Einbreiðar brýr í ríki Vatnajökuls - endurskoðað áhættumat

Fagna mjög nýjustu fréttum frá fjárlaganefnd um breytta forgangsröð á innviðum landsins og að einbreiðum brúm verði útrýmt á næstu árum.
"Það krefjist mikilla samgöngubóta með fækkun einbreiðra brúa svo dæmi sé tekið." - segir í frétt á ruv.is

Það þokast í umferðaröryggismálum. Því ber að fagna.

Í vor framkvæmdi undirritaður úttekt á einbreiðum brúm í Ríki Vatnajökuls, tók myndir og sendi niðurstöður víða, m.a. til Innanríkisráðuneytisins, fjölmiðla og þingmanna.

Undirritaður tók myndir af öllum 21 einbreiðum brúm í fyrri ferð og einnig í ferð í síðust viku.  Niðurstaða, óbreytt áhættumat!

  • Engar breytingar eru varðandi blikkljós,  aðeins eru fjögur.
  • Lækkaður hámarkshraði er aðeins á tveim brúm,  Jökulsárbrú (70-50-30 km) og Hornafjarðarfljóti (50 km).
  • Leiðbeinandi hámarkshraði er hvergi.
  • Upplýsingar til erlendra ferðamanna eru ekki sjáanlegar


Eina breytingin sem sjáanleg er að við nokkrar brýr hafa yfirborðsmerkingar verið málaðar. Línur hafa verið málaðar og alls staðar eru málaðar þrengingar, vegur mjókkar, á veg en sú merking er ekki til í reglugerð. Spurning um hverju þetta breytir þegar snjór og hálka sest á vegina í vetur.
Niðurstaðan er að áhættumatið er óbreytt milli úttekta.

Nú er spurningin til innanríkisráðherra, þegar vika er liðin af ágúst: er fjármagnið búið eða koma fleiri umferðarskilti með hámarkshraða eða leiðbeinandi hraða í ágúst og blikkljós en þau eru stórlega vanmetin?

Endurskoðað áhættumat

Yfirlit yfir einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls, 21 alls og niðurstaða úr endurskoðuðu áhættumati.

Vefur sem safnar upplýsingum um einbreiðu brýrnar.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/?ref=aymt_homepage_panel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Hér er tengill í mynd sem sýnir aðkomu að Svínafellsá:    https://www.facebook.com/sigurpall.ingibergsson/posts/10208866376609764

Sigurpáll Ingibergsson, 14.8.2016 kl. 11:35

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað er að einbreiðum brúm. Er vegakerfi okkar háhraða vegakerfi og ef hversvegna er hjólandi fólk út um allt land.

Við erum með einbreiðar brýr og vitum það öll. Við erum með vegakerfi sem er hrunið og við erum með vegi sem hafa aldrei verið kláraðir.

Hvernig væri það Sigurpáll að þú tækir að þér að fara yfir alla vegi s.s. keyrðu inn fljótshlíð, Þórsmörk, Kjöl og sprengisand þar sem þúsundir bíla með tugum þúsunda ferðamanna sem borga tugi milljóna til þjóðfélagsins.

Ég reikna með að þú hafir gert þessa úttekt á eigin frumkvæði en eins og ég segi og spyr hvort myndir þú láta hafa forgang ónýta eða enga vegi eða laga einbreiðar brýr.? 

Valdimar Samúelsson, 14.8.2016 kl. 13:10

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Valdimar Samúelsson: Fækkun einbreiðra brúa kemur ekki í veg fyrir að laga vegi.  Einbreiðar brýr eru svartblettir í umferðinni. Þeim ber að útrýma. Ekki er hægt að bjóða gestum okkar upp á þessa þjónustu um þjóðveg landsins. Hún er ekki boðleg.

Umferðin er það mikil orðin um Suðausturland, t.d. voru rúmlega 2.000 ökutæki á ferð þann 8. ágúst.  Í Samgönguáætlun frá 2011 var markmið um að útrýma öllum einbreiðum brúm sem hafa meiri umferð en 200 bílar!

Það þarf að taka tillit til stærstu atvinnugreinar landsins við forgangsröðun fjármuna sem ferðaþjónustan er m.a. að skapa fyrir þjóðarbúið. Samgöngumálin og uppbygging innviða eru þar stærstu verkefnin. Ein öflugasta samgöngubótin er fækkun einbreiðra brúa á Þjóðvegi #1.

Sigurpáll Ingibergsson, 14.8.2016 kl. 13:56

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Auk þess má bæta við að hvert slys er dýrt, svk. svari heilbrigðisráðherra.

.."Banaslys í umferðinni kosti þjóðfélagið ríflega 659 milljónir árlega - en þá eru kostnaðarliðir ekki dregnir í sundur. Aðeins heildartalan er birt. Alvarleg slys kosta þjóðfélagið þá 80 milljónir, meðan minniháttar slys um 30 milljónir króna."

http://www.vb.is/frettir/hvers-virdi-er-mannslif/124722/?q=Umfer%C3%B0

Sigurpáll Ingibergsson, 15.8.2016 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 233668

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband