Græn skref í ríkisrekstri

Þetta eru fimm græn skref fyrir okkur, en umhverfisvæn skref fyrir mannkynið....

Það var góður dagur í vinnunni í dag. Við hjá ÁTVR fengum viðurkenningu frá umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir að ná 5 grænum skrefum og tók það stuttum tíma.

Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Við tókum þetta í einu stökki enda búin að vinna heimavinnuna og fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð.
www.graenskref.is

Viðurkenning - 5 græn skref

Grænu skrefin 5 tekin í einu grænu stökki. Enda búið að vinna að samfélagslegri ábyrgð frá 2001.

Opinber fyrirtæki jafnt sem sveitarfélög og almenn fyrirtæki geta ekki annað en hagnast á því að innleiða umhverfisstjórnun inn í ferla fyrirtækisins. Sóun minnkar, þekking á sjálfbærni eykst og ákvarðanataka verður markvissari.  Því eru Græn skref í ríkisrekstri góður kostur.

Af hverju Græn skref?

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu er nú 404 ppm en upphafi iðnbyltingar, en þá er hann talinn hafa verið um 280 ppm.
Til að eðlilegt líf þrífist á jörðinni er talið að styrkur CO2 þurfi að vera 350 ppm. Því þurfum við að taka okkur á.

Hitastig mun hækka um 2 til 4 gráður á Celsíus á næstu 100 árum
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á náttúrulega ferla á jörðinni og því ber öllum skylda að bregðast gegn þessum breytingum.

Íslendingar eiga eitt hæsta sótspor í heimi. Íslendingar þurfa að gera ráðstafanir (handprint).
Endurvinnsla og gróðursetning trjáa er eitt svar. Einnig endurheimt votlendis og þróa nýja tækni.
Hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í samgöngum og rafvæða bílaflotann.

Einnig markvisst átak í notkun á plasti og plastpokum. Plastið eyðist ekki upp og höfin eru að fyllast af plastögnum. Ólíkt lífrænum efnum „hverfur" plast aldrei í náttúrunni heldur safnast upp í umhverfinu, sérstaklega í höfunum.

Draga þarf losun gróðurhúsalofttegunda um 40% frá því sem losunin var árið 1990 ef ekki, þá fara hollensku leiðina og kæra stjórnvöld. En þeim var skipað að draga úr losun með dómi.

Óstöðugleiki í heiminum vex. Við erum að falla á tíma.

Jörðin hitnar, jöklarnir hverfa sjávarborð hækkar og höfin súrna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 226395

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband