4.12.2016 | 16:00
Hlýindi á Dalatanga
Hitamet eru slegin á Dalatanga núna í vetur. Núna í desember er 16,2 stiga hiti og í nóvember fór hitinn yfir 20 gráður. Loftslagsbreytingar eru orsökin. Ekki grunaði mig að heyra þessar hitatölur er ég heimsótti Dalatanga í sumar.
Eftir að hafa heimsótt Mjóafjörð er tilvalið að heimsækja Dalatanga. Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði, 15 km löng. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og dalgilum. Maður fagnaði því að umferð var lítil. Er Dalatangi birtist, er því líkast sem sé maður staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Í suðri sér inn í minni Norðfjarðar.
Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Ottos Wathne 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti og steinlím á milli. Yngri vitinn sem er enn í notkun, reistur 1908. Á Dalatanga er fallegt býli og túnjaðrar býlisins nema við sjávarbrúnir.
Krúttlegi gamli vitinn á Dalatanga, Dalatangaviti. Byggður 1895 úr grjóti að frumkvæði Otto Wathne. Einn elsti viti landsins. Seyðisfjörður í bakgrunni.
![]() |
Kólnar en áfram milt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 1
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 235043
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Orsökin er háþrýstisvæði suðaustur af landinu og hlýtt loft sem berst langt að. Hnúkaþeyr sér um að ýta hlýja loftinu niður á láglendi.
Þetta hefur gerst oft áður.
Þórhallur Pálsson, 4.12.2016 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.