Færsluflokkur: Enski boltinn
28.4.2007 | 12:03
Alan Ball (1945-2007)
Þegar ég hóf að styðja Arsenal spilaði Alan Ball fyrir liðið. Hann var þá dýrasti leikmaður Englands. Ekki gat maður fylgst vel með boltanum á þessum árum. Leikur dagsins var á laugardögum í svarthvítu sjónvarpi og vikugamall. Bjarni Felixsson var að stíga sín fyrstu spor.
Ég náði að sjá hetjuna í lit með eigin augum á breskri grundu. En búningurinn hafði örlítið breyst, orðin röndóttur.
Ungliðar Sindra frá Hornafirði fóru í æfingabúðir til Skotlands árið 1977 og fengum við að fylgjast með TENNENT CALEDONIAN CUP. Þar spiluðu fjögur lið: WBA, Southampton, St. Mirren og Ranges á Ibrox Stadium.
Alan Ball var leikmaður Southampton og helsta stjarna mótsins. Ég man eftir einu atviki úr einum leik Southampton við Rangers. Þá náði Alan Ball boltanum og sendi út á kant. Fín sending en enginn vængmaður nálægur. Skoskir stuðningsmenn Rangers föngðu þessu mjög. Mér fannst þetta hinsvegar hin mezta ókurteisi. Alan Ball minnti mig alltaf á Skotan Gordon Strackan.
Þegar ég lærði ensku, og kominn að orðinu ball fannst mér nafnið á Alan Ball kúl. Að vera knattspyrnumaður og heita Alan Bolti! Það er ekki hægt að bera tignalegra nafn.
Það er vel við hæfi að minnast eldhugans fyrir alla leiki dagsins í dag í Englandi.
Blessuð sé minning leikmanns númer 8, Alan Ball.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 12:27
St Totteringham's day
Arsenal mun jafna leikinn svo hægt sé að halda St Totteringham's day hátíðlegan í dag. En stuðningsmenn Arsenal halda hann hátíðlegan. Það er sá dagur er Tottenham getur ekki náð Arsenal að stigum, stærðfræðilega.
Kíkjum á St Totteringham's day síðustu tólf ára.
1995/96 05.05 - 38. umferð1996/97 05.04 - 33. umferð
1997/98 28.03 - 29. umferð
1998/99 06.04 - 32. umferð
1999/00 16.04 - 32. umferð
2000/01 17.04 - 33. umferð
2001/02 18.03 - 30. umferð
2002/03 24.03 - 31. umferð
2003/04 13.03 - 28. umferð
2004/05 02.04 - 31. umferð
2005/06 07.05 - 38. umferð
2006/07 21.04 - 35. umferð?
Staðan í dag fyrir 35. umferð:
5. Arsenal 34 57:31 62
..
8. Spurs.. 33 47:48 49
Vinni Spurs alla leiki sína geta þeir náð í 64 stig.
Endi leikar jafnt í dag, þá ná þeir aðeins 62 stigum og Arsenal komið með 63.
![]() |
Tottenham jafnaði gegn Arsenal á síðustu stundu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2007 | 23:41
Chel$ky gegn Spurs - dularfulla rútuhvarfið.
Um páskana verða spilaðar tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti leikurinn á laugardag verður viðureign Chel$ky og Spurs. Rifjaðist upp fyrir mér leikur þessara liða fyrir tæpum 17 árum.
Þegar Íslendingar héldu upp á fullveldisdaginn árið 1990, hélt ég á Brúnna til að horfa á leik Chelsea og Tottenham. Ég var í minni fyrstu vísiteringu á knattleiki í London. Daginn eftir var farið á stórleik Arsenal og Liverpool á Highbury.
Við stóðum í "The Shed", bláu stúkunni sem var nokkuð langt frá vellinum því hlaupabraut var á milli. Stúkunni breytt árið 1994 og færðust áhorfendur nær grasinu. Mér er minnistæð ein blá súla sem stóð fyrir miðri stúkunni og hélt uppi þakinu en eyðilagði mikið útsýni.
Chelsea var í barsli á þessum árum, voru á ferð milli deilda en Tottenham var erkióvinur Arsenal. Mér er mjög minnisstætt er ég hitti harða stuðningsmenn eftir sigurleikinn við Liverpool (3-0) og góður möguleiki á að vinna deildina. Ég spurði gáfulega hvernig þeim litist á framhaldið. Þá svöruðu þeir: "Alveg sama um deildina, bara að við töpum ekki fyrir Tottenham." Svona var forgangsröðin! Því var öllum göldrum beitt geng Spurs.
Það merkilega sem gerðist eftir þennan leik var að Tottenham lenti í 16 ára álögum í viðureignum gegn Chelsea. Þeir unnu ekki leik í deildinni fyrr en í nóvember síðstliðinn. Alls spiluðu liðin 31 leik eftir heimsókn okkar og vann Chelsea 20 leiki og gerði 11 jafntefli.
Skondið atvik henti leikmenn Totteham sem gæti skýrt hluta að óförunum. Leikurinn á Brúnni hófst ekki á réttum tíma og vallarvörðurinn tilkynnti að leikurinn myndi tefjast um nokkrar mínútur. Kom síðar í ljós að lögreglan hafði gert rútu Spursmanna upptæka.
Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. desember var skrifað um leikinn og dularfulla rútuhvarfið.
Tottenham tapaði fyrir Chelsea, 2:3, og leikurinn hófst tólf mínútum of seint eftir að rúta Tottenham var degin í burtu af lögreglunni. Þegar leikmenn liðsins komu út af hóteli sínu og ætluðu að leggja af stað á völlinn kom í ljós að rútan var farin. "Ég hélt að þetta væri falin myndavél," sagði Terry Venables framkvæmdastjóri Tottenham. Í ljós kom að rútan hindraði umferð og fimmtán milljón punda lið Tottenham mætti til leiks í jakkafötunum. Kerry Dixon gerði fyrsta mark Chelsea og John Blumstead bætti öðru við fyrir leikhlé. Gascoigne minnkaði muninn en Gordon Durie gerði þriðja mark Chelsea. Til að bæta gráu ofaní svart skaut Gary lineker yfir úr vítaspyrnu en náði að bæta fyrir það með marki á lokamínútunum.
Í enskum fjölmiðlum var að sjálfsögðu fjallað um horfnu rútuna og fyldi það sögunni að rútubílstjórinn hjá Tottenham væri að leita að annari vinnu!
Fyrir þá sem eru vel lesnir í enska boltanum, þá eru þetta öngvir smákarlar í Tottenham liðinu.
Hvernig fer svo leikurinn á laugardaginn, ég spái sigri hjá Chelsea.
Látum svo álagaleikina fylgja hér með:
Chelsea 2-1 Tottenham Hotspur 11-03-2006
Tottenham Hotspur 0-2 Chelsea 27-08-2005
Tottenham Hotspur 0-2 Chelsea 15-01-2005
Chelsea 0-0 Tottenham Hotspur 19-09-2004
Tottenham Hotspur 0-1 Chelsea 03-04-2004
Chelsea 4-2 Tottenham Hotspur 13-09-2003
Chelsea 1-1 Tottenham Hotspur 01-02-2003
Tottenham Hotspur 0-0 Chelsea 03-11-2002
Chelsea 4-0 Tottenham Hotspur 13-03-2002
Tottenham Hotspur 2-3 Chelsea 16-09-2001
Tottenham Hotspur 0-3 Chelsea 17-04-2001
Chelsea 3-0 Tottenham Hotspur 28-10-2000
Tottenham Hotspur 0-1 Chelsea 05-02-2000
Chelsea 1-0 Tottenham Hotspur 12-01-2000
Tottenham Hotspur 2-2 Chelsea 10-05-1999
Chelsea 2-0 Tottenham Hotspur 19-12-1998
Chelsea 2-0 Tottenham Hotspur 11-04-1998
Tottenham Hotspur 1-6 Chelsea 06-12-1997
Tottenham Hotspur 1-2 Chelsea 01-02-1997
Chelsea 3-1 Tottenham Hotspur 26-10-1996
Tottenham Hotspur 1-1 Chelsea 27-04-1996
Chelsea 0-0 Tottenham Hotspur 25-11-1995
Chelsea 1-1 Tottenham Hotspur 11-02-1995
Tottenham Hotspur 0-0 Chelsea 23-11-1994
Chelsea 4-3 Tottenham Hotspur 27-02-1994
Tottenham Hotspur 1-1 Chelsea 01-09-1993
Chelsea 1-1 Tottenham Hotspur 20-03-1993
Tottenham Hotspur 1-2 Chelsea 05-12-1992
Chelsea 2-0 Tottenham Hotspur 11-01-1992
Tottenham Hotspur 1-3 Chelsea 24-08-1991
Tottenham Hotspur 1-1 Chelsea 02-03-1991
Chelsea 3-2 Tottenham Hotspur 01-12-1990
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 11:56
Skjóttu á úrslitin - fer ég á leik í maí?
Ég hef gaman að því að spá. Ég hef gaman að því að skjóta á úrslit. Sérstaklega í enska boltanum. Á vefnum enski.is er keppni í gangi, Skjóttu á úrslitin í enska boltanum. Stigahæsti þátttakandi hlýtur ferð á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði mbl.is og Iceland Express í maí.
Ég hef verið farsæll og í toppbaráttunni. Svona er staðan á toppnum en það er stutt í 15. sæti. Ég væri efstur ef ég héti Ari!
Allt tímabilið | ||
1. | jóhann álfþórsson | 46 |
2. | Líney Rakel Jónsdóttir | 46 |
3. | Sigurpáll Ingibergsson | 46 |
4. | Anna Sigríður Hjaltadóttir | 45 |
5. | Arnbjörn Eiríksson | 45 |
6. | Dagný Lóa | 44 |
7. | Einar Birgisson | 44 |
8. | Guðjón Viðar Guðjónsson | 44 |
9. | Halldór Hallgrímsson | 44 |
10. | haraldur helgason | 44 |
11. | Margrét Hjálmarsdóttir | 44 |
12. | Matthías Harðarson | 44 |
13. | Sigurður Hreinsson | 44 |
14. | Styrmir Hansson | 44 |
15. | Þórólfur Jóhannesson | 44 |
7.3.2007 | 22:44
Framtíðin er rauð og hvít.
Framtíðin er rauð og hvít.
Arsenal fékk Emirates Stadium leikvöllin á þessu tímabili.
Dollurnar koma í kjölfarið.
![]() |
PSV sló Arsenal út úr Meistaradeild Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2007 | 09:42
Steinn úr glerhúsi
Portúgalinn Mourinho og ChelSky liðið hefði ekki unnið Carling-cup ef dómaraliðið hefði ekki gert mistök. Fyrra mark Drogba var klárlega rangstöðumark. Hinir svartklæddur voru ósamkvæmir sjálfum sér í dómum. Það þarf að taka tæknina í notkun og minnka völd dómarana.
![]() |
Mourinho gagnrýnir Arsenal og Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2007 | 18:52
Silfur í Carling cup
Wenger hefur rýnt í vinnuskýrslur leikmanna Arsenal eins og ég gerði. Byrjunarliðið var nærri eins og ég hafði reiknað út. Eina breytingin var að hinn harðhenti Adebayor hóf setu á bekknum en Vieira, nei Diaby meina ég, hóf störf á miðjunni. Við Wenger huxum mjög svipað, hver skyldi taka við af Wenger?
Arsenal-æskan spilaði frábæran bolta í byrjun úrslitaleiks og eftir nokkrar góðar sóknur uppskar Arsenal gott mark. Hinn vinsæli ungliði Theo Walcott tímasetti sitt fyrsta mark fyrir félagið með stæl. Hann náði boltanum og byggði góða sókn. Fékk að lokum stungu frá Vieira, nei Diaby meina ég og skorðaði glæsilegt Henry-Owen mark.
Átta mínútum síðar jafnaði leikmaður ársins, Drogba fyrir hið illa rekna lið Chel$ky. Línuvörðurinn hefði mátt dæma rangstöðu á kappann en Fílabeinsstrendingurinn var svalur og jafnaði. Almunia sem var einn 70,073 áhorfenda náði ekki að snerta boltann í fyrsta sinn í leiknum.
Ungliðar Arsenal stóðu sig vel í byrjun fyrri síðari hálfleiks og áttu nokkur færi en Tékkinn Petr Cech sem var mun heitari en Almunia stóð sig vel.
Á 58. mínútu kom óvænt flétta í leikritið. Hinn eitilharði leikmaður og kapteinn Chel$ky John Terry steinrotaðist í vítateig Skyttnanna. Terry teygir sig á eftir hverjum einasta bolta og uppsker oft mark fékk slæmt rotspark frá Diaby. Atvik þetta fékk mjög á leikmenn og okkur áhorfendur.
Arsenal er þekkt fyrir að skora á lokamínútunum og voru menn bjartsýnir á að reglan héldi. Þrjár skiptingar voru gerðar en ekki náði lið að styrkjast. Hinn sterki Didier Drogba tók til sinna ráða í teignum á 83. mínútu og gerði út um leikinn sögulega með glæsilegri kollspyrnu. Þegar maðu sér svona snillinga frá Afríku þá sér maður hvað er mikill mannauður í álfunni. Verst hvað hann er illa nýttur.
Lokakaflinn var skrifaður í anda slagsmálamynda. Nígeríumaðurinn Mikel leikmaður Chelsea teikaði fyrirliðann Toure sem tók því illa. Úr því varð heilmikill hasar. Eftir stutt réttarhöld voru þrír leikmenn sendir í sturtu. Afríkumennirnir John Obi Mikel frá Chelsea. Kolo Toure og Adebayor frá Arsenal. Tveir hvítir Evrópumenn fengu gult.
Stuðningsmenn Arsenal geta verið stoltir þú bikar hafi ekki komið í verðlaunaskápinn. Liðið spilaði vel og sýndi af hverju þeir voru í úrslitum.
Knattspyrna snýst um að nýta færin og skora mörk. Knattspyrna snýst um að vinna sigra. Knattspyrna snýst ekki um að spila fallegasta boltann. Chelsea vann Carling-bikarinn en tapaði Terry.
Svo má að lokum spyrja, er þessi litli bikar 8.000 milljón króna virði.
21.2.2007 | 19:30
Lið Arsenal gegn Chelsea í úrslitum Carling cup
Mjög merkilegur úrslitaleikur verður í Cardiff á sunnudag. Þá eigast við ungliðar Arsenal og hinir rándýru leikmenn Chelsea.
Ungliðarnir hafa tryggt Arsenal seðilinn á Þúsaldarleikvanginn og Wenger hefur lofað þeim sem unnu fyrir miðanum að njóta þess. Ég settist því niður og fór yfir vinnuskýrslu ungliðanna og valdi í liðið útfrá því. Myndin hér fyrir neðan sýnir niðurstöðuna. Helzta athygli vekur hve áhorfendabekkurinn er sterkur!
17.2.2007 | 11:19
Fyrstir inn í 8-liða úrslit?
Arsenal var síðasta liðið til vinna sér rétt á þáttöku í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðið sem mezt var skipað ungliðum heimsótti Bolton og hafði 3-1 eftir magnaðan framlengdan leik.
Eftir tvo tíma hefst leikur við Blackburn á Emirates Stadium og vinni Arsenal leikinn verður það fyrsta liðið til að tilkynna þátttöku í 8-liða úrslitum FA-bikarsins.
Arsenal og Blackburn hafa tvívegis glímt í vetur. Merkilegur 6-2 sigur vannst á heimavelli og 0-2 baráttusigur vannst á Ewood Park, en leikmenn Arsenal voru 10 klukkutíma leiks.
Mark Hughes hinn knái stjóri Blackburn sagði eftir þessa leiki. "Góðu fréttirnar eru þær að við þurfum ekki að mæta Arsenal aftur". Hann hefur eflaust ekki tekið bikarinn með í reikninginn.
Frakkinn William Gallas kemur inn í vörnina hjá Arsenal. Það er mikill pardómur af því að hafa þennan fjölhæfa varnarmann í liðinu fyrir öll átökin framundan.
Veilsverjinn Robbie Savage mætir hins vegar ekki í leikinn. Hann er slasaður. Það var heppilegt fyrir hann því eflaust hefði hann fengið slæmar móttökur. Hann er undirförulasti knattspyrnumaður í Úrvalsdeildinni.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar