Húsmúli (440 m)

Húsmúli er dyngja sem allir sjá á leið yfir Hellisheiði en fæstir vita um af því að múlinn fellur svo vel inn í umhverfið. Húsmúli er fell sem gengur suðvestur úr Henglinum og er í raun helmingur af fornri dyngju. Á kortum lítur Húsmúli út eins og skel á hvolfi.

Ekið eftir Suðurlandsvegi og beygt við Stóra-Reykjafell að virkjanasvæðinu. Farið frá innsta skála við Sleggjubeinsskarð að Þjófagili og því fylgt upp á Húsmúla. Í bakaleiðinni var komið við hjá Draugatjörn.

Eftir rúmlega háltíma göngu upp Þjófagil var komið upp á topp Húsmúla. Þaðan sást vel yfir dyngjuna. Gengin var hringur og eftir 5 km göngu komum við niður af múlanum að Draugatjörn.  Við rústir sæluhússins var nestið tekið upp.

Draugatjörn og Húsmúlarétt  er ein merkilegustu kennileiti á þessu svæði. Hin forna þjóðleið yfir Hellisheiði lá hér um og í árdaga var hér sæluhús sem var mjög reimt í. Sökum reimleika var sæluhúsið síðar flutt að Kolviðarhól árið 1844.

Ágætis sýn yfir Svínahraun og Hellisheiðarfjöll. Má nefna Skarðasmýrarfjall, Stóra-Sandfell, Geitafell, Lambafell, Blákoll og Vífilsfell. Einnig rafmagnslínur sem skera hraunið. 

Húsmúli

 Útivistarrækin á toppi Húsmúla. Slegga til vinstri og hið orkumikla Stóra-Reykjafell til hægri.

 

Dagsetning: 3. júlí 2013 
Hæð Húsmúla: 440 m 
GPS hnit á kolli Húsmúla: (N:64.03.371 - W:21.22.647)

Lægsta gönguhæð: 265 metrar við Draugatjörn (N:64.03.020 - W:21.24.621)
Hæð í göngubyrjun:  315 metrar (N:64.02.898 - W:21.22.394) við Sleggjubeinsskarð
Hækkun: 125 metrar          
Uppgöngutími: 35 mín (19:15 - 19:50) – 900 loftlína
Heildargöngutími: 155 mínútur (19:15 - 21:50)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd:  8 km 
Veður kl. 21 Hellisheiði: Skýjað, SSA 4 m/s,  7,0 °C. Raki 78%
Þátttakendur: Útivistarræktin, 69 manns á 24 bílum.
GSM samband:  Já, gott.


Gönguleiðalýsing
: Lagt frá  innsta skála við Sleggjubeinsskarð að Þjófagili og því fylgt upp á Húsmúla. Þægileg  ganga á dyngjunni enda vel stikuð. Tilkomulítill múli með þjóðleiðir á aðra hönd og orkubú á hina. Hljóðmengun, sjónmengun og brennisteinsmengun á gönguleiðinni.

Heimildir:

Húsmúli  - http://www.centrum.is/~ate/husmuli.htm

OR -  http://www.or.is/sites/default/files/velkomin_a_hengilssvaedid_gonguleidir.pdf

Toppatrítl - http://www.toppatritl.org/ganga20100505.htm

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband