4.2.2012 | 20:41
Íslandsmót í Hornafjarðarmanna
15. Íslandsmótið í HornafjarðarManna var haldið á veitingastaðnum Höfninni í gærkveldi. Mæting var ágæt, 48 af bestu spilurum landsins mættu til leiks og áttu saman góða kvöldstund. Gaman var að sjá hvað mikið af ungu fólki mætti. Albert Eymundsson og Ásta Ásgeirsdóttir sáu um að mótsstjórn og tókst vel til að venju.
Eftir undankeppni komust 27 efstu spilarar í úrslitakeppni og enduðu svo þrír keppendur í æsispennandi úrslitarimmu sem þurfti að tvíframlengja. Kristján G. Þórðarson stóð upp sem sigurvegari en Þóra Sigurðardóttir hafnaði í öðru. Þorgrímur Guðmundsson hafnaði í bronssætinu en hann hefur oft verið í úrslitakeppnni.
En það er ekki aðal málið að vera að berjast um flest prik og sigurlaunin heldur vera með í góðum félagsskap og spila í merkilegu móti. Heldur rækta félagsauðinn og leggja inn á hann.
Flest bendir til þess að félagsauður hafi áhrif á velferð, hagsæld og heilbrigði einstaklinga og samfélaga. Einnig dregið úr spillingu.
Íslandsmeistarar í Hornafjarðarmanna frá upphafi:
2012 Kristján G. Þórðarson, frá Flúðum (tengdasonur Hvamms í Lóni)
2011 Anna Eymundsdóttir, frá Vallarnesi
2010 Kristín Auður Gunnarsdóttir, Vegamótum
2009 Kjartan Kjartansson, frá Mýrdal
2008 Elín Arnardóttir, frá Hornafirði
2007 Sigurpáll Ingibergsson, frá Hornafirði
2006 Guðjón Þorbjörnsson, frá Hornafirði
2005 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2004 Jón Hilmar Gunnarsson, frá Þinganesi
2003 Þorvaldur B. Hauksson, Hauks Þorvalds
2002 Hjálmar Kristinsson, Hólar í Nesjum
2001 Jónína María Kristjánsdóttir Hvalnes/Djúpavogur
2000 Signý Rafnsdóttir, Miðsker/Þinganes
1999 Þorgrímur Guðmundsson, Vegamótum
1998 Guðrún Valgeirsdóttir, Valgeirsstöðum
Hægt er að sjá myndband af Íslandsmótinu á facebook hjá Hornfirðingafélaginu.
Það er mikill félagsauður falinn í HornafjarðarManna.
Þorgrímur Guðmundsson frá Vegamótum, Kristján G. Þórðarson frá Flúðum (tengdasonur Hvamms í Lóni) hafði sigur eftir bráðabana við Þóru Sigurðardóttur (hans Bebba).
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 233668
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.