20.2.2010 | 10:55
rafbarbari
Það er húmor í nýja slangurorðinu rafbarbari.
Skilgreiningin á slangurorðinu er á www.slangur.is
tölvuþrjótur, hakkari (e. hacker)
sá sem níðir fólk á netinu
Dæmi: Þessi horngrýtis rafbarbari skildi eftir leiðinda ummæli um skrif mín á netinu.
En nýjustu fréttir af rafbarbörum eru að nýtt Kneber laumunet var að uppgötvast og hefur sýkt 75.000 kerfi. Hefur uppgangur rafbarbarana vakið miklar áhyggjur í kjötheimum. Þrjótarnir hafa einbeitt sér að bönkum og hafa komist yfir fjöldann af persónuskilríkjum, flestum gegnum Facebook.
Laumunet:
Rafbarbarar hafa náð að planta spilliforriti, svokölluðu "Bot" laumuforriti (dregið af Robot) í allstóran hóp heimilistölva grunlausra eigenda og bæta þeim inn í sitt laumunet (Botnet). Þannig búa þeir til net tölva sem þeir geta virkjað allar í einu og notað til illra verka. Með þessar tækni er t.d. stærstur hluti alls ruslpósts sendur út á Netið. Ennfremur eru laumunetin notuð til að safna einkaupplýsingum, svo sem aðgangsupplýsingum að netbönkum og trufla virkni og umferð á Netinu.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.