Færsluflokkur: Enski boltinn
7.9.2007 | 09:24
The Professor - Arsene Wenger
Gleðileg tíðindi að Arsene Wenger skuli vera búinn að skrifa undir þriggja ára samning hjá Arsenal sem gildir til júní 2011. Mín tilfinning var sú að hann myndi skrifa undir og klára uppbyggingastarfið sem hófst eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Barcelona. Það eru fjögur spennandi tímabil framundan.
En fyrir hvað ætli Wenger verði helst minnst í knattspyrnusögunni.
- Umbreytingunni á Arsenal úr "boring, boring Arsenal", í "scoring, scoring Arsenal". Arsenal er eitt af fáum knattspyrnuliðum sem leika skemmtilegan bolta, sóknarbolta.
- Byggja upp sigursælt lið sem vann tvennuna tvisvar, 1998 og 2002.
- Byggja upp ósigrandi lið sem fór ósigrað í gegnum deildina 2003/2004.
- Breyta mataræði og æfingum í íhaldsömum enskum bolta.
- Góða æfingaaðstöðu í Colney, fyrir leikmenn og her nuddara.
- Móta Emirates Stadium, sérstaklega aðstöðu sem snýr að leikmönnum
- Byggja upp nýtt ungt lið frá grunni án þess að kaupa stórstjörnur. Sá fasi er í gangi.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 18:32
Seinheppnir stjórnarmenn Tottenham
Það er alveg makalaust hversu eigendur knattspyrnuliðsins Tottenham hafa getað tekið margar rangar ákvarðanir á síðustu árum. Nýjasta dæmið er að þeir ráku Hollendinginn Martin Jol og ætluðu að fá Spánverjann Juande Ramos frá Sevilla. Þegar Spánverjinn ákvað að halda áfram að vera í sólinni í Sevilla, þá sneru þeir sér aftur að Herra Jol og gáfu honum tækifæri, fjórða sætið í vor eða þú ferð! Þetta heitir snögg U-beygja.
Fréttamenn og sparkspekingar hafa ekkert lært á Tottenham. Margir spáðu þeim í topp fjórum í vetur. Byrjunin bendir á annað. Eftir 2 umferðir voru þeir neðstir með 0 stig. Þoldu ekki álagið ekki frekar en fyrri daginn.
Förum aðeins yfir stjóra Tottenham síðasta áratuginn eða síðan Arsene Wenger tók við Arsenal í september 1996. Það segir mikið um stjórnunarstíl eiganda Spurs en stjórar hafa verið duglegir að koma og fara á White Hart Lane. Alan Sugar og fjárfestingarfyrirtækið ENIC hafa ráðið för liðsins.
Gerry Francis var stjóri Spurs árið 1996 þegar nýja tímatalið hófst hjá Arsenal. Hann var stjóri tímabilið 1994-1997. Svisslendingurinn Christian Gross var 1997-1998, George Graham var 1998-2001, þá keypti ENIC félagið af Alan Sugar og ráku George innan viku og réðu óskabarnið Glenn Hoddle frá Southampton en hann nýttist til ársins 2003. David Pleat kláraði tímabilið 2003-2004. Frakkinn Jacques Santini var frá ágúst til nóvember 2004 og síðan hefur Martin Jol verið við völd. Alls eru þetta sjö stjórar á rúmum áratug ef Gerry Francis er talinn með.
Skrifaði í lok Hundadaga fyrir fjórðu umferð í ensku úrvalsdeildinni. En Hundadagar hafa haft spágildi varðandi veðurfar. Kannski snýst gæfan með Spurs eftir Hundadaga. Hver veit en Arsenal menn hafa ekkert á móti samkeppninni. Því voldugari nágranni, því sterkari verður Arsenal.
17.8.2007 | 16:18
Kapteinn Gallas þrítugur
Í dag, 17. ágúst á William Gallas, nýkrýndur fyrirliði Arsenal þrítugur. Hann fæddist í Asniéres-sur-Seine héraði í Frakklandi. Kominn af innflytjendum frá Guadeloupian sem eyjaklasi í Karabíska hafinu. Annar kappi heldur upp á þrítugs afmæli sitt í Barcelona á sama tíma, hann heitir Thierry Henry.
Það hefur ekki verið neitt smá knattspyrnugot í Frakklandi fyrir akkúrat 30 árum.
Kíkjum aðeins á feril fyrirliðans:
Kemst á samning hjá Caen 1. ágúst 1994, þá að verða 17 ára. Er þar í þrjú ár og gengur til liðs við Marseille. Njósnarar Chelsea finna hann og er hann keyptur fyrir 6,2 milljónir punda í maí 2001. Fyrir tæpu ári síðan kemur hann til Arsenal í skiptum fyrir Ashley Cole.
Gallas hefur spilað 56 landsleiki fyrir Frakkland og skorað tvö mörk.
Ár Félag Leikir (mörk)
1994-1997 Caen 34 (0)
1997-2001 Marseille 111 (5)
2001-2006 Chelsea 179 (15)
2006- Arsenal 22 (3)
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 20:57
Gunners 50 stærstu stundir
Í fríinu sumar hefur vefurinn arsenal.com birt daglega stærstu stundir stórveldisins Arsenal. Fengnir voru spekingarnir Martin Tyler, Alan Smith, Frank McLintock, Tom Watt og sagnfræðingur Arsenal Iain Cook. Þeir settu niður á blað mörg ógleymanleg atvik í sögu klúbbsins. Síðan kusu tíuþúsund stuðningsmenn um röðina.
Kíkjum á tíu bestu stundirnar.
1. 2004, Arsenal spilar 49 úrvalsdeildarleiki í röð án þess að tapa leik.
2. 1989, Mark Michael Thomas í blálokin í lokaleik á Anfield og gerði Arsenal að Englandsmeisturum.
3. 2004, "Ósnertanlegu" vinna meistaratitilinn á White Hart Lane.
4. 1996, Arséne Wenger ráðinn stjóri Arsenal
5. 1971, Arsenal leggur Liverpool að velli á Wembley og vinnur fyrstu tvennuna.
6. 2002, Mark frá Wiltord tryggir meistaratitil og þriðju tvennuna.
7. 2006, Fyrsta enska knattspyrnufélagið til að vinna Real Madrid á Spáni.
8. 2006, Flutningur frá Highbury á Emirates Stadium.
9. 2005, Henry slær markamet Wright í Evrópuleik gegn Sparta Prag.
10. 2003, 1-5 sigur á Inter Milan á San Siro eftir magnaða frammistöðu Henry.
Hægt er að sjá topp 50 listann hér:
Mér líst vel á þennan lista. Ég hef upplifað allar tíu bestu stundirnar. Þó man ég lítið eftir tvennuni 1971 en áhugi minn á Arsenal kviknaði eftir það afrek. Það hefði ekki komið mér á óvart að víxla á tveim efstu sætunum. Að mínu mati er sigurinn góði á Liverpool 1989 toppurinn. Það verður ógleymanlegt kvöld. Ég á trefil þar sem 1-5 sigurinn er greyptur í. Afrek númer 7 finnst mér vera ofarlega á lista. Real Madrid var svo slakt lið á þessum tíma, vængbrotið með Beckham innanborðs.
Ég hef verið mikill aðdándi Herbert Chapman. Nafn hans kemur fyrst fyrir í 18. sæti en þá var hann ráðinn stjóri Arsenal árið 1925. Hann byggði upp stórveldið. Hann tapar á því að þeir sem þekktu vel til hans eru flestir komnir undir græna torfu.
9.8.2007 | 17:29
Spá: Arsenal - Fulham 3 : 1
Ég skrifaði á árum áður upphitanir fyrir leiki Arsenal á vefinn arsenal.is En spjallverjar á arsenal.is hafa haldið áfram að skrifa og er mjög góð upphitun eftir SBrG á spjallvefnum. Það var ávallt gaman að skoða söguna síðan Arsene Wenger tók við liðinu í september 1996. Það var alltaf einhver formúla fyrir öllu. Oft mynduðust raðir, t.d. skora mörk í hverjum leik eða tapa ekki leik eitt keppnistímabil. Einnig var oft hægt að finna út markaskora út frá sögunni. Í tilefni að því að enski boltinn er að hefjast um helgina þá ætla ég að rifja upp gamla takta.
Loksins, loksins. Enski boltinn er byrjaður að rúlla. Á sunnudaginn verður opnunarleikurinn á tímabilinu 2007/2008 á Emirates Stadium og fáum nágrannana frá Fulham í heimsókn. Það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn í byrjun móts. Tveir titlar í húsi, Emirates Cup og Amsterdam Cup. Svo eru leikmenn farnir að þekkja búningsklefana á Emirates Stadium.
Arsenal hefur gengið vel á móti Fulham í síðustu viðureignum. Liðin hafa sex sinnum glímt á heimavelli Gunners síðan Úrvalsdeildin var stofnuð, 89% árangur. Mörg mörk hafa verið skoruð, markatalan 15-4.
23/02/2002 Arsenal 4 - 1 Fulham 38.029 (Lauren, Vieira, Henry, Henry)
01/02/2003 Arsenal 2 - 1 Fulham 38.050 (Pires 17, 90)
30/11/2003 Arsenal 0 - 0 Fulham 38.063
26/12/2004 Arsenal 2 - 0 Fulham 38.047 (Henry 12, Pires 71)
24/08/2005 Arsenal 4 - 1 Fulham 37.867 (Cygan 32, Henry 53 og 82, Cygan 90)
29/04/2007 Arsenal 3 - 1 Fulham 60.043 (Baptista 4, Adebayor 84, Gilberto 87)
Það var góður endasprettur hjá Arsenal í vor. Baptista skoraði snemma leiks. Heiðar Helguson kom inná á 60. mínútu og stuttu síðar jafnaði Davies fyrir Fulham. Þá fundu Arsenalmenn loksins gírinn og tvö mörk komu í lokin.
Cygan var maður leiksins árið 2005. Hann skoraði tvö mörk í leiknum en alls skoraði hann þrjú mörk á fjórum árum hjá Arsenal. Cygan fór til Villarreal fyrir 2 milljónir punda í ágúst 06.
46 Íslendingar voru á 0-0 leiknum 2003. Voru þeir í skipulagðri hópferð með Arsenalklúbbnum. Edvin Van der Sar var stórkostlegur og höfðu leikmenn Arsenal skorað í 45 heimaleikjum fyrir þann leik.
Leikurinn í febrúar 2003 var minnisstæður fyrir að Pires skoraði sigurmark í lokin en allt virtist stefna í jafntefli. Það var fínn undirbúningur fyrir Þorrablót það árið.
Líklegt byrjunarlið
Líklegt byrjunarlið gegn The Cottagers á sunnudaginn 12. ágúst klukkan 11.
Lehmann
Sagna Toure Gallas(c) Clichy
Eboue Fabregas Hleb Roiscky
v Persie Eduardo
Stjóri: Le Boss (617 leikir, 350 sigrar (57%), 111 jafntefli og 156 óvænt töp)
Einn Arsenalmaður er hjá Fulham, Þýski bakvörðurinn Moritz Volz. Hann kom 17 ára til félagsins árið 2000 og var til 2004 en þá fór hann til Fulham.
Spáin
Spái 3-1 sigri. Setjum mark á Brasilíumanninn Eduardo en það var samba sveifla á Emirates en Frökkum gekk vel að skora á móti Fulham á Arsenal Stadium. Gallas og Clichy verða að halda franska merkinu á lofti.
Staðan
1. Arsenal 0 0:0 0
9. Fulham 0 0:0 0
Arsenal leiðir mótið í byrjun. Vonandi heldur liðið forystunni áfram. En árið 1914 var nafni liðsins breytt í The Arsenal. Hét áður Woolwich Arsenal. Herbert Chapman notaði síðan Arsenal og var ein röksemdin sú að liðið væri efst í stafrófsröðinni.
Af Fulham er það helzt að frétta að þeir réðu til sín Lawrie Sanches í lok tímabilsins í fyrra. Hann náði að bjarga þeim frá falli með góðum sigri á vængbrotnu liði Liverpool. Í sumar hefur hann verið duglegur að kaupa til sín Norður-Írska leikmenn en hann var stjóri landsliðsins. Honum gekk mjög vel með landsliðið í Evrópukeppninni en þeir byrjuðu samt á 0-3 tapi gegn Íslendingum. Heiðar Helguson spilaði með Fulham þrjá leiki við Arsenal en hann er nú kominn til Bolton.
Liðin hafa glímt 41 sinnum síðan 1904. Arsenal unnið 29 (71%), samið um 6 jafntefli og tapað 6 leikjum. Markatala 89 gegn 48. Fulham hafði ekki unnið leik síðan 1966 en það náðist að klúðra þeirri seríu í fyrra.
Leikurinn verður sýndur á Sýn2 og Ölveri, heimavelli Arsenalklúbbsins á Íslandi.
Heimildir:
www.soccerbase.com www.arsenal.is - The official illustrated history Arsenal 1886-1996 Phil Soar and Martin Tyler.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2007 | 15:24
F1 - Ecclestone býdur á móti í Arsenal
Sá frétt í enska bladinu Daily Mirror ad formúlu 1 eigandi, Bernie Ecclestone myndi bjóda á móti Stan Kroenke. Hann mun líklega eignast all félagid fyrir 700 milljón pund. Líst betur á thad. Hann er klókur og breskur. Audvitad á stór enskur klúbbur ad vera í eigu Englendings. Líst ekkert á Kanan Stan Kroenke.
Ecclestone á 3 sinnum meiri audaefi en Kroenke eda 3 milljardar stelingspunda.
![]() |
Amerískur auðkýfingur að undirbúa tilboð í Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 22.7.2007 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 17:39
Enska slúdrid í sólinni úr The Sun
Thegar madur laetur sólina steikja sig eins og humar á strondum Tenerife verdur madur ad hafa eitthvad ad lesa. Ensku blodin koma samdaegurs hingad og les madur thau a ponnunni. Kikjum a helztu frettir af Arsenal og enska boltanum i dag og fyrradag.
NO HENRY.. NO SWEAT Cesc: Gunners will be OK
Cesc Fabregas segir ad Arsenal muni standa sig án Henry á komandi tímabili og segir thad draum sinn ad verda fyrirlidi hjá Arsenal.
Reyes er hraeddur um ad verda verdlagdur ut ur kortinu. Arsenal vill fa 16,5 millurnar til baka sem foru til Sevilla en ríku karlarnir í Madrid vilja adeins greida 6 millur fyrir kappann sem tryggdi theim Spánartitilinn.
LA GALAXY ...0 - TIGERS ... 3
A forsídu er mynd af Beckham i hugleidinum, "Oh my God. I`ve signed up for a pub team". En hann var skrautlegur launalistinn sem birtist í bladinu i gaer. Thear gnaefdi Beckham langt yfir adra lidsfelaga.
Henry skilinn?
I The Sun var vidhorfsdalkur. Thar helt dalkahofundir thvi fram ad Henry lifdi piparsveinalifi a Spani en kona og tveggja ara dottir vaeru busett i London. Er Henry skilinn? Var thad astaedan sem olli brotthvarfi hans fra Arsenal?
Merida og Velas til Almeira
Spánverjinn efnilegi Merida og Mexíkóinn Velas hafa verid lanadir til spaenska lidsins Almeira.
Babel can be new Henry
Svo maelir Van Basten.
Heidar back to Watford
Stjori Watford vill fa Helguson til baka. Fyrir rumu ari var hann seldur vegna peningaerfidleika Watford en nu eru thau mal leyst.
Berezousky med box á Emirates
Hinn umdeildi audjofur Berezousky sem atti ad rada af dogum i London fyrr i vikunni er med box a dyrasta stad a Emirates, eflaust í Demantaklubbnum. Rúmar 13 milljónir fyrir saeti í tvo ár.
Breskir midlar eru snillingar í ad semja fyrirsagnir. Lítum á nokkrar.
Tevasting
Frábaer fyrirsogn med mynd af Teves a Manchester flugvelli med dottur sína.
Carless Cole
En Charlton Cole, sóknarleikmadur West Ham a oflugan bílaflota. Fjóra lúxusbíla sem kosta frá 2,5 milljónum til taepra tuttugu. Hann tímir hins vegar ekki ad greida vegaskatta upp á taepa milljón fyrir ad keyra um midborg Lundúna!
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2007 | 09:30
Tévez er spennandi kostur fyrir Arsenal
Carlos Alberto Tévez er 23 ára og mjög spennandi kostur fyrir Arsenal. Hann hefur lokið aðlögun sinni að enska boltanum.
Spurning hvað verðmiðinn hjá Eggert og Björgúlfi verði hár fyrir Argentínumanninn knáa, en 10 milljónir punda er hámark.
Reynsla Arsenal af Argentínumönnum er lítil. Nelson Vivas and Fabian Caballero spiluðu í byrjun Wengers tímabilsins. Vivas lék 69 leiki en Caballero kom inná í þrem leikjum.
![]() |
Tevez til Arsenal? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 15:08
Sæll Julio Baptista
Sæll Julio Baptista.
Það hefur tekið leikmenn frá S-Ameríku eitt tímabil að komast í gang í ensku deildinni. Baptista náði því ekki að springa út á Emirates. Hann var einnig gagnrýninn á blautt veður og sambalausan lífsstíl Englendinga.
Ég náði að sjá Baptista, leikmann númer 9 á Emirates í febrúar á móti Wigan. Baptista átti ekki stórleik en lagði upp sigurmark leiksins í lokin. Hann fann kollinn á Tomas Rosicky og var það fyrsta mark hans í úrvalsdeildinni. Hins vegar var sendingin hjá Baptista hin sendingin sem heppnaðist hjá honum í leiknum!
Julio Baptista náði að skrifa nafn sitt í sögubækur Arsenal og Liverpool með því að skora fjögur mörk á móti Liverpool í 3-6 sigri í Carling Cup.
Ég mun einnig minnast hans fyrir að hafa klikkað á víti á móti Portsmouth í síðasta leik tímabilsins. Fyrir vikið varð spá mín um útisigur röng og þriðja sætið fór til Liverpool.
![]() |
Arsenal kaupir ekki Baptista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 13:23
Stigasekt
Finnist maðkur í mysunni, á skilyrðislaust að sekta bæði lið um tvö stig. Peningasektir duga ekkert. Burtu með leynisamninga og baktjaldamakk.
En Arsenal vinnur Chel$ky í dag og Júnætid verður meistari.
![]() |
Rannsakað hvers vegna Howard lék ekki gegn United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 234910
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar