Hvítserkur (15 m)

Skrímslið úr hafinu, er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Hvítserkur birtist frá fjörubrúninni. En skrímslið með risaeðluútlitið sést ekki frá veginum enda er skammt frá landi út og níður frá Ósum á Vatnsnesi.

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur, þunn basaltsbrík, í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.  Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Kletturinn er 15 metra hár. Hægt er að labba niður í fjöruna og skoða klettinn enn nánar, skemmtileg fjöruferð fyrir börnin.

Brimrofið hefur gatað helluna, þannig að hún hefur yfirbragð steinrunninnar ófreskju. Undirstöður drangsins hafa verið styrktar með steinsteypu.

Nokkrar fuglategundir verpa í þverhnípinu og neðan þess, einkum fýll og heimildir segja að skarfur sé algengur en ekki sást neinn í leiðangrinum. 

Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Einnig er til fjall (771 m) milli Húsavíkur og Borgarfjarðar eystri í Norður-Múlasýslu og foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði.

Dagsetning: 18. júlí 2012
Hæð Hvítserks í fjöruborði: 15 m    
GPS Hvítserkur:  N: 65°35′46″  V: 20°37′55″ 
Erfiðleikastig: 1 skór
Göngutími: 10 mínútur
Þátttakendur: Fjölskylduferð, þrír meðlimir
Veðurlýsing, Blönduós kl. 15:00: NNV 3 m/s, skýjað, 12,1 °C hiti, raki 86 %
GSM samband: Já

Gönguleiðalýsing
: Lagt er upp í göngu frá bílastæði að útsýnispalli. Þaðan er farið niður varasaman slóða niður í fjöru. Við vorum heppinn að hitta á fjöru. Mæli með ferð fyrir Vatnsnes. Aldrei að vita nema maður rekist á ísbirni.

 

 

Stuttmynd um lífið í Hvítserk. Við hittum á lágfjöru og fýlsunga. Það er góð tímasetning.

Hvítserkur

Fýll (Fulmarus glacialis) og fýlsungi í Hvítserki. Lífið er drit og strit.

Hvitserkur Styrktur

Styrktur Hvítserkur. Spurning um hvort grípa eigi inn í gang náttúrunnar. Í Vísi árið 1955 er greint frá söfnun fyrir verkefninu.  Þar segir m.a. "Sjávaraldan hefur smámsaman brotið þrjú göt í klettinn, er hið stærsta nyrzt, en minnsta gatið er syðst. Stendur hann þannigá 4 veikum fótum, því að þykkt klettsins neðst er ekki nema rúmur metri. Hefur klettinum verið líkt við fornaldarófreskju, sem þó riðar til falls, þar sem hafið sverfur án afláts utan úr fótum hans."

Heimildir

Dagblaðið Vísir, 20. maí 1955

Vísindavefurinn: Hvítserkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 226498

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband