14.10.2017 | 15:43
Hvalárvirkjun - eitthvað annað
Takk, takk Tómas, Ólafur og Dagný fyrir að opna Ísland fyrir okkur á #LifiNatturan. Alltaf kemur Ísland mér á óvart. Stórbrotnar myndir sem sýna ósnortið víðerni sem á eftir að nýtast komandi kynslóðum. Við megum ekki ræna þau tækifærinu.
En hvað skyldu Hvalárvirkjun og hvalaskoðun eiga sameiginlegt?
Mér kemur í hug tímamótamyndir sem ég tók í fyrstu skipulögðu hvalaskoðunarferðunum með Jöklaferðum árið 1993. Þá fóru 150 manns í hvalaskoðunarferðir frá Höfn í Hornafirði. Á síðasta ári fóru 354.000 manns í hvalaskoðunarferðir. Engan óraði fyrir að þessi grein ætti eftir að vaxa svona hratt. Hvalaskoðun er ein styrkasta stoðin í ferðaþjónustunni sem heldur hagsæld uppi í dag á Íslandi. Hvalaskoðun fellur undir hugtakið "eitthvað annað" í atvinnusköpun í stað mengandi stóriðu og þungaiðnaði.
Vestfirðingar geta nýtt þetta ósnortna svæði með tignarlegum fossum í Hvalá og Rjúkanda til að sýna ferðamönnum og er nauðsynlegt að finna þolmörk svæðisins. Umhverfisvæn og sjálfbær ferðaþjónusta getur vaxið þarna rétt eins og hvalaskoðun. Fari fossarnir í ginið á stóriðjunni, þá rænum við komandi kynslóðum arðbæru tækifæri. Það megum við ekki gera fyrir skammtímagróða vatnsgreifa.
Ég ferðaðist um Vestfirði í sumar. Dvaldi í nokkra daga á Barðaströnd og gekk Sandsheiði, heimsótti Lónfell hvar Ísland fékk nafn, Hafnarmúla, Látrabjarg og Siglunes. Það var fámennt á fjöllum og Vestfirðingar eiga mikið inni. Þeir verða einnig að hafa meiri trú á sér og fjórðungnum. Hann býður upp á svo margt "eitthvað annað".
Við viljum unaðsstundir í stað kílóvattstunda.
Fyrstu myndir sem teknar voru í hvalaskoðun á Íslandi 1993 og birtust í fjölmiðlum. Þá fóru um 150 manns í skipulagðar hvalaskoðunarferðir. Í dag fara 354.000 manns á ári. Það er eitthvað annað.
Marga þyrstir í heiðarvötnin blá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grein í Kjarnanum um fjárfestingar í "eitthvað annað"
https://kjarninn.is/skyring/2016-01-19-fjarfesting-i-einhverju-odru-17faldadist-i-fyrra/
Sigurpáll Ingibergsson, 14.10.2017 kl. 21:07
Ég var oft á ferðinni um Suðausturland á þessumm árum og man vel eftir umræðunni um þá hugmynd að hvalaskoðin gæti orðið arðbær. Það var nánast allt á eina lund: "Fráleit hugmynd, - líkast geimórum."
Ég man enn eftir svokölluðu "uppistandi" (stand-up) mínu fyrir framan bátinn, þar sem hann lá í Hornafjarðarhöfn þegar ég sagði eitthvað á þessa leið: "Eitt sinn fyrir tæpum 2000 árum gekk predikari einn að fiskimanni við Genearetvatn og sagði við hann: "Fylg þú mér. Héðan í frá skalt þú menn veiða."
Ég fékk heldur betur orð í eyra fyrir ósæmilegt orðbragð og misnotkun á heilagri bók.
Og orðræðan var færð út og allt annað en stóriðja til að "bjarga þjóðinni" var kallað í hæðnistóni: "Eitthvað annað", "fjallagrasatínsla" og "lopapeysuprjón", "Lattelepjandi auðnuleysingjar á kaffihúsum í 101 Reykjavík á móti rafmagni og lífskjarabótum, sem vilja fara aftur inn í torfkofana", "
Ómar Ragnarsson, 14.10.2017 kl. 21:36
Takk fyrir þetta innlegg Ómar Ragnarsson. Gaman að heyra söguna um uppistandið í Hornafjarðarhöfn. Það þarf að hugsa út fyrir boxið!
Sigurpáll Ingibergsson, 15.10.2017 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.