12.3.2010 | 21:56
Pub Quiz
Skellti mér í vikulokin á spurnigakeppnina - Drekktu betur. Hann var vel skipaður bjórbekkurinn á Galleri-Bar 46. Spyrill dagsins var blaðamaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé. Var hann með mikla breidd í spurningaflórunni. Allt frá nýliðnum atburðum sem gerðust í morgun og langt fram í aldir.
Meðal keppenda voru þekktir Gettu betur, Útsvarsmenn og ofvitar. Einnig krimma- og spurningahöfundar og áhugafólk um bjór og spurningar.
Okkur Stefáni gekk bærilega, vorum með gott meðalskor og gátum bjórspurninguna, þá átjándu. Hún var um sterkasta bjór í heimi. Spurt var hversu sterkur hann væri? Við félagarnir hittum á laukrétta tölu en skekkjumörk voru gefin og þau rúm.
Kolbeinn spurði 30 spurninga og skrifa keppendur svörin á blað. Tveir keppendur eru í liði. Þegar spurningum lýkur, þá skiptast lið á svarblöðum og gefa fyrir. Hæsta skor var 24 rétt svör og er það stórkostlegur árangur.
Þetta er stórskemmtilegt efni og mikil menning. Ég á örugglega eftir að kíkja þarna oftar í framtíðinni.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 233596
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Drekktu betur byrjaði á sínum tíma á Grandrokk og ég hélt raunar að þar væri þetta enn. Kolli var jú einn af frumkvöðlum þessa að mig minnir. Ég var svo frægur að vera spyrill þar í einhver skipti auk þess að vinna í ein tvö skipti. Það eru þó um fimm ár síðan og ég hef búið úti á landi síðan. Er Grandrokk kannski farið á vit feðranna?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2010 kl. 22:16
Sæll Jón!
Stemmir, þetta var 357. keppnin sem haldin var í gærkveldi. Grandrokk var víst sagt upp leigu um mánðarmótin og því er engin starfsemi á þeim sögufræga stað.
Til lukku með sigrana tvo. Gaman að heyra frá reynslubolta og spyrli.
Sigurpáll Ingibergsson, 13.3.2010 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.