarmann algjörlega í friđi. Kurteist fólk, Íslendingar. Líklegast er ađ ţau hafi ekki vitađ af ţví hver ţetta var en landi hans Justin Bieber hefđi ekki fengiđ ađ vera í friđi. Svona er kynslóđabiliđ í tónlistinni.
Enginn gestur leiđ fyrir ákvörđunina | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Dćgurmál, Fjármál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Um bloggiđ
Sigurpáll Ingibergsson
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir rúmum 13 árum skrifađi ég grein um rokktónbleika međ U2. Hún vakti umrćđu á Hugi.is Lćt tengil fylgja međ. U2 - Einfaldlega bezta tónleikasveit heims https://www.hugi.is/rokk/greinar/309087/u2-einfaldlega-bezta-tonleikasveit-heims-twickenham
Sigurpáll Ingibergsson, 26.8.2018 kl. 10:19
Everything Now - Everything Now
Power Out - Funeral
Rebellion - Funeral
Here Comes the Night Time - Reflector
No Cars Go - Neon Bible
Electric Blue - Everything Now
My Body Is a Cage - Neon Bible
Neon Bible - Neon Bible
Neighborhood #1 (Tunnels) - Funeral
Put Your Money On Me - Everything Now
Creature Comfort - Everything Now
The Suburbs - The Suburbs
Ready To Start - The Suburbs
Sprawl II - The Suburbs
Reflector - Reflector
Everything Now Cont - Everything Now
We Don’t Deserve Love - Everything Now
Wake Up - Funeral
Spurning um Afterlife, We Exist og Haiti lögin.
Sigurpáll Ingibergsson, 28.8.2018 kl. 11:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.