3.6.2008 | 20:23
Útreiðarfélagið Gófaxi
Það var hressandi að hlusta á Bylgjuna í fallega veðrinu í morgun, tólf mínútur fyrir níu. Ég var úr karakter, keyrandi á RAV4 niður að sjónum að Sæbraut. Þá heyrist skyndilega í Bjössa Jóns, einn meðlima Útreiðafélagsins Glófaxa frá Hornafirði í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Þetta var hið skemmtilegasta viðtal og endaði með hörku rokklagi en þeir Glófaxamenn eru að gefa út geisladisk.
Hér er tengill í viðtalið hressilega. - http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=35082
"Þetta er stór félagsskapur, við erum fjórir"!
Maður verður að eignast þennan disk.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 11:31
Lifi ísbjörninn
Nú vantar alveg almennilegan dýragarð hér á Íslandi. Auðvitað á að reyna allt til að ná dýrinu lifandi. Ef við getum ekki hýst það, þá á bara einfaldlega að senda það heim til sín aftur. Þó það kosti eina ríkustu þjóð veraldar nokkrar krónur, þá er fordæmið gott. Bera virðingu fyrir náttúrinni.
Þessi atburður leiðir hugann að hugarflugi sem ég átti eitt sinn en ég var undir miklum áhrifum af gróillum í Loro Park á Tenerife. Þar voru fimm karlgórillur í góðu búri en þær eru í útrýmingarhættu. Aðeins til um 700 stykki í þessum hættulega heimi. Því kom hugmyndin upp um ísbjarnarbúgarð í ríki Vatnajökuls. Ein pælingin var að senda birnina á jökul á veturna. Þessi ísbjarnadýragarður gæti trekkt að ferðamenn og ekki yrði hann óvinsæll ef nýr húnn kæmi undir. Knútur litli dró að sér milljónir manna í Þýskalandi.
![]() |
Lögregla á slóðum ísbjarnarins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 3. júní 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 236931
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar