Allt rafmagn í jörð

Hver á sér fegra föðurland?

En það er hægt að skemma fegurðina það með raflínum. Allt rafmagn í jörð. 

Háspennulínur og möstur hafa í eðli sínu mikil sjónræn áhrif á nágrenni sitt og breyta þar með upplifun fólks á viðkomandi svæði. Þar með breytist ásýnd landslagsins og sýn áhorfandans er jafnvel skert.

Rafmagnslínur fara vonandi niður í jörðina eftir þetta fárviðri. Vonandi lærir Landsnet af þessu en vond veður eins og þetta eiga eftir að koma oftar vegna hamfarahlýnunar.

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK hittir naglann á höfuðið: „Þrátt fyrir að við höfum kannski fengið meiri bilanir hér á árum áður en síðan þá hafa orðið svo miklar breytingar, það er búið að setja stóran hluta dreifikerfisins í jörðu. Við erum komin með 65% að kerfinu hjá okkur í jörð. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig það hefði verið ef við hefðum ekki verið búin að því í þessu veðri.“

Ég tek undir með Agnari Þór Magnússyni bónda á Garðshorni í Hörgárdal á vef RUV: „Þessi orð sem eru að falla hjá ráðamönnum, að við landeigendur megum ekki standa í vegi fyrir línulagningu, við höfum allavega ekki á þessu svæði staðið í vegi fyrir því, við bara töluðum um það strax að það færi hér í gegn ef við fengjum jarðstrengi, segir Agnar Þór.

Hér er ósnortið land, myndir teknar úr gönguferðum á hálendi Íslands. Þess raflína slapp í hamaganginum en mikið væri upplifunin fallegri væri jarðstengur sem flytti orku á milli staða.

Hér er mynd af Skjaldbreið og tignarlegu Hlöðufelli, tekin af Síldarmannagötu í september 2011.

Síldarmannagötur

Rafmagnslína birtist eins og steinrunnið tröll á heiðinni, Sultartangalína kallast hún og sér bræðslunni á Grundartanga fyrir orku.

Hér er upphaf gönguferðar á Klakk (999 m) umvafinn Langjökli.

Þórólfsfell

Þórólfsfell (756 m) og Hlöðufell bakvið til hægri. Tröllsleg Sultartungnalína sem liggur fyrir norðan fellið niður í Hvalfjörð. Staur #163

Að lokum hvet ég Landsnet til að verja spennivirki betur. Verkfræðingar þessa lands hljóta að geta fundið góða lausn. Nóg er víst til af peningum.


mbl.is „Allur okkar mannskapur á fullu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2019

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband