Stíflisdalur

Stíflisdalur hýsir Stíflisdalsvatn og samnefndan bæ. Nokkur sumarhús útfrá bænum. Einnig er eyðibýlið Selkot innar í dalnum og var í alfaraleið fyrr á öldum. Kjölur (785 m) er í norðri en var ekki toppaður. Eitt Búrfellanna (783 m) í Bláskógabyggð er skammt hjá. Norðan við þau er Leggjabrjótur og tignarlegar Botnssúlur.

Laxá í Kjös á upptök í Stíflisdalsvatni og Skálafell er tignarlegt í vestri, Hengill í suðri. Mjóavatn er fyrir sunnan Stíflisdalsvatn.

Gekk upp Nónás að Brattafelli meðan aðrir félagar í GJÖRFÍ gengu á skíðum að Mjóavatni. Útsýni stórbrotið og telur maður ljóst af hverju vatnið og dalurinn hefur fengið nafn sitt og göngumaður heldur að hann kunni að lesa landið. Að hraun hafi runnið fyrir mynni dalsins sem er ekki dæmigerður. En hvernig er nafnið Stíflisdalur til komið? Í örnefnalýsingu yfir Selkot stendur einfaldlega að stífli merki stöðuvatn og má jafna því við Vatnsdal.   Þar fór jarðfræðispekin hjá manni.

Hægt er að sjá helstu örnefni á kortasjá Kjósarhrepps og er það til fyrirmyndar.

Dagsetning: 18. febrúar 2012
Þátttakendur: GJÖRFÍ, skíðagönguferð, 9 göngumenn

Stíflisdalsvatn

Upptök Laxár í Kjós. Skálafell (771 m) í vestri og viku síðar var opnað fyrir skíðafólk í fellinu.

Heimild:

Ferlir - Selkot - Kjálká - Selkotsvegur - Selfjall - Selgil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 226399

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband