Enski boltinn rúllar af stað í dag

Stór dagur fyrir knattspyrnuáhugamenn. Enski boltinn byrjar að rúlla í dag en með nýju kvótakerfi í leikmannamálum sem býður upp á sukk. Enskir meðal knattspyrnuguttar munu fara á milli félaga fyrir háar upphæðir til að fylla kvóta. Lausnin hjá Englendingum til að bæta enska landsliðið og auka gæði enskra leikmanna er að mennta   þjálfara í grasrótinni en það hafa Spánverjar og Frakkar gert með einstökum árangri.

Einnig verður knattspyrnuforystan að taka til sín í rekstri knattspyrnufélaga. Bilið á milli stóru og ríku félagana og þeirra litlu og fátæku er sífellt að breikka. Móta þarf reglur um tekjur félagana og geta knattspyrnuforkólfar horft til NBA í Bandaríkjunum, föðurlandi kapítalismans og lært af þeim en þar er ýmislegt gert til að jafna stöðu liðanna svo íþróttin verði spennandi fyrir alla.

Vonandi verður enski boltinn spennandi í vetur. Fínt að fá sex lið í meistarabaráttuna, Arsenal, Chelsea, Manchester City og United, Liverpool og Everton. Einnig er æskilegt að fá jafna baráttu á botninum.

Á morgun verður stórleikur á Anfield Road.  Liverpool og Arsenal  leiða saman hesta sína. Það er fínt að fá Liverpool á undirbúningstímanum. Við sigruðum á síðasta tímabili, 1-2 með góðu marki frá Arshavin og sjálfsmarki Johnson. Vona ég að sagan endurtaki sig og að Rússinn knái hrelli The Kop. Til vara er krafan um jafntefli sett fram.

Ég vona að ég komist upp á topp Öræfajökuls á Hvannadalshnjúk næsta vor en  meðan fæturnir bera mig mun ég fagna hverjum meistaratitli Arsenal með flöggun á þaki Íslands.

Hér er mynd sem sýnir fánahyllingu árið 2004. En það ár vann Arsenal deildina án þess að tapa leik. Síðan hófst vinna við að byggja upp nýtt sigurlið og vonandi sér fyrir endann þá þeirri vinnu í vor.

 Meistarahylling á Hvannadalshnjúk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 226506

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband