4.7.2011 | 22:58
Brunnfell (517 m)
Vefurinn peakery.com segir Brunnfell í Bárðardal vera 464 metra hátt og 1.245 hæsta fjall landsins. Taka ber þessum tölum með miklum fyrirvara.
Á annan í Hvítasunnu var gengin átthagaferð frá Lundarbrekku og stefnan tekin á Brunnfell. Þaðan gengið vestan megin Brunnvatns til baka. Veður var frekar óhagstætt fyrir útsýnisgöngu, úrkoma og þoka enda versta vor síðan 1983 á norðausturlandi. Síðar átti eftir að koma í ljós að kaldasti júní síðan 1952 var upp runninn.
Bárðardalur er með lengstu byggðadölum landsins, 45 km. Fremur þröngur en grunnur. Vesturfjöllin blágrýtisfjöll hæst 750 m, en austan ávöl heiði, Fljótsheiði, hæst 528 m.
Eftir dalbotninum hefur runnið hraun, kvísl úr Ódáðahrauni og fellur Skjálfandafljót í því. Bárðardalur hefur orðið til við sig, þegar blágrýtishella landsins brast. Tveir glæsilegir fossar eru í dalnum, Aldeyjarfoss er efst en Goðafoss neðst.
Annað fell, Kálfborgarárfell (528 m) hæsti punktur Fljótsheiðar, er austan við Brunnfell og handan þess er Kálfborgarárvatn. Nafnið er komið
Dagsetning: 13. júní 2011
Hæð: Brunnfell, 517 metrar
Hæð í göngubyrjun: Lundarbrekka, 241 m. (N: 65.27.494 - W: 17.23.630)
Hækkun: 276 metrar
Heildargöngutími: 120 mínútur (9:00 - 11:00)
Erfiðleikastig: 1 skór
Þátttakendur: Skál(m), norðurlandsdeild, 5 þátttakendur
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Brunnfellið er hrjóstrugt og stamt undir fót.
Facebook staða:
frábær ganga upp frá Lundarbrekku, Vallmór, Dalirnir, Gildrumelur, Urðarfótur, Klappadalir og Klappadalaklauf, Brunnfell, Fagrahlíð og Fögruhlíðabörð, Brunnvatn, Klofvarða o. fl. rifjað upp á góðri en votri göngu í morgun, takk fyrir skemmtilega göngu ferðafélagar!
Við skafl á Brunnfelli, 13. júní. Skaflinn er skreyttur ösku úr Grímsvatnagosi sem hófst 21. maí.
Heimildir:
Landið þitt Ísland, Örn og Örlygur1980-1984
Vegahandbókin, Örn og Örlygur 1996
http://www.vatnajokull.com/Drangajokull/Sumar2002.htm
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt 5.7.2011 kl. 15:20 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.