Færsluflokkur: Enski boltinn

London calling

Eftir  tap Arsenal  á  móti Middlesborough og einn lélegasta leik liðsins í ellefu ár eða síðan Wenger tók við liðinu, er ég á leiðinni á Emirates til að koma liðinu á rétt ról.

Á sunnudaginn verður  stórleikur Arsenal og Chelsea og þá verður kátt í höllinni. Þetta verður sannkallaður GRAND SLAM SUNDAY, leikur Liverpool gegn Man Utd verður fyrr um daginn.

                          L      U       J     T     Mörk     Stig
1.     Arsenal     16     11     4     1     33:14    37
2.     Man. Utd   16     11     3     2     29:8     36
3.     Chelsea    16     10     4     2     24:9     34
4.     Liverpool   15       8     6     1     27:9     30

En í dag er upphitun fyrir leikinn, Arsenal glímir við Steaua frá Bucharest  og með sigri eru góðir möguleikar á að vinna H-riðilinn í Meistarakeppninni. Því Spánverjarnir frá Sevilla eiga erfiðan leik í Rúmeníu.

ArsChe2007  Hér er miðinn á Emirates Stadium völlinn, eitt glæsilegasta íþróttamannvirki heimsins. Feikna góð hönnun og gaman að sjá hvernig saga Arsenal er innbyggð inn í völlinn. Þessi sæti eru í lítillri stúku fyrir ofan neðstu stúkuna á Emirates, þessu fylgir engar biðraðir, hvort sem um er að ræða að komast inná völlinn eða á klósettið. Einnig fylgja þessum sætum fríir drykkir í hálfleik.

 

 


Meistarataktar

Góð úrslit á móti Aston Villa  í kvöld.

En ég hef haft sterkar taugar til Aston Villa. Því má um kenna að góður félagi minn frá Hornafirði, Halldór Kári Ævarsson var mikill Villa aðdánadi. Kannski eigum við félgarnir eftir að fara á leik á Villa Park eða Emirates. 

Missti af leiknum, var í stórafmæli en mér fannst SMS skeyti frá félaga mínu stórfenglegt. Ég hafði kíkt á WAP-ið og þá var staðan 1-1 efir 30. mínútur.

"Þetta er list"  stóð í SMS-inu

Ég hringdi strax til bak til að fá nýjustu fréttir. Arsenal komið yfir og fyrri hálfleik lýst snilldarlega.

"Palli, þett er eins og að sjá inn í smásjá í náttúrulífsþætti. Leikmennirnir eru út um allt  - eins og mauarar, fullkomið skipulag!"

 Í stöðunni 1-2 var ég bjartsýnn eftir þessar upplýsingar, fékk mér nokkra síldarrétti og léttvín og beið eftir fleiri SMS-skilaboðum. Engin boð komu og ég var sáttur. Þrjú stig í húsi og fimm stiga forskot.

Þetta eru meistaratakar. Traust vörn á móti góðu Vill a liði. - Meistarataktar!


mbl.is Arsenal náði fimm stiga forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smjörklípuaðferðin

Var Webb hliðhollur Arsenal?

Ekki sáum við Arsenal menn það á Players. Webb skemmdi leikinn með sífelldu flauti og braut niður flæðið í leiknum. Það hefðu verið dæmd tvö víti á Old Trafford. Hið fyrra þegar Hleb var togaður niður af Vidic og síðara þegar Clichy sendi knöttin fyrir og hönd varnarmanns United stöðvaði sendinguna.

Ferguson hefur lært lexíu af Davíð Oddsyni, Smjörklípuaðferðina. Smjörklípuaðferðin kallaði Davíð Oddson það þegar menn reyna að draga athyglina frá erfiðum málum.


Hugmyndina fékk hann þegar frænka hans sagði honum á barnsaldri hvernig hún færi að því að sefa köttinn sinn þegar hann væri með uppivöðslu. Hún kvaðst þá hafa tekið væna smjörklípu og drepið í feld kattarins. Hann hefði þá verið upptekinn langtímum saman við að sleikja af sér ósómann. Frænkan fékk frið á meðan.

Efnislega var Davíð segja að þegar hann væri undir ágjöf frá andstæðingum þá tæki hann vænan skammt af skít og drullu og klíndi opinberlega á einhvern sem lægi vel við sendingu - og sjálfur fengi hann frið á meðan.

Semsagt, Ferguson klínir smjöri á dómarann til að verja slæm mistök sjálfs síns í innáskiptingum eða varnarmistök. 


mbl.is Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun á auglýsingum hjá 365 miðlum

FabregasSynSýn hefur verið duglegt að auglýsa leiki helgarinnar. Markaðsherferð þeirra er að hafa eina stjörnu sem ber upp heilsíðuauglýsingu.  Á eftir verður stórleikur Arsenal og Manchester United.  Það hefur vakið eftirtekt að búið er að taka út auglýsinguna á búningi Fabregas hjá Arsenal.

Nú er spurningin af hverju verið sé að þessu. Flugfélagið Emirates auglýsir á búningnum miðjum.  Fly Emirates

Ekki duga rökin um að auglýsingar séu bannaðar, Gerrard er með óritskoðaða auglýsingu á borða á syn.is og Ronaldo í Manchester búning með AIG merkið. 

Líkleg skýring er að búið er að snúa myndinni. Merkið er komið hægra megin. Ef merkið væri þá væri það eins og á sjúkrabílunum, öfugt.

Þetta er skrumskæling og óvirðing við félagið, Arsenal.  Arsenalklúbburin á Íslandi á hiklaust að kæra þennan gjörning til SAU.

Hér er svo upprunalegu og óritskoðuðu mynd af Fabregas að fagna. En hver er tilgangurinn?

FabregasAde


vs. Manchester United (H)


Næsti leikur Arsenal er klassískur stórleikur en 12. umferð hefst á laugardaginn 3. nóvember og taka Barónarnir á Emirates Stadium á móti Manchester Utd. Leikurinn hefst kl. 12.45. Kíkjum á viðureignir Arsenal og Manchester Utd í deildinni eftir að meistari Wenger tók við Highbury skútunni. Arsenal hefur unnið fimm, þrjú jafntefli og þrjú töp eða 55% árangur og markatala 19 vs. 15 eða 2-1 að meðaltali. Henry á góðan þriðjung marka Arsenal gegn United sjö af nítján.

19/02/1997   Arsenal   1 - 2   Manchester Utd  (Bergkamp 69)    
09/11/1997   Arsenal   3 - 2   Manchester Utd  (Anelka 9, Vieira 26 Platt 83)  
20/09/1998   Arsenal   3 - 0   Manchester Utd  (Adams 14, Anelka 44, Ljungberg 84)
22/08/1999   Arsenal   1 - 2   Manchester Utd  (Ljungberg 41)      
01/10/2000   Arsenal   1 - 0   Manchester Utd  (Henry 30)
25/11/2001   Arsenal   3 - 1   Manchester Utd  (Ljungberg 48, Henry 80, 85)
16/04/2003   Arsenal   2 - 2   Manchester Utd  (Henry 51, 63)  
28/03/2004   Arsenal   1 - 1   Manchester Utd  (Henry 50)
01/02/2005   Arsenal   2 - 4   Manchester Utd  (Vieira 8, Bergkamp 36)
03/01/2006   Arsenal   0 - 0   Manchester Utd
21/01/2007   Arsenal   2 - 1   Manchester Utd  (vPersie 83, Henry 90)

Leiklýsing
Fyrsti leikurinn á Emirates við Manchester United var magnaður. Bananaleysi hrjáði gestina og voru þeir orðnir orkulitir í lok leiks. Van Persie braut bein í rist er hann jafnaði leika. Mark Henry var stórmagnað og hans næst síðasta fyrir liðið.

Leikirnir 2006 og 2007 eru ekki minnisstæðir.

2004 - Henry kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik með þrumuskoti af tæplega 30 metra færi. Glæsilegt mark hjá kappanum. Fjórum mínútum fyrir leikslok kom jöfnunarmarkið. Ole Gunnar Solskjær sendi þá boltann fyrir markið, Nistelrooy rétt missti af honum við stöngina nær en Saha var við stöngina fjær og skoraði af öryggi af stuttu færi.
Þar með setti Arsenal met, hefur leikið þrjátíu leiki í röð án taps í deildinni frá upphafi tímabilsins.
"Ég efaðist um staðsetningu markvarðar míns, en þegar ég skoðaði markið aftur sá ég hversu mikill snúningur var á boltanum og þetta var óverjandi," sagði Ferguson.

Giggs náði að jafna (2-2) með skalla árið 2003 mínútu eftir að Henry hafði komið okkur í 2-1. Úrslitin hefðu orðið önnur í deildinni ef....

Allir muna eftir framlagi Barthes árið 2001 en þá lagði hann upp bæði mörk Henry.

Henry átti frábæra aukaspyrnu í 1-0 sigrinum árið 2000.

Keane vann sér inn fína launahækkun árið 1999 en þá skoraði hann tvö mörk með stuttu millibili. Hann var í miklu samningsþjarki á þessum tímapunkti og stjórn MU gekk að öllum hans kröfum eftir þessi tvö mörk!

3-0 sigurinn eftir tvennuna 1997/98 var sætur og Ljungberg skoraði gott debut mark.

Platt skoraði mjög mikilvægt skallamark í 3-2 sigrinum tvennutímabilið 1997/98

Spáin
Spáin er 1-0 sigur, nú má engin grið gefa og mark í lokin. Fabregas ætti að skora markið, búinn að skora tíu mörk á tímabilinu. Man Yoo hefur fengið fá mörk á sig undanfarið.

Byrjunarlið
Líklegt byrjunarlið á laugardaginn
         Almunia
Sagna Toure Gallas Clichy
Eboue Fabregas Flamini Hleb
      Adebayor Walcott

Staðan

1. Arsenal   10 22-7  26
2. ManYoo  11 19-4  26

Formið
Síðustu 6 leikir liðanna, nýjasti leikur kemur fyrst. Sigur (W), jafntefli (D) og tap (L)
Arsenal:   DWWWWW = 17 stig   (94%)
ManYoo.: WWWWWW = 18 stig (100%)

Bæði lið með sjálfstraustið í botni.


mbl.is Mikil spenna fyrir leik Arsenal og Man.Utd.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

This is Anfield

Spánverjarnir Torres og Benites við skiltið hræðilega

 

This is Anfield 

Þessi þrjú orð standa á frægu skilti þegar komið er inn á Anfield, heimavöll Liverpool.  Fyrir suma knattspyrnumenn á seinni hluta síðustu aldar voru þessi þrjú orð hræðileg. Þau þýddu einfaldlega tap.

Arsenal á leik á sunnudaginn á Anfield Road í Liverpool. Liðið er á fljúgandi siglingu um þessar mundir og sjálfstraustið í botni eftir ellefu sigurleiki í röð. Í vikunni gjörsigraði Arsenal  tékkneska liðið Slavia Prague 7-0 í Meistaradeildinni. Liverpool er í sárum. Leikurinn er spurning um sjálfstraust. Knattspyrna, mælti Ossie Ardiles, er 90% sjálfstraust.  Þarna hefur Arsenal vinninginn.

 

 

 

              Líklegt byrjunarlið hjá Arsenal

                               Spánn

       Frakkland Fílabeinsströnd Frakkland Frakkland

        Fílabeinsströnd Spánn Frakkland  Hvít-Rússland

                              England Togo

Bekkur:  Þýskaland, Brasilía, Króatía, Tékkland, Danmörk

Um lið Liverpool hef ég litlar njósnir. Ljóst er að fyrrum leikmaður Arsenal, Pennant verður ekki með og vonandi verður Finninn Hyypia í vörn Liverpool en hann er veikasti hlekkur liðsins. 

Ég hlakka til leiksins við Liverpool. Viðvörunin "This is Anfield" mun ekki hræða hina ungu og efnilegu leikmenn Arsenal.  Ég býst við smásigri, 0-1 og hef trú á að Adebayor skori.

 


mbl.is Wenger með óbreytt lið til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenalklúbburinn 25 ára

Fyrir sléttum 25 árum var Arsenalklúbburinn á Íslandi stofnaður á Selfossi. Stofnendur voru Selfyssingarnir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson. Kjartan var formaður klúbbsins næstu 20 árin.  Breiðhyltingurinn Jón Víkingur Hálfdánarson tók við stjórnartaumum árið 2002 og núverandi formaður, Grindvíkingurinn Sigurður Enoksson er búinn að stjórna félagsskapnum síðan í vor.

Fæðingin

15. október 1982 var föstudagur og framundan var leikur við WBA en gengi Arsenal í deildinni hafði verið slakt, eitt stig úr fyrstu fjórum leikjunum. Liðið var nýlega dottið út úr Evrópukeppi eftir að hafa tapað fyrir Spartak Moscow. Liverpool-vélin malaði vel á þessum árum og þannig má segja að ekki hafi verið kjöraðstæður til að stofna stuðningsmannaklúbb fyrir Arsenal á Íslandi. 

"Það var ákveðið með stuttum fyrirvara að hittast heima hjá Kjartani. Hann bjó í forstofuherbergi á Grashaga 17 sem var vel skreytt með Vals- og Arsenalplakötum og myndum af hljómsveitum, aðallega unglingahljómsveitum. Við sátum þarna og lögðum drög að starfsemi klúbbsins og skilgreindum markmið: Stuðla að ferðalögum á Highbury, selja Arsenalvarning og gefa út blað. Klúbburinn var því stofnaður í herberginu hjá Kjartani á 70 cm beddanum." 

Svo mælti Hilmar Hólmgeirsson stofnfélagi.  

Í dag eru um 1.500 virkir stuðningsmenn í Arsenalklúbbnum á Íslandi. 

Til hamingju með daginn Arsenalmenn á Íslandi!

arsenal

Heimild: 

Arsenal - 20 ára - Bókin um okkur stuðningsmenn Arsenal 


Lehmann búinn að leika sinn síðasta leik fyrir Arsenal

Arsenalklúbburinn á Íslandi er að fara í sína fyrstu hópferð á árinu og það sem er mest spennandi við leikinn við Bolton er hvort Jens Lehmann verður í hópnum.

Ég tel að Lehmann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Arsenal. Ef Almunia meiðist eða fer að fatast flugið fær Pólverjinn ungi Fabianski tækifæri. Lehmann fellur ekki nógu vel inn í Arsenal-hópinn þar sem samstaða er lykilinn að árangri en hann hefur verið óspar á að gagnrýna Almunia.

Árið  2003, á vefsíðu Borussia Dortmund stóð umsögn um Lehmann , "He is humorous and intelligent, but he is not diplomatic."

Þessi setning segir mikið um Lehmann, þó ég hafi nú ekki heyrt marga brandara frá honum en hann var einn af lyklunum á ósigraða tímabilinu 2003/04 og því að komast í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2006. 


mbl.is Lehmann býst ekki við öðru en að spila gegn Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Emmanuel Adebayor - Dressed to Thrill

Ade, Ade, sungu áhorfendur á Emirates Stadium í febrúar á síðustu leiktíð. Arsenal var undir í leik á móti Wigan og framlínan þurfti hjálp, hún þurfti einhver töfrabrögð.  Tógóbúinn Emmanuel Adebayor var svarið. Hann kom inná fljótlega í síðari hálfleik og hóf að hrekkja varnarmenn Wigan með boltatækni sinni. Þeir vörðust vel en á 81. mínútu jöfnuðust leikar og skömmu síðar skoraði Rosicky fyrsta deildarmark sitt og sigurmarkið eftir góðan undirbúning frá Adebayor.

Þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá á Emirates Stadium og í febrúarhefti tímaritsins Arsenal - The Official Magazine var Emmanuel Adebayor á forsíðu skælbrosandi, klæddur eftir nýjustu tísku og fyrirsögnin - Striking A Pose.

Frá því að Adebayor man eftir sér var hann að spila knattspyrnu á götum og ströndum heimabæjar síns, Lome í Togo. Þegar hann var 15 ára tóku útsendarar franska liðsins FC Metz eftir honum á knattspyrnumóti í Svíþjóð og buðu honum í æfingabúðir hjá félaginu. Hann yfirgaf fjölskyldu og vini sem voru búsettir í Vestur-Afríkuríkinu Tógo  og hélt á vit ævintýranna.   En honum líkaði ekki vistin hjá FC Metz og eftir tvo daga ætlaði hann að snúa heim. Lífið var erfitt og kalt var í veðri, allt svo frábrugðið Afríku. Hann ræddi málin við þjálfarann. "Ég vil fara heim" sagði hann.  Þjálfarinn. Francis de Taddeo sagði að hann ætti völina, en þú skalt hafa það í huga áður en þú tekur lokaákvörðun að það eru margir landar þínir sem vildu vera í þínum sporum.  

"Þetta var góður punktur, og ég hugsaði um þessi orð alla nóttina. Næsta dag sagði ég við þjálfarann að ég ætlaði að halda áfram og bíða örlaganna."  Þetta var besta ákvörðun sem Adebayor hefur tekið um ævina. Hann hóf síðan að leika með unglingaliði Metz. Þeim gekk vel, Ade skoraði nokkur mörk og Metz vann U-17 ára deildina. Síðan fékk hann samning við aðallið félagsins.  Adebayor gekk vel á fyrsta tímabilinu en árangur liðsins var ekki eins góður, uppskeran var fall í aðra deild. Annar leikmaður kunnur í herbúðum Arsenal hóf ferlinn hjá Metz, vængmaðurinn Robert Pires.

Næsta ár var toppbarátta í 2. deild og skoraði  Adebayor 17 mörk í 35 leikjum. Vakti sá árangur athygli Mónakómanna og gekk hann til liðs við þá árið 2003.  Eftir það hefur Adebayor ekki litið um öxl og framinn verið á stanslausri uppleið. 

200px-To-mapAdebayor fæddist í Lome, höfuðborg Tógó, 26. febrúar 1984. Hann er hávaxinn, 193 cm (6'4") og sterkur eins og afrískt ljón. Hann hóf strax að leika sér með bolta og var mikið á ströndinni enda bjó fjölskylda hans sem er frá Nígeríu fótboltavallarlengd frá henni. Þar þróaði hann knatttæknina. Hann hafði lítinn áhuga á að ganga í skóla en hann var staðsettur í Ghana en fjölskyldan bjó við landamærin og því 10 mínútna ganga. Þar var töluð enska en í Togo er töluð franska.

Ekki átti Adebayor von á því að spila fyrir Arsenal þegar hann var í Frakklandi en hann fylgdist með liðinu enda hetjan Kanu í liðinu. Þegar janúarglugginn opnaðist 2006 kom símtal frá Wenger og tilboð. Því var ekki hægt að hafna.  Byrjunin var góð, mark í upphafsleik gegn Birmingham, þrjú mörk fylgdu í kjölfarið á því tímabili.  Á síðasta leiktímabili stimplaði Adebayor sig inn með því að skora sigurmarkið á Old Trafford. "Það var stór stund fyrir mig, einsog að losna við stórt fjall af hausnum", þannig lýsir hann markinu.  Eftir það var mesta pressan horfin og miklar framfarir. Wenger hafði svo mikla trú á Adebayor að hann seldi kónginn Thierry Henry til Barcelona. Strákurinn hefur staðið vel undir væntingum og byrjunin á keppnistímabilinu frábær. Fyrsta þrennan leit ljós í dag á móti Derby County og eflaust eiga þær eftir að verða fleiri.

 

 

 

 

Eitt helzta áhugamál Emmanuel Adebayor er að verzla fatnað en þá iðju hóf hann í Mónakó og var daglegur gestur í tískuvöruverzlunum spilaborgarinnar. Nú fylgist hann með nýjustu tísku í London en fer ekki eins oft í verzlunarferðir í heimsborginni, aðeins einu sinni í mánuði, restin af frítímanum fer í knattæfingar. Hann á einnig gott skósafn, yfir 200 skópör. 

 

 

 

 

 

 

 

Ferillinn 

FC Metz (1999-2003) 44 leikir og 19 mörk.

Monaco  (2003-2006) 95 leikir og 19 mörk. 

Arsenal  (2006- )         65 leikir og 22 mörk. 

Tógó frá 11. október 2003, 34 leikir og 12 mörk.   

 

Heimild:

Arsenal, The official Magazine, febrúar 2006. 


mbl.is Wenger: Adebayor er eins og ljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal á toppnum

Það var gaman að fylgjast með nágrannaslagum í norður London, leik Tottenham og Arsenal á Sportbarnum í gær. Það voru margir stuðningsmenn Tottenham í kringum okkur á barum og var andinn góður. Leikurinn byrjaði vel fyrir Spurs, þeir komust í forystu eftir korter en áhorendur voru hógværir. Höfðu lært af reynslunni að lið Arsenal gefst aldrei upp. Robbie Keane var ekki hátt skrifaður meðal íslenskra stuðningsmanna Tottenham og einnig virtist Martin Jol vera umdeildur stjóri. Ekki jukust vinsælir hans eftir leikinn. Jafntefli á White Hart Lane eru fín úrslit, sérstaklega eftir landsleikjahlé. Arsenal endaði leikinn með góðum 1-3 sigri, þar sem miðjumaðurinn Fabregas og fyrirliðinn kraftmikli Kolo Toure fóru fyrir liðinu. Niðurstaða dagsins var ánægjuleg.

                           L     U     J     T     Mörk      Stig
1.     Arsenal       5     4     1     0     10:4      13
2.     Liverpool     5     3     2     0     11:2      11
3.     Man. Utd     6     3     2     1       4:2      11
4.     Chelsea      6     3     2     1       7:6      11

Arsenal er í toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni en það sem skiptir meztu máli er að vera á toppnum á sunnudaginn 11. maí 2008 klukkan fjögur.  Risarnir fjórir eru loks komnir á sinn stað í töflunni og fjögurra hesta kapphlaupið er hafið. Vonandi verður spenna fram í síðasta leik.

Það er kalt á toppnum eins og á Esjunni í morgun. Ég ætlaði í gönguferð á fjallið í dag en fresta henni til næstu helgar. Hins vegar eru hinir ungu leikmenn Arsenal hungraðir og vilja hvergi annars staðar vera en á toppnum.

Arsenal er búið að fá á sig fjögur mörk á leiktíðinni. Það er full mikið. Tvö fyrirstu voru gjafamörk frá þýska landsliðsmanninum Lehmann. Þriðja markið var óverjandi galdramark frá Kanu og markið í gær var beint úr aukaspurnu. Það á að vera hægt að minnka lekann. 

En góðum fréttum fylgja slæmar fréttir. Slæmu fréttir helgarinnar voru að Ungmennafélagið Sindri féll úr 2. deild eftir ósigur gegn Hetti á Egilsstöðum. Úrslitin voru gersamlega út í hött, 3-1 tap og uppskeran 32. sætið á Íslandsmótinu. Nú er bara að spýta í lófana. Byggja upp gott lið um leið og knatthöllin rís á Hornafirði. Taka svo þriðju deildina með trompi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 234908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband