Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst með 4-0 sigri á Barnet

Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst í dag á Underhill leikvanginum á hefðbundnum opnunarleik við Barnet. Varalið Arsenal spilar heimaleiki sína á leikvellinum. Barnet spilar í 2. deild eða D-deild.  Arsenal spilaði í nýju búningunum. Hinum hefðbundna, rauða með hvítu ermunum. Líkar mér það betur. Það var vorbragur á leik liðanna og lítil harka.  Tíu HM-kempur eru í fríi og koma hver á fætur öðrum inn í liðið. Vonandi verður búið að fínstilla það fyrir fyrsta leik í úrvalsdeildinni við Liverpool eftir mánuð.

Koscielny Mikla athygli vakti að markvörðurinn Almunia var ekki með en hann var í hópnum sem gefin var upp fyrir leik. Nú er spurningin hvort eðlilegar skýringar séu á brotthvarfinu eða hvort nýr markvörður sé á leiðinni.

Nýju leikmennirnir  Marouane Chamakh og Laurent Koscielny voru kynntir til leiks. Þeir skiptu hálfleiknum á milli sín en voru lítt áberandi.

 

Rússinn knái Andrei Arshavin kom Arsenal í forystu á annarri mínútu. Jay Simpson bætti öðru og þriðja við á þeirri 16 og 45. Wilshire var sprækur í fyrri hálfleik og bar upp spilið en margar sóknir komu upp vinstri kantinn þar sem Traore og Arshavin réðu ríkjum.

 

Chamakh

Í síðari hálfleik kom nýtt lið inná, 11 skiptingar og hálfleikurinn daufur. Nasri skoraði fjórða markið á 75. mínútu eftir skelfileg mistök varnarmanns Bees. Walcott átti tvö góð færi sem ekki nýttust.

Það var létt yfir mönnum, ferð til Austurríkis framundan og Emirates Cup. Æfingatímabilið endar svo í Póllandi.

Byrjungarlið Arsenal: Fabianski, Nordtveit, Vermaelen, Koscielny, Traore, Frimpong, Rosicky, Wilshere, Arshavin, Simpson, Emmanuel-Thomas

Seinna lið Arsenal: Wojciech Szczesny, Vito Mannone, Craig Eastmond, Samir Nasri, Conor Henderson, Henri Lansbury, Theo Walcott, Nacer Barazite, Ignasi Miquel, Johan Djourou, Kieran Gibbs og Maroune Chamakh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvern varðar um svoleiðis rugl ??????????

JGG (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 226503

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband