Færsluflokkur: Umhverfismál
23.11.2008 | 00:01
Náttúrulega
Nýlega lauk ég við bókina Vadd' úti, ævisögu Sigurjóns Rist. Það var skemmtileg lesning. Gaman að sjá sjónarhorn vatnamælingamannsins á rafvæðingu landsins. Einnig var fróðlegt að lesa söguna í kreppunni, en Sigurjón fæddist og ólst upp í kreppu. Mótaði hún hann alla tíð. Hann var mjög nýtinn og sparsamur. Góður ríkisstarfsmaður.
Margar góðar sögur eru í bókinni enda ferðaðist hann víða. Meðal annars vann hann með Austur-Skaftfellingum. Kvískerjabræður komu við sögu í fyrstu vísindaleiðangri á Vatnajökul. Tek ég hér bút úr ævisögunni:
"Þegar við vorum að draga litla trékassa yfir lónið, sem voru aðskildir frá öðru dóti og sérstaklega vel gengið frá, spurðu bræður hvað væri í þessum kössum. Ég sagði að það væri sprengiefni. Þá sögðu þeir: Náttúrulega. Í farangrinum voru mörg skíði, þar á meðal mín. Þeir spurðu mig að því hvort ég væri mikill skíðamaður og sagði að ég teldi mig nú ekki mjög mikinn skíðamann. Náttúrulega, svöruðu bræður. Mér fannst þetta kyndugt, en kom mér þó ekki alveg á óvart. Jón Eyþórsson hafði bent mér á að orðanotkun Öræfinga væri stundum öðruvísi en hjá öðrum landsmönnum. Til dæmis segðu þeir ævinlega náttúrulega, þegar aðrir notuðu orðatiltækið; einmitt það!"
Sverrir Hermannsson fv. alþingismaður, sagði mér eitt sinn frá því að það hefði verið merkilegt að halda framboðsræður fyrir alþingiskosningar í Öræfum. Öræfingar hefðu helgið á allt öðrum stöðum í ræðunni en aðrir Austfirðingar. Og allir hefðu þeir hlegið sem einn.
Síðar í kaflanum er sagt frá heimsókn leiðangursmanna til Kvískerja:
"Eftir þessa ágætu máltíð [reyktan fýl í Fagurhólsmýri] var farið austur að Kvískerjum og gist þar um nóttina. Þar var vel tekið á móti okkur. Frakkarnir ráku augun í pall sem gerður hafði verið úr rekavið til að gera við og smyrja bíla á. Þeir urðu skotnir í þessum palli og sáu sér leik á borði að smyrja víslana áður en haldið væri á jökulinn. Við leituðum eftir því hvort þeir mættu þetta. Hálfdán, sá bræðranna sem sá um bíla- og vélakost heimilisins, skoðaði víslana og lagði mat á þá og gaf síðan leyfið.
Við fengum oft að heyra það síðar hvað Frakkarnir voru hrifnir af þessu. Þarna hafi verið farið að meið miklu öryggi og engum asa. Hálfdán hafi vegið það og metið hvort pallurinn þyldi víslana, áður en hann veitti leyfið. Álit þeirra á Íslendingum óx töluvert við þessa prúðu og traustu framkomu."
Útrásarvíkingarnir hefðu átt að taka Hálfdán á Kvískerjum sér til fyrirmyndar. Vonandi mun næsta kynslón útrásarvíkinga gera það.
Kvískerjabræður, Hálfdán, Helgi og Sigurður. Mynd fruma.is
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 234915
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar