Fćrsluflokkur: Lífstíll
2.10.2010 | 22:49
Ţríhnúkagígur (545 m)
Ţríhnúkar í Bláfjallafólksvangi ber daglega fyrir augu mín úr Álfaheiđinni. Ég vissi af Ţríhnúkagíg í austasta hnúknum en hafđi ekki kannađ undriđ. Fyrir átta dögum kom á forsíđu Fréttablađsins frétt um ađ Kvikmyndafyrirtćkiđ Profilm vćri ađ taka upp efni fyrir National Geographic ofan í Ţríhnúkagíg. Tilgangurinn er ađ taka myndir um eldsumbrot á Íslandi.
Viđ höfđum orđiđ vör viđ torkennileg ljós viđ hnúkana ţrjá á kvöldin fyrri hluta vikunnar og ţví var farin njósnaferđ til ađ sjá hvernig gengi.
Ţegar viđ komum ađ Ţríhnúkagíg eftir göngu međfram Stóra Kóngsfelli, ţá sáum viđ til mannaferđa. Einnig tók á móti okkur ljósavél frá Ístak. Ađkoman ađ gígnum var góđ. Búiđ ađ setja keđjur međfram göngustígnum upp gíginn og einnig í kringum gígopiđ til ađ ferđamenn lendi ekki í tjóni. Ţađ blés hressilega á okkur á uppleiđinni en gott skjól var viđ gígopiđ.
Gul kranabóma lá yfir gígopinu og niđur úr henni hékk karfa fyrir hella- og tökumenn en dýpt gígsins er 120 metrar.
Ţrír íslenskir hellamenn voru ađ bíđa eftir ţyrlu Landhelgisgćslunnar en hún átti ađ flytja búnađ af tökustađ en tafir urđu á ţyrluflugi vegna bílslyss. Viđ rétt náđum ţví í skottiđ á velbúnum hellamönnum. Ţeir nýttu tímann til ađ taka til í kringum gígopiđ.
Kvikmyndataka hefur stađiđ yfir síđustu tíu daga og gengiđ vel, ţrátt fyrir rysjótt veđur enda inni í töfraheimi einnar stórfenglegustu myndbirtingar íslenskrar náttúru.
Dagsetning: 2. október 2010
Hćđ: 545 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 400 metrar, viđ Stóra Kóngsfell
Hćkkun: 120 metrar
Uppgöngutími: 60 mín (14:00 - 15:00)
Heildargöngutími: 135 mínútur (14:00 - 16:15)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit austurgígur N: 63.59.908 - W: 21.41.944
Vegalengd: 7,2 km
Veđur kl 15 Bláfjallaskáli: 8,7 gráđur, 14 m/s af NA, skúrir í nánd. Raki 74%
Ţátttakendur: 3 spćjarar, ég, Jón Ingi og Ari
GSM samband: Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Lagt af stađ frá Bláfjallavegi, og gengiđ í mosavöxnu hrauni međ vesturhlíđ Stóra Kóngsfells. Ţađan gengiđ eftir hryggnum ađ Ţríhnúkagíg.
Óvenjuleg stađa viđ Ţríhnúkagíg. Unniđ ađ heimildarmynd um eldsumbrot á Ísland fyrir National Geographic.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2010 | 18:10
Hlöđufell (1186 m)
Ćgifegurđ er ţađ fyrsta sem kemur upp í hugann ţegar mađur er kominn á topp Hlöđufells. Ţađ var ógnvekjandi og himneskt ađ vera á toppnum, altekinn af mikilfengleik sköpunarverksins og mađur upplifir smćđ sína um leiđ, ţó er mađur hávaxinn.
Víđsýniđ af Hlöđufelli var stórfenglegt. Ţegar horft var í norđvestur sást fyrst Ţórisjökull, síđan Presthnjúkur, Geitlandsjökull, Langjökull, Hagavatn, Bláfell, Kerlingarfjöll, Hofsjökull, Vatnajökull, Hekla, Tindfjallajökull, Eyjafjallajökull, Vestmannaeyjar, Ingólfsfjall, Esjan og Botnssúlur. Einnig sást inn á Snćfellsnes . Í suđvestri voru hin ţekktu Ţingvallafjöll, Skriđa ađ Skriđutindar og nágrannarnir, Kálfatindur, Högnhöfđi og Rauđafell. Síđan horfđum viđ niđur á Ţórólfsfell ţegar horft var í norđur.Skjaldbreiđur, ógnarskjöldur, bungubreiđur er magnađur nágranni en ţađ var dimmt yfir henni.
Gullni hringurinn og Hlöđufell, ţannig hljóđađi ferđatilhögunin. Lagt af stađ í skúraveđri frá BSI og komiđ viđ á Ţingvöllum. Ţar var mikiđ af fólki og margir frá Asíu. Eftir ađ hafa heilsađ upp á skálin Einar og Jónas var haliđ á Laugarvatn, einn farţegi bćttist viđ og haldiđ yfir Miđdalsfjall. Gullkista var flott en hún er áberandi frá Laugarvatni séđ. Síđan var keyrt framhjá Rauđafelli en ţar eru flott mynstur í móberginu. Ađ lokum var keyrt yfir Rótasand á leiđinni ađ Hlöđuvöllum.
Á leiđinni rifjuđum viđ Laugvetningarnir frá Menntaskólanum skemmtilega sögu sem Haraldur Matthíasson kennari átti ađ hafa sagt: "ađ ţađ vćri ađeins ein fćr leiđ upp á á Hlöđufell og ţá leiđ fór ég ekki."
Viđ fórum alla vega einföldustu leiđina. Ţegar komiđ er ađ skála Ferđafélags Íslands sést stígurinn upp felliđ greinilega. Fyrst er gengiđ upp á stall sem liggur frá fellinu. Ţegar upp á hann er komiđ er fínt ađ undirbúa sig fyrir nćstu törn en ţađ er skriđa sem nćr í 867 metra hćđ. Klettabelti er efst á leiđinni en mun léttari en klettarnir í Esjunni. Síđan er nćsti áfangi en um tvćr leiđir er ađ velja, fara beint upp og kjaga í 1081 metra hćđ. Ţá sést toppurinn en um kílómeter er ţangađ og síđustu hundrađ metrarnir. Ţađ er erfitt ađ trúa ţví en stađreynd.
Ţegar upp á toppinn er komiđ, ţá er geysilegt víđsýni, ćgifegurđ eins og áđur er getiđ. Á toppnum var óvćntur gjörningur. Einhverjir spaugsamir listamenn höfđu komiđ fyrir stöđumćli sem er algerlega á skjön viđ frelsiđ. Ţví stöđumćlar eru til ađ nota í ţrengslum stórborga. Einnig má sjá endurvarpa sem knúinn er af sólarrafhlöđum.
Gangan niđur af fjallinu gekk vel og var fariđ niđur dalverpiđ og komiđ ađ uppgönguleiđinni einu. Ţađan var keyrt norđur fyrir fjalliđ, framhjá Ţórólfsfelli og inná línuveg ađ Haukadalsheiđi. Gullfoss og Geysir voru heimsóttir á heimleiđinni.
Dagsetning: 19. september 2010
Hćđ: 1.186 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 460 metrar, viđ Hlöđuvelli, skála (64.23.910 - 20.33.446)
Hćkkun: 746 metrar
Uppgöngutími: 120 mín (13:00 - 15:00), 2,5 km bíll - Tröllafoss
Heildargöngutími: 210 mínútur (13:00 - 16:30)
Erfiđleikastig: 3 skór
GPS-hnit toppur: N: 64.25.171 - W: 20.32.030
Vegalengd: 5,8 km
Veđur kl 15 Ţingvellir: 7,2 gráđur, 1 m/s af NA, léttskýjađ
Ţátttakendur: Ferđaţjónustan Stafafelli, 8 manns.
GSM samband: Já - gott samband á toppi en neyđarsímtöl á uppleiđ.
Gönguleiđalýsing: Lagt af stađ frá Hlöđuvöllum, gengiđ upp á stall, ţađan upp í 867 metra hćđ en dalverpi er ţar. Leiđin er öll upp í móti en ţegar komiđ er í 1.081 metra hćđ, ţá er létt ganga, kílómeter ađ lengd ađ toppinum. Minnir á göngu á Keili.
Ferđafélagar á toppi Hlöđufells. Klakkur í Langjökli gćgist upp úr fönninni.
Stöđumćlirinn í víđerninu. Kálfatindur og Högnhöfđi á bakviđ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2010 | 21:51
Seljadalur – Torfdalshryggur (341 m)
Veđurspáin lofađi skúrum en ţađ var ágćtis veđur ţegar lagt var í hann frá Toppstöđinni. Ţegar komiđ var á Torfdalshrygg var úrkoman orđin ţétt.
Fyrst var komiđ viđ hjá Hafravatnsrétt en ţađ er ágćtt útivistarsvćđi sem Mosfellsbćr og skógrćktin halda um. Ţangađ hafđi ég ekki komiđ áđur og eflaust kíkir mađur ţangađ í vetur. Frá réttinni var ekiđ inn Ţormóđsdal ađ grjótnáminu viđ Silungavatn. Stefnan var sett á Nessel sem er vel stađsett í Seljadal. Ţar var lesinn húslestur fyrir göngumenn.
Ţađan var haldiđ á Torfdalshrygg en tekur hann nafn af Torfdal. Torf var rist í Torfdal. Reiđingur var tekinn í Torfdalnum og notađur yfir hey sem stóđu í heygörđum. Af Torfdalshrygg sást vel í nágrannan Grímarsfell og yfir í Helgadal. Einnig lá höfuđborgin undir fótum manns. Vífilsfell bar af í austri.
Úrkoma fćrđist í aukana ţegar haldiđ var niđur hrygginn ađ Bjarnarvatni en ţar eru efstu upptök Varmár. Í útfalli vatnsins stóđ eftir stífla sem Sigurjón Pétursson á Álafossi lét reisa áriđ 1926 eđa 1927 til vatnsmiđlunar. Viđ stífluna var nestisstopp í úrkomunni. Síđan hófst leitin ađ bílunum í kvöldrökkrinu.
Eftir ađ hafa gengiđ á hrygginn kom mér í hug hversu mörg örnefni tengjast mannslíkamanum. Hryggur, enni, kjálki (Vestfjarđakjálki), bak, barmur, bringa / bringur, geirvörtur, haus, háls, höfuđ, hné, hvirfill, hćll, kinn, nef, rif, tá, tunga, vangi, ţumall og öxl. Síđan hef ég fundiđ nokkur í viđbót, sum má deila um; Kollseyra, Tannstađir, Skeggöxl, Augastađir, Síđa, Kriki, Kálfatindar, Skarđ, Leggjabrjótur, Kroppur og Brúnir.
Dagsetning: 8. september 2010
Hćđ: 341 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 140 metrar, viđ Grjótnám í Ţormóđsdal (64.07.569 - 21.34.793)
Uppgöngutími: 55 mín (19:10 - 20:15)
Heildargöngutími: 125 mínútur (19:10 - 21:15)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit varđa: N: 64.08.611 - W: 21.34.555
Vegalengd: 7,0 km (2,0 km bein lína frá bíl ađ toppi.)
Veđur kl 21: 12,6 gráđur, 5 m/s af A og úrkoma, raki 84%, skyggni 35 km
Ţátttakendur: Útivistarrćktin, 36 manns, 12 bílar.
GSM samband: Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Létt ganga sem hófst viđ grjótnámiđ í Ţormóđsdal. Ţađan gengiđ inn Seljadal ađ Nesseli og á Torfdalshrygg. Gengiđ til baka međfram Bjarnarvatni. Vegalengd 7 km. Hćkkun 200 m.
Af Torfdalshrygg. Flott birta og mosinn og grjótiđ takast á. Grímarsfell gćgist yfir hrygginn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2010 | 14:19
Stađan á Ok - 19. júlí 2008
Ţađ hefur mikiđ vatn runniđ í gíginn. Ţann 19. júlí 2008 gekk ég á tignarlegt Okiđ. Lagt var í göngu á Ok frá vörđu á Langahrygg ţar sem vegurinn liggur hćst á Kaldadal, í 730 m hćđ. Langihryggur er forn jökulalda sem jökullinn á Okinu hefur ýtt upp.
Norđanvert í fjallinu á gígbarminum er hćsti punktur og ţar er varđa eđa mćlingarpunktur sem Landmćlingar Íslands hafa komiđ upp. Jökullinn á Okinu hefur fariđ minnkandi ár frá ári og er nú svo komiđ, ađ ađeins smájökulfláki er norđan í háfjallinu. Talsverđar jökulöldur og ruđningur neđar í hlíđinni vitna ţó um forna frćgđ. Rauđur litur er áberandi í skálunum.
Okiđ er kulnađ eldfjall, sem grágrýtishraun hafa runniđ frá, og er stóreflis gígur í hvirfli fjallsins og innan gígrandanna sést mótast fyrir öđrum gíghring. Gígurinn var áđur fyrr á kafi í jökli en er nú algerlega jökulvana. Sér móta fyrir vatni í gígnum og rann vinalegur lćkur úr öskjunni er grágrýtishraun runnu áđur. Munu ţetta etv. vera efstu upptök Grímsár í Lundarreykjadal en hún er mikil laxveiđiá. Ég mćldi ţvermál gígsins, frá vörđu ađ lćk, 889 metra og hćđarmunur tćpir 50 metrar.
Ţađ sem eftir er af jöklinum á Ok í júlí 2008. Ţađ sér í Vinnumannahnúk og Eiríksjökul í austri.
![]() |
Jöklarnir skreppa saman |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2010 | 21:41
Međalfell í Kjós (360 m)
Kjósin er breiđur dalur á milli Esjunnar ađ sunnan en Reynivallaháls ađ norđan. Í miđjum dalnum vestantil stendur stakt fell, sem heitir Međalfell. Útivistarrćktin heimsótti ţađ á fallegu ágústkvöldi.
Ţađ var fallegt og gott veđur allan daginn en dró fyrir sólu er vinnu lauk. Á Kjalarnesi á leiđinni upp í Kjós var napurt og hafđi ég áhyggjur af litlum aukafatnađi. Ţegar inn í Kjósina kom lćgđi og mildađist veđur. Ađkoman ađ fellinu austanverđu er glćsileg. Kyrrt Međalfellsvatn međ snyrtilegum sumarbústöđum og heilsárshúsum. Falleg tré í hverjum garđi.
Stafalogn var ţegar göngustafir voru mundađir og gekk vel ađ komast upp á felliđ. Víđsýni er ekki mikiđ ţví Reynivallarháls er hćrri í norđri. Í austri sá í Hvalfell og Botnsúlur eins og turnar, og síđan tók Esjan fyrir alla fjarsýn í suđur.
Dalirnir sem skerast inn í Esjuna norđanverđa fylgdu okkur. Eyjadalur, Flekkudalur og Eilífsdalur. Móskarđshnjúkar sýndu okkur ađra hliđ sína inn af Eyjadal og formfagurt fjall, Trana, tranađi sér fram austan viđ ţá.
Međalfell var ţakiđ krćkiberjum frá rótum og upp á bak, kolsvart og einnig voru bláber en í miklu minna mćli. Fylltu menn lúkur af krćkiberjum á milli skrefa. Á miđju fellinu var stoppađ í laut og nesti međ krćkiberjum snćtt.
Eftir smá stopp var haliđ áfram og eftir um 3 km gang er komiđ ađ vörđu og er ţar hćsti punktur á bungunni, 360 metrar. Ţegar gćgst var fram af brúnum fellsins sást vel gróiđ og búsćldarlegt land međ bugđótta og aflasćla Laxá. Í suđri sá í spegilslétt Međalfellsvatn. Ţegar vestar dró kom enn ein varđa og ţá sást Harđhaus í fyrsta skipti. Minnti ţessi sýn mig mikiđ á sýn frá Fimmvörđuhálsi og sá ţá yfir Heljarkamb og Morinsheiđi.
Af Harđhausnum er flott sýn í vestur út fyrir Hvalfjörđinn, austurhluta Akrafjalls og yfir álver Norđuráls og Járnblendiverksmiđjan menguđu fegurđina í Hvalfirđi í ljósaskiptunum. Ţegar myrkur var skolliđ á á heimleiđinni sáust ađeins ljósin í verksmiđjunum og lagađist sjónmengunin. Haldiđ var niđur gróinn Harđhaus í ljósaskiptunum og gengiđ ađ bílum í blóđrauđu sólarlagi. Byggđin viđ vatniđ naut sýn vel og nú skil ég af hverju margir listamenn búa ţarna en ţeir hljóta ađ fá mikinn innblástur á svona stundum.
Einn göngumađur skrifađi í stöđu sína á Facebook eftir ferđ á felliđ "bak viđ Esjuna":
"Fór í flottustu kvöldgöngu sumarsins........ Međalfell, sólsetriđ, ljósaskiptin, logniđ og hitinn fyrir svo utan fegurđina og félagsskapinn, fer sátt í háttinn! :-)"
Dagsetning: 18. ágúst 2010
Hćđ: 360 metrar
Hćđ í göngubyrjun: 76 metrar, viđ eystri enda fellsins (64.18.334 - 21.31.335).
Uppgöngutími: 80 mín (19:30 - 20:50) 2.9 km.
Heildargöngutími: 160 mínútur (19:30 - 22:10)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit varđa: N: 64.19.137 - W: 21.34.472
Vegalengd: 10 km (2,9 km bein lína frá bíl ađ toppi. Vestur enda Međalfells 4,5 km)
Veđur kl 21, Ţingvellir: 13,7 gráđur, 1 m/s af NA og bjart, raki 72%
Ţátttakendur: Útivistarrćktin, 50 manns - 17 bílar.
GSM samband: Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Lítil mannraun og ţćgileg kyrrđarganga yfir Međalfell í Kjós sem var ţakiđ krćkiberjum og einnig sáust bláber. Fallegt útsýni yfir búsćldarlega Kjósina, bugđótt Laxá í norđri og kyrrt gróđursćlt Međalfellsvatn í suđri.
Heimild:
Morgunblađiđ, 28. ágúst 1980.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 21:20
Kaldi - besti páskabjórinn
Ţađ er orđin hefđ hjá íslenskum bruggurum ađ bjóđa upp á páskabjór. Fimm bjórar eru á markađnum. Ég efndi til rannsóknar á vinnustađ mínum og fékk átta bjóráhugamenn međ í tilraunina. Smökkunin fór ţannig fram ađ bjórinn var borinn fram í glösum og fengu smakkarar ekki ađ vita hvađa tengund var undir smásjánni. Fólk hafđi í hug anda páskanna og vildi fá tenginu ţarna á milli. Smökkunin hófst á ljósustu bjórunum. Gefnar voru einkunir á bilinu 0 til 10.
Tegund | Styrkur | Flokkur | Litur | Verđ | Lýsing | Stig |
Egils páskabjór | 5,0% | Lager | Gullinn | 318 | Međalfylling, ţurr, ferskur, miđlungs beiskja. Létt korn, kćfa, baunir, hey. | 52 |
Tuborg páskabjór | 5,4% | Lager | Gullinn | 299 | Međalfylling, ţurr, mildur, lítil beiskja. Létt malt, karamella, baunir. | 54 |
Víking páskabjór | 4,8% | Lager | Rafgullinn | 309 | Međalfylling, ţurr, ferskur, miđlungs beiskja. Léttristađ korn, karamella, sítrus, mosi. | 55 |
Kaldi páskabjór | 5,2% | Lager | Rafgullinn | 329 | Mjúk međalfylling, ţurr, ferskur, lítil beiskja. Léttristađ malt, grösugir humlar, baunir. | 64 |
Miklholts papi | 5,6% | Öl | Brúnn | 399 | Ţétt fylling, ţurr, ferskur, miđlungs beiskja. Malt, kakó, baunir, hey, létt krydd. | 42 |
Kaldi páskabjór frá Bruggsmiđjunni Árskógsströnd kom lang best út úr könnuninni. Hann fékk 64 stig. Hann er margslunginn og bragđgóđur páskabjór sem kallar fram stemmingu og smellpassar međ svínasteikinni. Í bragđkönnun DV kom Kaldi eins vel út og var röđin mjög svipuđ nema hvađ vinnufélagar, sérstaklega kvennfólkiđ, var spart á háar einkunnir Miklholts Papa. Enda skapar sá bjór umrćđur.
Kaldi er bruggađur eftir aldagamli tékkneskri hefđ. Vatniđ er tekiđ úr lind viđ Sólarfjall í Eyjafirđi. Saaz humlar og tékkneskt malt eru notađir í framleiđsluna. Einn kostur er ađ bjórinn er án rotvarnarefna og viđbćtts sykurs.
Ég er alltaf hrifinn af framleiđslu Ölvisholts manna. Finnst ţessi súkkulađi-porter hjá ţeim vel heppnađur og svo spyrđa ţeir söguna skemmtilega inn í framleiđsluna.
Risarnir, Egill, Tuborg og Vífilfell taka litla áhćttu, ţeir fylgja gömlu bragđlínunni og setja lítinn páskaanda í framleiđsluna.
Ég mćli ţví međ bjórnum Kalda yfir páskahátíđina. Hann rímar einnig vel viđ veđriđ síđustu daga, norđan Kaldi.
Lífstíll | Breytt 2.4.2010 kl. 09:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2010 | 09:54
Myndakvöld Ferđafélags Íslands
Ţađ var húsfyllir á myndakvöldi FÍ í gćrkveldi. Atvinnuljósmyndararnir Christopher Lund og Haukur Snorrason fóru á kostum. En ţeir hafa getiđ sér gott orđ fyrir landslagsmyndir.
Christopher Lund hóf kvöldiđ eftirminnilega međ spurningunni, Hvađ er flott landslagsmynd? Hann sýndi nokkrar frábćrar myndir og var birtan lykilatriđiđ í myndunum ásamt stórbrotnu landslagi. Fólk er einnig ćskilegt í landslagsmyndum, ţá sjást stćrđarhlutföll. Eftir ađ hafa sýnt nokkrar myndir og velt upp spurningunni um góđa landslagsmynd, fórum viđ í ferđalag međ Chris til Langasjávar. Ég var svo heppinn ađ vera í ferđinni, Fegurđin viđ Langasjó í sumar. Ţađ var gaman ađ endurupplifa ferđalagiđ. Christopher Lund er međ vefinn www.chris.is og eru ţar nokkrar af landslagsmyndum sem sýndar voru. Ég mćli einnig međ myndasyrpu Chris. Hún er "awesome", eins og einn erlendur vinnufélagi minn lýsti henni.
Haukur Snorrason sýndi loftmyndir. Hann er íhaldssamari en Chris. Tekur loftmyndir úr sömu flugvél, međ sömu myndavél og Fuji Velvia 50 filmu. Ţađ voru mörg ný og skemmtileg sjónarhorn hjá Hauki af ţekktum og óţekktum stöđum.
Mér finnst ég alltaf svo ríkur eftir myndakvöld FÍ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 12:16
Ţorrabjór
Suttungasumbl ţorrabjór - frá Ölvisholti, mćli međ honum. Var í gćrkveldi, á Bóndadag, í mjög vel heppnuđu ţorrahlađborđi og viđ smökkuđum alla fjóra ţorrabjórana sem til eru á markađnum. Suttungasumbl er undir miklum áhrifum frá bjórmenningunni í Belgíu. Minnti mig á munkabjórana, La Trappe og Orval. Ölbjórinn skýjađi var sterkastur bjóranna, 7.2%, og fór vel međ ţađ. Einn smakkara fann fyrir eik og annar sítrus. Eflaust hafa ađalbláberinn og krćkiberin frá Vestfjörđum komiđ hér viđ sögu. Einnig er gaman hversu ţjóđlegir bruggmeistararnir í Ölvisholti eru. Bćtir ţađ bjórmenninguna.
Í bođi eru fjórar tegundir af ţorrabjór. Suttungasumbl frá Ölvisholti, Jökull ţorrabjór, Kaldi ţorrabjór og Egilsţorrabjór. Voru allir bjórarnir í 330 ml flöskum og blind smökkun.
Smökkunarmenn ţorrabjórsins voru mjög ánćgđir međ gćđi og breidd íslenska ţorrabjórsins og voru stoltir yfir ţví ađ geta á góđa kvöldstund međ íslenskri bjórframleiđslu og ţjóđlegum íslenskum mat.
Jökull ţorrabjór er međ mikilli karamellu og ţví er mikil jólastemming í bjórnum. Var hann dekkstur bjóranna og greindu menn sitrus.
Kaldi ţorrabjór var beiskastur, međ humla og sítrus áhrifum. Hann er laus viđ rotvarnarefni. Fundu menn fyrir tékkneskum áhrifum.
Egils ţorrabjór er hlutlausastur ţorrabjóranna. Ölgerđarmenn taka ekki mikla áhćttu. Ţeir eru stoltir af ţví ađ nota íslenskt bygg í framleiđslunni en ég hef grun um ađ ţađ sé mikiđ blandađ erlendu byggi. Ágćtis ímyndaruppbygging hjá Agli og styrkir sjálfsmyndina á Ţorra.
Tegund | Styrkur | Flokkur | Verđ | Lýsing |
Suttungasumbl ţorrabjór | 7,2% | Öl | 409 | Rafrauđur, skýjađur, međalfylling, ţurr, ferskur, miđlungs beiskja. Hveiti, malt, humlar. Höfugur. |
Jökull ţorrabjór | 5,5% | Lager | 347 | Rafgullinn, móđa. Létt međalfylling, ţurr, sýruríkur, miđlungsbeiskja. Malt, sítrus, ávaxtagrautur. |
Kaldi ţorrabjór | 5,0% | Lager | 323 | Rafgullinn. Mjúk međalfylling, ţurr, ferskur, miđlungsbeiskja. Malt, humlar, sođbrauđ. |
Egils ţorrabjór | 5,6% | Lager | 319 | Gullinn, međalfylling, ţurr, ferskur, lítil beiskja. Létt malt, ljóst korn. |
Lífstíll | Breytt 25.1.2010 kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2009 | 23:40
Jólabjór
Einn ađ góđum fylgifiskum jólanna er jólabjór.
Íslensku örbrugghúsin eru frumleg. Ţví bíđ ég ávallt spenntur eftir afurđum frá ţeim. Ţar er nýsköpun lykilorđiđ.
Í fyrstu smökkun voru tveir jólabjórar í úrtakinu, Víking jólabjór og Kaldi Jólabjór. Voru menn sammála um ađ Kaldi vćri međ meiri karakter. Hinn rotvarnarlausi Kaldi var mildur á bragđiđ og endađ í ágćtri karamellu bragđi. Víking var daufur í dálkinn og bragđlítill.
Í annarri smökkun voru ţrír jólabjórar smakkađir blindandi og voru fjórir bjóráhugamenn í dómarasćtinu. Fyrst var fram borinn Egils Malt Jólabjór. Síđan belgíski bjórinn
Delirium Christmas og ađ lokum Ölvisholt Jólabjór Reyktur Bock. Voru bjórnum gefnar einkunnir frá 0 til 10 og fagleg umsögn.
Egils Malt Jólabjór - (8, 7, 8, 8) - Dökkur, mildur og sćtur, milt maltbragđ. Ekta jólabjór. Sćtt milt maltbragđ sem gengur í flesta.
Delirium Christmas - (6, 8, 3, 7) - Ţurr, batnar eftir ţví sem á líđur, gruggugur međ spírabragđi, hrár međ jurtabragđi. Bjórinn hafđi ţá náttúru ađ lagast međ hverjum sopa. Hann er sterkur, 10% og sá eini í öl-flokknum. Ţessi bjór skapar umrćđur.
Ölvisholt Jólabjór Reyktur Bock- (4, 7, 5, 5) - Rammur, nýtur sín betur međ hangikjöti. Bragđmikill reykkeimur einkennir bjórinn sem gerir hann sterkan og skarpan. Smellpassar međ reyktum mat.
Eftir formlega blinda smökkun var Kaldi jólabjór á bođstólum og fannst sérfrćđingum hann vera ţessum ţrem bjórum fremri.
Jökull jólabjór var uppseldur en hann var ađ fá góđa dóma rétt eins og Tuborg.
Niđurstađan er sú ađ litlu brugghúsin á Íslandi eru frumleg og fremri risunum í útfćrslum sem velja öruggustu leiđina ađ bragđlaukunum.
Myndir fengnar af vefnum vinbudin.is og sýnir röđ bjóranna í smökkuninni.
Lífstíll | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2009 | 00:00
Grímmannsfell (484 m)
Ég hef mikiđ útsýni til norđurs á vinnustađ mínum, hátt upp á Laugavegi ofanverđum. Ég stillti skrifborđsútsýni mínu til austur međan flestir ađrir sneri baki viđ Esjunni. Úlfarsfelliđ er ţví mjög áberandi og Hengillin nokkru aftar. Ţađ mótar fyrir öxl norđan meginn viđ Úlfarsfell. Ég hafđi ekki velt henni neitt fyrir mér.
Ţađ var ekki fyrr en eftir gönguferđ međ Gunnlaugi Benedikt frá Stafafelli ađ ég áttađi mig á fjallöxlinni. Ţetta er norđvesturendi Grímmanssfells í Mosfellssveit. Ţađ blés heldur betur um okkur ţegar viđ gengum upp hćđina. Nú fer hún ekki framhjá mér. Ég á vindbarđar minningar um hana.
Lagt var af stađ frá bakaríinu í Mosfellsbć kl. 10.15 og keyrt í átt ađ Ţingvöllum. Rétt áđur en komiđ er ađ hinum sögufrćga Gljúfrasteini var beygt af leiđ, inn Helgadal. Ţar er mikil hestamenning. Einnig skógrćkt, refarćkt og gróđurhús. Fjallarútan lagđi viđ hestgerđi og ţađan lá leiđin upp á hiđ umfangsmikla Grímmannsfell en ţađ eru til nokkrar útgáfur af nafninu, Grímannsfell, Grímarsfell, eđa Grimmannsfell. Nafniđ er fornt, eflaust hćgt ađ fćra rök fyrir ţví ađ ţađ sé frá Landnámsöld.
Ţegar ofar dró í felliđ, jókst vindur. Mikill vindstrengur blés inn Katlagil og fagnađi mađur hverju aukakílói. Viđ náđum hćđinn fljótt og ţegar innar í giliđ eđa dalinn var komiđ var hćgt ađ finna logn. Stefnt var ađ ţví ađ ganga stóran hring í kringum Helgadal međ viđkomu á hćsta punkti, Stórhól.
Gangan á Grímmannsfelli minnti mig mjög á göngu á Akrafjall. Veđur var svipađ og tvćr fjallbungur sem klofna í tvennt fyrir miđju ţar sem á rennur um gil sem endar í fögru gljúfri.
Eftir nokkuđ rölt var ákveđiđ ađ ganga úr skjólinu og kíkja á barma fellsins til ađ sjá til Ţingvalla og nágrennis. Ţví var tekinn aukakrókur. Útsýni er ágćtt yfir Ţingvallahringinn en mest ber á Mosfellsheiđi og Borgarhólum sem fóđruđu heiđina af hrauni. Hengillinn er góđur nágranni og Stóra Kóngsfell áberandi í Bláfjallaklasanum.
Eftir matarstopp međ sýn yfir Mosfellsheiđi var áhlaup gert á Stórhól í miklum mótvindi. Ţegar á hólinn var komiđ blés vel á göngumenn og tók lítil varđa á móti okkur. Fagnađ var í stutta stund og lagt af stađ stystu leiđ ađ rútu. Stóri hringurinn og hólarnir tveir, Kollhóll og Hjálmur verđa heimsóttir siđar. Í minni vind.
Fagnađ á Grímmannsfelli í 35 m/s. Úlfarsfell og höfuđborgin í bak.
Um tilvist Grimmansfells er um ţađ ađ segja ađ ţađ ásamt öđrum fellum í nágrenninu leifar af hinu forna Esjufalllendi sem ísaldarjöklar hafa ekki alveg náđ ađ jafna út. Er ţađ ţví nokkuđ komiđ til ára sinna.
Dagsetning: 15. nóvember 2009Hćđ: 482 metrar
Hćđ í göngubyrjun: Viđ hestagerđi Helgadal, tćđ 400 metra raunhćkkun
Uppgöngutími: 2 klst. og 30 mín (10:30 - 13:00)
Heildargöngutími: 3 klst. og 30 mín (10:30 - 14:00)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit tindur:
Vegalengd: 6 km
Veđur: 3 gráđur, hvassviđri 15 m/s af NA en bjart
Ţátttakendur: Ferđaţjónustan Stafafelli, 8 manns
GSM samband: Já
Gönguleiđalýsing: Létt og ţćgileg hringleiđ, stutt frá borginni sem minnir á Akrafjall međ nokkrum möguleikum á útfćrslu.
Heimild:
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggiđ
Sigurpáll Ingibergsson
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 234912
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar