6.8.2013 | 00:07
Fagralón
Fagralón er eitt af a.m.k. níu lónum í Fögrufjöllum við Langasjó. Fagralón er við Sveinstind og hefur margoft verið myndað með tindinum.
Fögrufjöll eru tvöfaldur, örmjór fjallgarður, alsettur hnjúkum. Milli þeirra hafa lón víða orðið innlyksa. Fögrufjöll nær algróin til að sjá, klædd mosa og háplönum á stangli. Stingur það í stúf við auðnina norðvestur af Laka.
Til er skemmtileg gönguleið frá Sveinstindi umhverfis lónið eftir hryggjum og ströndinni. Einnig er hægt að ganga frá veiðihúsinu við Langasjó, meðfram ströndinni. Fara upp stíg upp einn hrygginn eftir augljósri slóð og þá blasir vestari endi lónsins við. Halda áfram í austur en á smá kafla er laus skriða. Þegar hún er yfirstigin birtist svartur lágreistur háls, Þröskuldur kallast hann. Hægt er að fara vogskorna ströndina til baka. Tekur hringferð þessi tvo og hálfan tíma til þrjá.
Eyjarnar í Langasjó njóta sín vel í þessari gönguferð. Gengið er meðfram vatnsendanum og lítur slóðin ekki vel út í fjarlægð en þegar á hólminn er komið þá er gangan einföld og hættulaus.
Sé haldið áfram yfir í næsta lón, þá er skemmtilegt örnefni á leiðinni, Tanngarður en sagan segir að leitarmaður einn hafi týnt tönnum sínum þar og ekki hefur hann enn fundist. Það eru mörg örnefni í þessum dúr þarna en landið er svo ósnortið nema af göngumönnum. Fæst af örnefnunum eru skráð og sum verða eflaust ekki samþykkt.
Rúmlega 5 km löng ganga önnur leiðin. Hringurinn er um 10 km, stikuð að hluta frá Sveinstind.
GPS: Eystri endi Fagralóns: N:64.08.067, W:18.21.210 (704 m)
Glæsilegt göngukort er á leiðinni að Sveinstindi við Langasjó. Leiðin vel merkt og vegprestar benda á helstu örnefni.
Dökkur þröskuldur í Fögrufjöllum framundan og tengist Langanesi. Eystri endi Fagralóns í fjarska og Fagralón til hægri umvafið fjallafegurð.
Göngumenn við eystri enda Fagralóns með Sveinstind í bakgrunn. Vegalengdin að tindinum er um 5 km.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Umhverfismál | Breytt 7.8.2013 kl. 15:06 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233606
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.