14.2.2010 | 15:46
Lokum Straumsvík
Það var gaman að heyra í Gísla Hjálmtýssyni í Silfri Egils í hádeginu. Þar fór hann yfir athyglisverða grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í byrjun febrúar, Virkjum ódýrt - lokum Straumsvík.
Þetta er djarft en þarft útspil hjá Gísla svona rétt fyrir fyrirhugaða stækkunarkosningu hjá Alcan. Rökin er góð. Skelfilegt að fá aðeins 2 sent fyrir kílóvattstundina í stað 6-7 senta sem gætu fengist með því að breyta álverinu í miðstöð nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi.
Það er laukrétt sem kom fram í viðtalinu í Silfrinu að virkjun og bygging álvers fyrir nær hálfri öld var nauðsynleg og góð ákvörðun fyrir Ísland en í dag eru stórvirkjanir fyrir álbræðslur stórkostleg tímaskekkja. Það er margt sem álverið í Straumsvík hefur gert gott. Til dæmis frumherjar í gæðamálum og verið í forystu í þeim málum hér á landi.
Ef áform um álver standa. Nýtt álver í Helguvík. Nýtt álver á Bakka og stækkun í Hafnarfirði, þá verður næsta kreppa sem við göngum í gengum álkreppa!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 235893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætlaði að fara að tjá mig um þessa hugmynd sem virðist falla í góðan jarðveg hjá þér og einhverjum fleirum. En mér fallast hendur. Velti fyrir mér hversu neðarlega við þurfum að fara áður en umræðan fer að fjalla um uppbyggingu í stað niðurrifs.
Tryggvi L. Skjaldarson, 15.2.2010 kl. 22:35
Ég skil ekki af hverju Gísli vildi endilega rífa álverið til að byggja eitthvað annað í staðin. Það er nægjanlegt pláss í Straumsvík fyrir alls konar starfssemi og álverið útlokar ekkert. Það er hreinlega gert ráð fyrir því í skipulagi. Gísli ætti að gera eitthvað þarfara en að bulla í beinni og fara með tómar rangfærslur.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.