Færsluflokkur: Samgöngur
28.3.2010 | 20:26
Slysið á Fimmvörðuhálsi árið 1970
Í fréttum á Stöð 2 í kvöld var Kristján Már Unnarsson, fréttamaður með áhrifamikla frétt um fólk sem varð úti á Fimmvörðuhálsi árið 1970. Jarðeldarnir sem eru nú helsta fréttaefnið komu upp á sömu slóðum og fólkið varð úti. Fyrir fimm árum var settur upp minningarskjöldur um slysið og er áhrifamikið að koma að honum í gönguferð yfir hálsinn. Hann minnir á hættur íslenskrar náttúru. Einnig á boðskapurinn vel við núna en svæðið er hættulegt og kalt er í veðri.
Nú er spurning um hvort hraun hafi farið yfir minnisvarðann.
Á minningarskildinum er mynd af Dagmar Kristvinsdóttur (f. 18.1.1949), sjúkraliða á Kleppspítala einnig eru letruð nöfn Elisabeth Brimnes (f. 31.05.1942), handavinnukennara á Kleppsspítala og Ivar Finn Stampe (f. 18.12.1940) Sendiráðsritara Dana.
"Úr ársskýrslu Landsbjargar 1970"
Það hörmulega slys varð aðfaranótt Hvítasunnudags 17. maí, að tvær ungar stúlkur og þrítugur maður urðu úti á Fimmvörðuhálsi er 11 manna hópur frá Skandinavisk Boldklub ætlaði að ganga frá Skógum undir Eyjafjöllum yfir hálsinn og niður í Þórsmörk. Hópurinn lagði af stað í góðu og björtu veðri frá Skógum, en um miðnætti versnaði veður skyndilega með rigningu og síðan stórhríð, en þá var fólkið statt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Heljarkambi.
Vindurinn var sunnanstæður, þannig að ógerlegt var að snúa við. Sæluhús er efst í skarðinu, en fararsjórinn sem var reyndur ferðamaður lagði ekki í að reyna að ná þangað og hélt undan veðrinu norður yfir hálsinn.
Þau þrjú sem létust, gáfust upp vegna þreytu og kulda, með stuttu millibili. Þeir sem eftir lifðu, reyndu síðan að brjótast áfram niður í Þórsmörk, en veður fór batnandi. Maður úr hópnum hafði verið sendur á undan til að ná í hjálp. Kom hann niður hjá Básum, en þar beið sá hluti hópsins, er ekki fór í fjallgönguna ásamt bifreiðastjóranum sem skipulagði björgunaraðgerðir, en í öðrum skálum í nágrenninu voru hópar frá FÍ og Farfuglum.
Þeir sem af komust úr leiðangri þessum, voru flestir illa til reika er niður af fjallinu kom. Fram kom hjá björgunarmönnum að fólkið hafði dáið úr kulda, fyrst og fremst vegna þess hversu illa það var klætt. En aldrei er of brýnt fyrir fólki að búa sig í góð skjólföt í fjallaferðir og ef til vandræða horfir að leita skjóls og setjast niður áður en það örmagnast af þreytu og kulda.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2009 | 09:42
Strætóblinda
Ég lenti í undarlegi strætóblindu í gær. Þegar viðburðarríkum vinnudegi var lokið var mætt í biðskýlið við Laugaveg 182. Taka átti tvistinn upp í Hamraborg og var hans vænst kl. 17.04. Eftir að hafa beðið þolinmóður í nokkrar mínútur umfram áætlaðan tíma birtust þrír vagnar. Fremstur meðal jafningja var vagn nítján, síðan kom fimmtán. Þriðji vagninn kom strax í kjölfarið eða réttar sagt vagnfarið. Ég og annar umhverfisvænn ferðamaður sem tekur ávallt sama vagn stukkum upp í þriðja vagninn án þess að hika og sýndum strætókortin okkar.
Þegar strætó er að nálgast Laugardalinn, þá fer hann að ferðast undarlega. Leita á vinstri akreinina. Þetta var ekki samkvæmt norminu. Loks beygði hann niður Reykjaveg. Þar kom skýringin á undarlegu aksturslagi nokkru fyrr. Hinn strætófarþeginn fór fram og ræddi við bílstjórann. Hann sagðist vera leið 14 og færi um Vogana en kæmi á Grensásveg, þar gætum við náð tvistinum. Var hann hinn hjálplegsti.
Við félagarnir ræddum þessa strætóblindu í nokkurn tíma á eftir. Ég var sannfærður um að það stóð 2 framan á vagninum og ferðafélaginn var einnig á þeirri skoðun. Þegar hress strætóbílstjórinn skilaði okkur á Grensásveg, þá gekk ég framfyrir vagninn til að tékka á númerinu, þar stóð 14. Við báðir höfðum því verið slegnir strætóblindu sem er eflaust náskyld lesblindu.
Annars var þessi korters útidúr fínn. Við ferðuðumst eftir Langholtsvegi og sáum heimavöll mótmælanda Íslands, Helga Hóesasonar. Það var athyglisvert að sjá bóm og mótmælaskilti á bekk einum þar sem möguleg stytta gæti risið í framtíðinni.
26.8.2009 | 22:34
Vegaslóði við bakka Langasjávar
Mikil umræða hefur verið um vegaslóða eftir þarfa grein frá fv. umhverfisráðherra, Kolbrúnu Halldórsdóttur. Friðlandið í Þjórsárverum er helzt til umræðu.
Um miðjan ágúst var ég ásamt góðum gönguhóp á vegum Augnabliks að upplifa fegurðina við Langasjó. Hægt er að fara eftir vegaslóða fyrir ofan vatnið og upp á Breiðbak (1.018 m). Þaðan er hægt að komast í Jökulheima og er sú leið oft farin af jeppamönnum.
Einnig er slóði eftir jeppa meðfram vestari bakka Langasjávar. Leitarmenn hafa notað hann til að komast inn eftir vatninu. Í nýjustu útgáfu GPS kortagrunns er slóði þessi merktur inn. Stundum þarf að krækja fyrir kletta og keyra út í vatnið.
Krækja þarf fyrir móbergshrygginn sem skagar út í vatnið til að komast áfram. Vegslóðinn er um 16 km frá Sveinstind og liggur eftir bakkanum norðanverðum. Gæti verið í svokallaðri Bátavík, eigi langt frá tíu skeyta skeri.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2009 | 00:33
Hop jökla
Þær eru áhrifamiklar myndirnar hjá Ragnari Th. Sigurðssyni af Jökulsárlóninu. Það fer ekki á milli mála að miklar breytingar eru á Lóninu og brátt verður þa' hinn dýpsti fjörður. Einar Björn, staðarhaldari á Jökulsárlóni, nær kannski að bjóða ferðir inn að Esjufjöllum áður en hann kemst á eftirlaun.
Þær eru einnig mjög greinilegar breytingarnar á Gígjökli eða Falljökli í Eyjafjallajökli. Þær er ekki eins góðar og hjá RTH en segja sína sögu um áhrif hlýnunar á jökulinn. Fyrri myndin var tekin árið 2001 og síðari í lok júlí 2009.
Jökulsporðurinn teygir sig langt fram í Lónið. Mynd tekin 2. júní 2001. Þrem árum fyrr (1998) var skriðjökullin upp fyrir kambinn alla leið niður.
Þann 28. júlí 2009 nær tungan varla niður í Lónið og það sér í nýtt berg.
Myndröð af bráðnuninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.11.2008 | 00:02
Fyrirbænir prestsins
Meira er sagt frá Skaftfellingum í bókinni Vadd' úti. Klerkurinn í Bjarnanesi, Eiríkur Helgason kemur við sögu en hann þróaði Hornafjarðarmannan milli þess er hann messaði. Grípum niður í frásögnina af fyrstu rannsóknarferðinni á Vatnajökul 1951.
"Þá kom þar að Eiríkur Helgason, prestur í Bjarnanesi, skólabróðir Jóns Eyþórssonar. Hann flutti yfir okkur mikla tölu og bað fyrir ferðum okkar á jöklinum, að Guð almáttugur héldi verndarhendi yfir okkur og veður reyndust okkur hagstæð."
Á öðrum degi brast á stórviðri sem stóð lengi.
"Þetta voru hryllilegir sólarhringar og ekki gæfuleg byrjun á leiðangrinum. Þegar mestu kviðurnar gengu yfir varð Jóni oft á orði að prestinum, skólabróður sínum hefði nú verið betra að halda kjafti og að lítið hafi Guð almáttugur gert með orð prestsins."
Eftir 40 daga á víðáttum Vatnajökuls í rysjóttum veðrum hittust leiðangursmenn og klerkur:
"Farið var með allan leiðangursbúnaðinn til Hafnar í Hornafirði. Þegar þangað kom hittum við séra Eirík Helgason, sem hafði beðið fyrir ferð okkar á jökulinn og sérstaklega fyrir góðu veðri. Jón Eyþórsson sagði strax að fyrirbænir hans hafi komið að litlu liði.
Séra Eiríkur sagði okkur þá að fara varlega í að gera lítið úr þeirri blessun sem hann óskaði að fylgdi okkur. Ef hann hefði ekki beðið fyrir okkur hefðum við líklega drepist. Meðan við vorum á jöklinum hafði nefnilega gengið yfir landið eitt versta norðaustanbál sem menn höfðu kynnst á Íslandi."
Magnaður klerkur séra Eiríkur! - Niðurstöður leiðangursins sem Eiríkur blessaði, var: Meðalhæð Vatnajökuls er 1220 metrar, en meðalhæð undirlags jökulsins 800 metrar. Meðalþykkt jökulíss er því 420 metrar og flatarmál 8.390 ferkílómetrar. Ef allur ís Vatnajökuls bráðnaði myndi yfirborð sjávar um alla jörð hækka um 9 millimetra. Til samanburðar myndi sjávarborð hækka um 5,6 metra ef Grænlandsjökull færi sömu leið.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 233609
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar