Mígandagróf

Það var glampandi sól og heitt í veðri þegar lagt var í ferð að náttúrufyrirbærinu Mígandagróf sem er í Lönguhlíð. 

Aðkoman að Mígandagróf er bílferð yfir Vatnsskarð. Eftir stuttan spotta er bílum lagt og tölt af stað í gönguna inn Fagradal og upp á Fagradalsmúla. Gangan er 1,5 km að rótum múlans. Síðan er brött og gróin hlíðin kjöguð. Þegar upp er komið sér inn Fagradal og falleg hraunelfa sem runnið hefur fyrir árþúsundi. Minnir hún á hraunið sem rann niður í Hrunagil og Hvannárgil af Fimmvörðuhálsi í vor. 

Eftir rúmlega tveggja tíma göngu í mosavöxnu landslagi í austurátt er komið að Mígandagróf sem lýst hefur verð sem sérstöku náttúrufyrirbæri sem helst má líkja við hringleikahús.

Göngumenn áttu von á meiri náttúrusmíð og voru flestir með Kerið í Grímsnesi sem viðmið. En vissulega er hægt að halda skemmtun þarna. Eflaust eru þetta eftirstöðvar af gömlum eldgíg og hefur vatn runnið niðu í hann og fyllt botninn. Grófin var vatnslaus. Því er hann með skemmtilegan grænan lit.

Þjóðsagan segir að tröllskessan í Kistufelli (Hvirfli) hafi verið á ferð niður háheiðina ofan Lönguhlíðar með stefnu á Kerlingargil að Hvaleyri til að verða sér út um hval. Í myrkri og þoku villtist hún af leið og kom fram á brún hlíðarinnar þar sem nú heitir Mígandagróf. Dvaldi hún þar til þoku létti. Er hún hélt af stað upplifði hún töfra næturkyrrðarinnar, tók hún sig því til og málaði listaverk á nálæga steina.

Einn göngumanna kannaðist vel við náttúrufyrirbærið. Hann fór oft til rjúpnaveiða á árunum 1975 til 1990 og náðist oft í fugl þarna en rjúpur halda yfirleitt hæð og flugu því í hringi og á endanum hafði veiðimaður sigur.

Á heimleið var tekinn góður útsýnishringur meðfram Lönguhlíð og sá vel til Helgafells, Húsfells og höfuðborgarinnar. Einnig sást Keilir bera af öðrum fjöllum í suðri.  Veðrið var frábært allan tíman og 13 gráðu hiti er heim var komið um miðnætti. Falleg byrjun á Jónsmessu.

Dagsetning: 23. júní 2010
Hæð:
492 metrar
Hæð í göngubyrjun: 
168 metrar skammt frá Vatnsskarði.             
Uppgöngutími: 
120 mín (19:10 - 21:10)
Heildargöngutími:
4,0 klst.  (19:10 - 23:10, 3 klst á ferð)
Erfiðleikastig:
2 skór
GPS-hnit gróf: 
63.57.950 - 21.51.333                                                                                                            
Vegalengd: 
10 km (4,2 km bein lína frá bíl að gróf)
Veður kl 21:
14,0 gráður,  3 m/s af NA og bjart, raki 67%
Þátttakendur:
Útivistarræktin, rúmlega  70 manns  - 30 bílar.                                                                     
GSM samband: 
Já - en ekki í lægð við Mígandagróf

Gönguleiðalýsing: Erfiðari ganga en búist var við. Gengið í 1,5 km að  fótum Fagradalsmúla. Þaðan er 200 metra hækkun. Mosi og laust grjót uppi á múlanum. Mígandagróf sést ekki og því er gott að hafa GPS tæki við höndina. Mígandagróf er sérstakt náttúrufyrirbæri sem helst má líkja við hringleikahús.

 Mígandagróf

Heimildir:

Lönguhlíðarvarðarðan: http://ferlir.is/?id=8275

Langahlíð - Mígandagróf: http://ferlir.is/?id=4005

Útivist, útivistarræktin, www.utivist.is

Myndir eftir Arnbjörn Jóhannesson, frá 13. júní 2007

Myndir eftir Ingva Stígsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 233670

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband