Mjóifjörður

Sum örnefni eru augljós. Hér er eitt.
Mjóifjörður, 18 km langur og veðursæll, á milli Norðfjarðarflóa og Seyðisfjarðar. Þorp með 24 íbúa í Brekkuþorpi, eitt minnsta þorp landsins. Heiðin lokuð yfir veturinn. Kilfbrekkufossar, rygðaður landgönguprammi, hvalveiðistöð og gamli tíminn heilla mann.
Hvalveiðistöð Ellefsens var á Asknesi og var byggð af Norðmönnum um aldamótin 1900 og var ein stærsta í heimi. Sem betur fer er tími hvalveiða liðinn.


Malarvegur liggur niður í fjörðinn, inn Slenjudal, yfir Mjóafjarðarheið og alveg út á Dalatanga. Það var gaman að keyra niður í Mjóafjörð. Á hlykkjóttri leiðinni sást Prestagil, þar bjó tröllskessa sem tældi til sín presta í Mjóafirði og í Sólbrekku var hægt að fá frægar vöfflur. Í kirkjugarðinum er eitt veglegsta grafhýsi fyrir einstakling sem til er á landinu. Þar hvílir Konráð Hjálmarsson (1858-1939).

Einnig var bókin "Hann er sagður bóndi" æviferisskýrsla Vilhjálms Hjálmarssonar keypt með vöfflunni og lesin er heim var komið. Gaf það meiri dýpt í sögu fjarðarins og bóndans! 

Mjóifjörður

Mjóifjörður séður ofan af Mjóafjarðarheiði með Fjarðará fyrir miðju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Falleg mynd, en þorpið hefur týnst?

Mjófjarðarbændur er virðulegra nafn á fámennri byggð? Kannski á það heldur ekki við því aðeins eitt tún er að sjá á myndinni.

Sigurður Antonsson, 16.10.2016 kl. 22:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annar Mjóifjörður er við ísafjarðardjúp milli Vatnsfjarðar og Skötufjarðar. Yfir hann liggur tignarleg brú sem sparar mönnum að keyra fyrir hann. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2016 kl. 23:35

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér frásögnina.

Þarna fekk Jósafat föðurbróðir minn að hirða risastóran hverfistein, sem fór í sjóminja- og vélsmiðjumunsafn hans, sem ekkja hans Ólöf og börnin sjö gáfu síðar til hinna gömlu heimaslóða þeirra hjóna, Neskaupstaðar.

Jón Valur Jensson, 16.10.2016 kl. 23:37

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég átti ófáar ferðir í Mjóafjörð þá ég var ungur maður og forvitinn.  Nokkrum sinnum fórum við félagar snarferð með brekkubónda til síns heima og var það ævinlega skemmtilegt enda Brekku Villi engin venjulegur kjáni og svo var það hún Anna á Hesteyri, einhver skemmtilegasta, öflugasta og náttúrulegasta kona sem ég hef kynnst, en henni sást aldrei fyrir í neinu og brotnuðu þeir hennar verk menn  allir en hún svaf með haglabyssuna sér til trausts gegn þeim sem óbrotnir voru.      

Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2016 kl. 02:02

5 identicon

Afi minn hann Ásbjörn Guðmundsson er fæddur að Brekku 25 júlí 1894, lést 22 júlí 1975, hann átti tvíburasystir sem hét Margrét og lést hún 12 dögum á undan honum

Daði Garðarsson (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 226258

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband