25.6.2008 | 20:42
Video Lock Error
Þetta er nú ekki góð frammistaða hjá RÚV. Sífelldar truflanir sendingum frá gerfihnettinum. Villumeldingin "Video Lock Error" kom allt of oft. Hvar eru varaleiðirnar?
Einnig má spyrja hví spekingarnir hafi ekki nettengingu. Það er hægt að uppfræða menn um stöðuna, t.d. með því að skoða mbl.is
En Þjóðverjar seigir. Innbyrða sigur án þess að spila með glans og felldu baráttuglaða Tyrki á eigin bragði, með marki í blálokin.
![]() |
Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.6.2008 | 00:23
Aðeins 2 mínútur með forystu
Þeir eru alveg stórmagnaðir Tyrkirnir. Ekki var þeim spáð góðu gengi á EM en þeir hafa sýnt gríðarlega baráttu og unnið Evrópubúa á sitt band.
Það er athyglisvert og hreint út sagt ótrúlegt að lið Tyrklands sé að spila í undanúrslitum á EM og aðeins búnir að hafa forystu í 2 mínútur í leikjunum fjórum. Aðeins tvær mínútur af 390 mínútum.
Fyrsti leikurinn við Portúgal tapaðist 0-2.
Annar leikurinn, var við Sviss og vannst 2-1 sigur en þá skoraði Arda Turan mark í blálokin, eða á 90+2 mínútu.
Nihat Kahveci sá svo um að slá Tékkana út með glæsimarki á 89. mínútu í 3-2 sigri.
Þriðja hetjan, Semih Serturk skoraði svo magnaðasta mark EM á 30+2 í viðbótartíma.
Sem sagt, uppsöfnuð forysta í tvær mínútur. Alveg magnað.
Hvernig fer svo laskað lið Tyrkjana út úr leiknum við Þjóðverja? Tja, ég er hræddur um að ævintýrið sé á enda runnið og öll kraftaverkin búin eða hvað? Hefur Tyrkneska þjóðin taugar í fleiri leiki?
![]() |
Tyrkir með þrettán útispilara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 25. júní 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 236931
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar