Slysið á Fimmvörðuhálsi árið 1970

Í fréttum á Stöð 2 í kvöld var Kristján Már Unnarsson, fréttamaður með áhrifamikla frétt um fólk sem varð úti á Fimmvörðuhálsi árið 1970. Jarðeldarnir sem eru nú helsta fréttaefnið komu upp á sömu slóðum og fólkið varð úti. Fyrir fimm árum var settur upp minningarskjöldur um slysið og er áhrifamikið að koma að honum í gönguferð yfir hálsinn. Hann minnir á hættur íslenskrar náttúru. Einnig á boðskapurinn vel við núna en svæðið er hættulegt og kalt er í veðri.

Nú er spurning um hvort hraun hafi farið yfir minnisvarðann. 

Á minningarskildinum er mynd af Dagmar Kristvinsdóttur (f. 18.1.1949), sjúkraliða á Kleppspítala einnig eru letruð nöfn Elisabeth Brimnes (f. 31.05.1942), handavinnukennara á Kleppsspítala og Ivar Finn Stampe (f. 18.12.1940) Sendiráðsritara Dana.

Slysið 1970

 

"Úr ársskýrslu Landsbjargar 1970"

Það hörmulega slys varð aðfaranótt Hvítasunnudags 17. maí, að tvær ungar stúlkur og þrítugur maður urðu úti á Fimmvörðuhálsi er 11 manna hópur frá Skandinavisk Boldklub ætlaði að ganga frá Skógum undir Eyjafjöllum yfir hálsinn og niður í Þórsmörk. Hópurinn lagði af stað í góðu og björtu veðri frá Skógum, en um miðnætti versnaði veður skyndilega með rigningu og síðan stórhríð, en þá var fólkið statt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Heljarkambi.

Vindurinn var sunnanstæður, þannig að ógerlegt var að snúa við. Sæluhús er efst í skarðinu, en fararsjórinn sem var reyndur ferðamaður lagði ekki í að reyna að ná þangað og hélt undan veðrinu norður yfir hálsinn.

Þau þrjú sem létust, gáfust upp vegna þreytu og kulda, með stuttu millibili.  Þeir sem eftir lifðu, reyndu síðan að brjótast áfram niður í Þórsmörk, en veður fór batnandi. Maður úr hópnum hafði verið sendur á undan til að ná í hjálp. Kom hann niður hjá Básum, en þar beið sá hluti hópsins, er ekki fór í fjallgönguna ásamt bifreiðastjóranum sem skipulagði björgunaraðgerðir, en í öðrum skálum í nágrenninu voru hópar frá FÍ og Farfuglum.

Þeir sem af komust úr leiðangri þessum, voru flestir illa til reika er niður af fjallinu kom. Fram kom hjá björgunarmönnum að fólkið hafði dáið úr kulda, fyrst og fremst vegna þess hversu illa það var klætt. En aldrei er of brýnt fyrir fólki að búa sig í góð skjólföt í fjallaferðir og ef til vandræða horfir að leita skjóls og setjast niður áður en það örmagnast af þreytu og kulda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 226502

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband