Hvalaskoðun 1993

Hvalurinn – hvílíkt tákn! Hann er eina spendýrið sem rúmast ekki innan mannlegrar lögsögu – eina spendýrið sem við getum ekki haft í dýragarði. Hann er dýrið sem svamlar um heiminn eftir sínum risabrautum og hefur samskipti við frændur og frænkur með sínu heimullegu hljóðum og hann á ekki neitt undir mönnunum; hann er frjáls; hann er náttúran sem hefur gildi í sjálfri sér; hann er fagurt sköpunarverk, tröllaukinn leyndardómur, hann er fjarlægur og ræður því sjálfur hvenær hvernig hann birtist, og hann hlýtur að vita eitthvað sem við vitum ekki … [Guðmundur Andri Thorsson, 2006]

Nú berast fregnir að því að langreyður sem er í útrýmingarhættu og veiddur á Íslandi er notaður í gæludýrafóður í Japan. 

Aðgerðasinnar á vefsíðunni Avaaz.org eru að safna undirskriftum og þegar milljón verður náð ætla þeir að senda forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte listann og biðja um banna flutning hvalkjöts í gegnum hollenskar hafnir.

„Langreyðar eru töfrandi skepnur. En eftir nokkra daga mun yfir 180 af þessum skepnum í útrýmingarhættu verða slátrað af einum auðjöfri og félögum hans, sem eiga það sumaráhugamál að skutla þá, búta þá niður og að senda þá til Japans í gegnum Holland - til þess eins að búa til hundamat!“

Rifjast þá upp fyrir mér hvalaskoðunarferð sem ég fór í fyrir 20 árum og sannaðist það sem ritað er hér í byrjun.

Fyrir 20 árum fór hópur danskra fuglaáhugamanna í hvalaskoðunarferð frá Höfn með Jöklaferðum. Eitt af afsprengjum Jöklaferða voru hvalaskoðunarferðir en þar vann fyrirtækið algert brautryðjendastarf. Ég fór óvænt í mína fyrstu hvalaskoðunarferð með Sigurði Ólafssyni SF 44 með danskan hóp í júlí sumarið 1993 og er sú ferð mér ógleymanleg. Hópurinn samanstóð af 24 fuglaáhugamönnum og höfðu þeir frétt af því að hægt væri að komast í hvalaskoðunarferð frá Hornafirði. Áhöfnin á Sigurði Ólafssyni var tilbúin að fara í ferðina þótt humarvertíð stæði yfir. Það hafði sést til hnúfubaka við Hrollaugseyjar og voru skipstjórar á öðrum bátum fúsir að veita upplýsingar. Síðar á árinu fóru fjórir hópar frá Discover The World í hvalaskoðunarferðir og heildarfjöldi 1993 var 150 manns. Hornafjörður var höfuðborg hvalaskoðunar á Íslandi á þessum árum.

Á síðasta ári fóru 175.000 manns í hvalaskoðun á Íslandi en enginn frá Höfn. Svona geta hlutirnir breyst og vaxið hratt.

Hnúfubakar eru í útrýmingarhættu en stofninn hefur vaxið. Norður-Atlantshafsstofninn talinn vera á bilinu 12.000 til 14.000 dýr.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=194840&pageId=2615022&lang=is&q=Ari 

DV júlí 1993

Frétt í ferðablaði DV 21. júlí 1993.

Greinar á horn.is um hvalaskoðun frá Hornafirði

http://web.archive.org/web/20030826144551/http://horn.is/pistill.php?ID=60

http://web.archive.org/web/20030826144702/http://horn.is/pistill.php?ID=62


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband