Steinhleðsla Þorvalds Thoroddsens

Í Hálendishandbók Páls Ásgeirs segir:  "Ofarlega í fjallinu þykir mögrum sérstætt að rekast á tóft eins og af litlum leitarmannakofa. Þetta munu vera rústir eftir bækistöðvar manna í einum af könnunarleiðöngrum Þorvalds Thoroddsen vísindamanns."

Mér var hugsað til Þorvaldar og félaga. Einnig til Fjalla Eyvindar og Höllu. Hvílík elja í Þorvaldi að leggja á sig tíu ára landkönnunarferðalag án flísfatnaðar og svefnpoka upp að -20. Það er þrekvirki að reisa vísindabúðir í 1000 metra hæð en á þessum árum var mjög kalt á Íslandi.

Ég skildi bakpoka minn eftir í vísindabúðunum og nýtti mér fagmannlegt handafl Þorvalds og félaga til að skýla honum og létta á mér fyrir toppun eða tindun.

Ég tel að myndirnar hér fyrir neðan sýni steinhleðsluna sem hlaðnar voru fyrir rúmri öld en Þorvaldur Thoroddsen fór í tvo landkönnunarleiðangra um svæðið, 1889 og 1893.

GPS hnit steinhleðslu: (N:64.06.306   W:18.25.349)

Hæð steinhleðslu: 1.016 metrar

Mannviki á Sveinstindi

Steinhleðsla, líklega eftir Þorvald Thoroddsen og félaga. Grænifjallgarður í bakgrunn.

Steinhleðsla Þorvalds Thoroddsen

Snjór enn á tindinum og ferðamenn á leiðinni. Steinhleðslan sést við enda snjóskaflsins. Víkurskarð liggur frá veginum F235 vestan Hrútabjarga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 226624

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband