ísöldin og hornfirskir jöklar

Nýlega var opnuð ný gönguleið um Breiðarármörk en hún er fyrsti hluti af Jöklastíg, frá Öræfum og yfir í Lón. Fyrsti hluti er um fimmtán kílómetra og tengir saman þrjú jökullón, Jökulsárlón, Breiðárlón og Fjallsárlón.

Þetta er falleg gönguleið fyrir augað og á leiðinni eru fræðsluskilti með ýmiss konar gagnlegum, fróðlegum og skemmtilegum upplýsingum meðal annars um gróðurfar, fuglalíf og sambýli manns og jökuls.

Þá dettur manni í hug fyrstu rannsóknir á ísaldarkenningunni en hún kom fyrst fram 1815. Nokkrir leiðangar vor farnir til Íslands til að rannsaka náttúruna. Í bókinni ÍSLANDSFERÐ SUMARIÐ 1857, úr minnisblöðum og bréfum frá Nils O:son Gadde, segir frá fyrstu rannsóknarferð Svía undir stjórn Otto Torell. Aðalviðfangsefni var áhrif ísaldarjökla á myndun landsins

ice-age-cover"Heiðurinn af því að leiða kenningar um ísöldina til sigurs í Evrópu og brjóta niður trúna á syndaflóðið og öll afbrigði hennar, á Svíinn Otto Torell, sem með reynslunni úr ferðum sínum á sjötta og sjöunda tug nítjándu aldar á Íslandi, Grænlandi og Spitsbergen, sannfærðist og sannaði að ekki einungis okkar land, heldur líka Norður-Þýskaland, hafi einhvertímann verið þakið jökli.“   - 

Svo skrifar Hans W:son Ahlmann, „Pa skidor och till hast i Vatnajokulls rike“

Svo segir í bókinni: 

Úr skýrslu Torrels  Svínafell við Öræfajökul þann 5. Ágúst

Heinabergsjökull rennur saman við Skálafellsjökul og snertir hérumbil annan jökul austar. Framan jökulsins var bergið núið og rákað með álagshliðina að jöklinum, en stefna rákanna kom ekki heim við jökulinn eins og hann er nú, heldur við það sem verið hefði ef jökullinn hefði verið stærri og runnið saman við eystri jökulinn. Ruðningur á ísnum var í framhaldi af Hafrafelli sem stendur á milli Heinabergs- og Skálafellsjökuls. Er ég fór upp með Hafrafelli heinabergsmeginn fann ég ekki rákir við jökulinn, en greinilegar og vel afmarkaðar rákir úti í stóru gili sem náði frá hliðarruðningi jökulsins skáhallt gegnum neðri hluta bergsins. Þegar ég kom aftur fór ég hinsvegar meðfram þeirri hlið hins jökulsins (Skálafells) sem lá að fjallshlíðinni og fann þar víða hinar fallegustu rákir, ýmist fast við ísinn eða við jökulruðninginn. Þó undarlegt megi virðast mynduðust rákir á kletti einum horn hver við aðra, en í því er einmitt fólgin röksemd Waltershausens geng því að hinar íslensku rákir haf myndast af jöklum.

Sporðurðirnar eru yfirleitt úr smáhnullungum, möl og sandi og gegnbleyttar af jökulánni, en jarðarurðingar eru aftur á móti miklu meira úr stórgrýti og björgum."

Svo er merkilegt hér:

Milli Heinabergs- og Breiðamerkjurjökuls fór ég upp þrjá fjalldali sem lokuðust í botninn af jöklum uppi í fjöllunum sem ganga út úr Klofajökli. Þeir voru ákaflega forvitnilegir, þar sem greinilegt var að þeir voru botnar gamalla jökla. Þvert yfir dalbotninn fjalla á milli lágu nunir bergstallar með rákum sem lágu inn dalina, samsíða stefnu þeirra. Sumstaðar hafði núningurinn grafið skálar í bergið í dölunum.“ (bls. 160)

Einnig framkvæmdu leiðangursmenn skriðhraðamælingar á Svínafellsjökli í Öræfum, þær fyrstu hér á landi.

Hér eru líklega Birnudalur, Kálfafellsdalur og Hvanndalur sem Torell hefur heimsótt. Það væri gaman að finna bergstallana með rákum og skálar í berginu. 

Því má segja að hornfirskir jöklar hafi átt þátt í að staðfesta ísaldarkenninguna. Vonandi verður minnst á þetta á upplýsingaskiltunum. Gott innlegg fyrir menningartengda ferðaþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 233669

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband