Færsluflokkur: Dægurmál
20.3.2008 | 09:11
Þingvellir af heimsminjaskrá?
24stundir varpa þessari dapurlegu spurningu fram í Skírdagsblaðinu. Óskemmtileg spurning á svo snemma um páskahátíðina. Þingvellir eru eini staðurinn á Íslandi sem er á heimsminjaskránni og getur fallið af henni ef fyrirhugaður Lyngdalsheiðarvegur verður lagður. Mun nýi vegurinn kom í stað Gjábakkavegar sem þykir ekki henta til hraðaksturs.
Þjóðir í kringum okkur keppast við að komast á Heimsminjanefnd UNESCO. Það styrkir sjálfsmynd þeirra og tryggir að komandi kynslóðir geti notið fyrirbærisins.
Í júní sl. fengu stjórnvöld á Tenerife þau skilaboð að El Teide þjóðgarðurinn hefði verið tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO. Tenerife búar, sem keppa við Íslendinga um ferðamenn, voru mjög ánægðir með niðurstöðuna. Höfðu eignast tákn "emblem" um náttúru eyjunnar.
Það yrði mikið áfall ef við Íslendingar klúðrum Þingvöllum af heimsminjaskránni út af hraðbraut sem gæti skaðað lífríki vatnsins. Við eru þá komin í hóp með Talibönum en þeir eyðilögðu ómetanlegar styttur sem höggnar voru í kletta. Við töpum tákni okkar, Þjóðgarðinum. Við stöndum þá uppi með brotna sjálfsmynd.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 23:27
Sólarkaffi
Sá í fréttum að Siglfirðinga voru að fagna því að sjá sólina. Þeir halda hátíð mikla, sólarkaffi.
En það eru fleiri en Siglfirðingar sem sjá ekki til sólar yfir svartasta skammdegið. Einn bær, Syðri-Fjörður í Lóni er ekki vel staðsettur m.t.t sólbaða.
Sólargangur er einna stystur í Syðra-Firði á byggðu bóli hérlendis og orti Eiríkur Guðmundsson bóndir þar 1904-1920 eftirfarandi vísur sem orðið hafa lífseigar:
Mikaels frá messudegi
miðrar góu til
í Syðra-Firði sólin eigi
sést það tímabil.
Lengi að þreyja í þessum skugga.
þykir mörgum hart,
samt er á mínum sálarglugga
sæmilega bjart.
Mikalesmessa eða Mikjálsmessa hefst 29. september og mið góa er í byrjun mars.
Heimild: Árbók FÍ 1993.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 20:16
35 ár frá eldgosi í Vestmannaeyjum
Hvar varst þú 23. janúar 1973, fyrir 35 árum?
Þetta er einn af þeim dögum sem mér hefur ekki liðið úr minni. Ég var að verða átta ára og man hvernig veðrið var á Hornafirði dag þennan. Það var þokusúld og milt veður. Fyrstu fréttir í morgunsárið voru magnaðar og þjóðin fylgdist vel með.
Þó ég þekki söguna vel um náttúruhamfarirnar í Vestmannaeyjum, þá finnst mér alltaf gaman að rifja dag þennan upp. Ég ætla að horfa í þrjátíuogfimmta sinn í röð á þátt um gosið í Eyjum á eftir. Þetta verður nostalgískur þáttur.
Svo heyrist mér Íslendingar loksins vera að gjósa á móti Ungverjum í handboltanum, 22-19 fyrir Eyjamenn!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2007 | 20:02
Gleðileg jól!
Helzta afrek dagsins hjá okkur Ara. Ari vildi hafa jarðaber í stað gulrótar í nasarholum. Gaman að fá svona sendingu á jóladag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 23:32
Pólverjarnir í Leifsstöð
Ég var svo frægur að vera meðal 300 Pólverja í Leifsstöð á föstudaginn síðasta. Áætlað flug til Lundúna var kl. 07:15 en við fórum í loftið 13 tímum síðar. Ég heyrði í fólki sem kom síðar um daginn að fréttir hefðu borist af ólátum Pólverja og drykkju. Þessar fréttir komu mér á óvart, því ekki var ég var við mikil drykkjulæti. Pólverjarnir voru hagsýnni en ég í bjór og léttvínskaupum. þeir keyptu kippur í fríhöfninni fyrir sanngjarnt verð en máttu ekki drekka nálægt veitingaaðstöðunni. Einnig buðu flugfélögin upp á morgunverð og hádegisverð. Inni í því var lítil léttvínsflaska, hvít eða rauð. Sjálfur settist ég í leðurstól sem ég fann og sofnaði. Það var ekkert annað að gera eftir að ég var búinn að lesa tvö tímarit, nýjustu Útiveru og National Geography. Einnig las ég DV tvisvar.
Í 24 stundum segir "Fríhöfn lokað vegna fullra útlendinga"
Haft er eftir Borgari Jónssyni, vaktstjóra í fríhöfninni í Leifsstöð: "Það er ekkert vesen, en þeir eru búnir að drekka mikið. Þeir eru rólegir hérna frammi og einn og einn sofnaður - bara eins og við værum í útlöndum."
Það var nefnilega það. Skyldi ég hafa verið talinn vera ofurölvaður Pólverji? Engar óspektir var ég var við en hins vegar fóru Pólverjarnir frjálslega með að virða reykingarbannið í Leifsstöð. Verslunum var lokað á tímabili, ekki veit ég hvort það var út af vaktaskiptum eða hræðslu við óeðlilega vörurýrnum.
Þessi frétt um lokun á áfengissölu í Leifsstöð í 24 Stundum er oflituð af útlendingafordómum. Svona er vanþakklæti heimsins. Pólverjar komnir til að vinna fyrir laun sem ekki eru mönnum sæmandi og fá svona frétt að launum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2007 | 22:05
Útsæðiskartöflur frá Hornafirði
Ég var að leita í Gagnasafni Morgunblaðsins fyrir nokkru. Leitin beindist að einhverjum atburð tengdum Hornafirði. Algengasta niðurstaðan sem birtist var auglýsing um kartöflur frá Hornafirði. Það er eins og Hornafjörður hafi verið kartöflukista fyrir höfuðborgarsvæðið. Bestu kartöflurnar komu frá Hornafirði. Sum árin var ekkert minnst á Hornafjörð nema í gegnum kartöfluauglýsingar. Þannig að fyrir rúmri hálfri öld hefur ímynd Hornafjarðar verið kartöflur.
Nú er spurningin um hvaða ímynd Hornafjörður hefur.
a) Humar
b) Náttúrufegurð
c) Vatnajökulsþjóðgarður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 18:44
Er Ísland etv. ekki bezt í heimi?
Í síðasta mánuði bárust þær fréttir að Ísland væri bezta landi í heimi samkvæmt árlegri úttekt lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Allir fögnuðu.
Nú í byrjun þessarar viku komu niðurstöður úr PISA-rannsókninni á árangri grunnskólanemenda. Þar fá Íslendingar slæma útkomu. Í Fréttablaðinu í dag er frétt á bls. 2: PISA-samanburður milli landa skakkur. Það gat nú verið. Ávallt þegar Ísland skorar lágt í samanburði við önnur lönd heimsins, þá er umdeilanlegt hvort það þjóni tilgangi að bera saman meðal námsárangur milli landa. Eða röng gögn eru notuð. Hins vegar eru öll gögn og allar aðferðir óumdeilanlegar þegar við náum góðu skori.
Geir Haarde var fyrir stuttu til svara þegar Standard og Poor lækkuðu umsögn um lánshæfismat Ríkissjóðs. Hann sagði í Sjónvarpinu að þeir S&P-menn hefðu gamlar og úreltar upplýsingar!
Því spyr ég. Voru etv. röng göng notuð þegar við toppuðum lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 11:20
Hvítanesjól - 20 ár frá strandi Hvítanes í Hornafjarðarósi
Brátt verða 20 ár síðan Hvítanesið strandaði í Hornafjarðarósi og hélt þar til yfir jólahátíðina. Strandið rifjaðist upp fyrir mér eftir óhapp flutningaskipsins Axels við Borgeyjarboða í vikunni. En Hornafjarðarós hefur orft verið erfiður í samskiptum manns og náttúru.
Hvítanesið strandaði þann 22. desember 1987 og komst á flot á nýjársdag. Mér eru þessi jól eftirminnileg út af því að það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði um hádegið var að gá að Hvítanesi til að sjá hvernig það hefði það í Ósnum. En útsýni yfir Ósinn er fínt af Fiskhólnum. Fyrst var farið út í glugga og vetvangurinn skoðaður síðan var ekið út í Ósland og frétta aflað. Það voru fleiri en ég sem fylgdust með björgunaraðgerðum. Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki í Óslandi. Björn Lóðs og skipverjar fóru margar ferðir á milli bryggju og skips en á því stóð stórum stöfum BACALAO ISLANDIA. Síðan kom Ljósafoss milli hátíða og tók þátt í affermingu á saltfisk. Brennan varð einnig minnisstæð en skipið var í bakgrunni en þá var stutt í frelsið. Man að veður var hagstætt, rauð jól. Þetta var sannkallað jólastrand og í minningunni eru þetta Hvítanesjólin, þó rauð væru!
Í Morgunblaðinu, 5. janúar 1988 segir þetta um strandið:
TAP Nesskipa vegna strands Hvítaness við Höfn í Hornafirði nemur um 6-7 milljónum, að sögn Guðmundar Ásgeirssonar forstjóra. Er þetta aðallega vegna rekstrartaps en skipið var á strandstað frá 22 desember til 1. janúar. Kostnaður viðað losa skipið af strandstað fellur á tryggingafélög skipsins og sagðist Guðmundur ekki vita hve mikill sá kostnaður yrði en það yrðu einhverjar milljónir.
Hvítanesið losnaði af strandstað á nýársdag og sagði Guðmundur að skipið hefði ekki verið mikið skemmt. Gert var við skipið til bráðabirgða og átti það síðan að fara áleiðis til Portúgal og Spánar í gærkvöldi eða nótt. Skipið fer síðan í viðgerð. Hvítanes var með 1100 tonn af saltfiski innanborðs þegar það strandaði og var stórum hluta farmsins skipað upp í Ljósafoss. Einnig komst vatn í neðstu saltfisklög á 87 brettum og verður sá saltfiskur endurunninn.
Sjópróf vegna strandsins fóru fram í gær á Höfn. Guðmundur sagði að aðalorsök strandsins hefði verið talsvert innfall eftir að háflæði var samkvæmt almanaki. Þegar skipinu var siglt inn í Hornafjarðarós og því beygt fyrir svokallaðan Arnarfjörutanga, hafi aðfallið lent á skipinu og hrakið það upp á grynningar áður en það komst í innsiglingarrennuna. Guðmundur sagði að hafnsögumaður hefði verið um borð.
Björn Lóðs í einni ferðinni á milli bryggju og Hvítanes.
Útsýni frá Fiskhól. Gróðurhúsaáhrifin komin til Hornafjarðar. Ekki snjókorn að sjá.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 23:30
Minni eyðsla, minni mengun og betri aksturseiginleikar!
Í dag var fallegt veður, kalt og stillt. Í fréttum um hádegisbil kom fram að fólk með öndunarerfiðleika ætti að halda sig frá helztu umferðaæðum vegna svifryksmengunar.
Ég keypti í haust hjá Betra grip ný dekk undir Ravinn minn. Þeir hafa umboð fyrir hin góðu BLIZAKK Bridgestone loftbóludekk sem standa sig feikivel í vetrarfræðinni.
Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík segir í ljóðinu. Síðustu ár hefur svifryk frá götunum skemmt vorkvöldin í Reykjavík. Ég ákvað því í haust að gera mitt til að endurvekja vorkvöldin. Svarið var Bridgestone loftbóludekk frá Betra grip. Þegar ég ók frá dekkjaverkstæðinu með góðu og persónulegu þjónustuna fann ég strax mun á betri askturshæfni RAV4 bílsins. En loftbóludekk eru mikið skorin, mjúk og hafa stóran snertiflöt. Fyrir vikið hafa þau meira veggrip. Nokkrum dögum síðar fór ég í langferð og mældi bensíneyðsluna. Það kom mér þægilega á óvart að hún minnkaði um 10% með nýju dekkjunum. Því mæli ég hiklaust með Bridgestone-loftbóludekkjunum við vini mína. Minni eyðsla, minni mengun og betri aksturseiginleikar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 10:14
Samgönguvika
Það var fallgur föstudagur í morgun. Ég átti erindi í miðbæinn í morgun og tók þjón náttúrunnar, strætó.
Í Hamraborginni þarf að taka ásinn niður í Lækjargötu. Þegar vagninn stoppaði var hann vel mannaður. Setið í hverju sæti og margmennt í stæði miðsvæðis. Eftir að við Hamraborgarar bættumst við var fullt fram að framdyrum. Ástandið minnti mig á myndir frá Indlandi og Kína. Það vantaði bara fólk sem hékk utaná vagninum. Meðal farþega voru Svíar og töluðu mikið. Það var skemmtileg alþjóðleg stemming í vagninum. Ferðin niður í miðbæ gekk vel í fallega veðrinu. Á Miklubraut er sé akrein fyrir almenningsfaratæki. Það var góð tilfinning að keyra framhjá einkabílaröðinni.
Vinsældir Strætó eru að aukast og eru það góðar fréttir. Virðingin og stemmingin fyrir þessum ferðamáta er að aukast. Það sést vel á því að símafyrirtækið Sko er búið að finna markhóp í farþegum Strætó. Auglýsingin hefst eitthvað á þessa leið. - Ef þú er svo sniðugur að nota strætó til að spara pening, eyða honum ekki í vitleysu einsog bensín og tryggingar þá ættir þú að skoða fleiri möguleika á sparnaði. Síðan segja þau frá sparnaðarleiðum sínum.
Eftir að stuttu erindi mínu var lokið í miðbænum þá tók ég vagn upp á Hlemm. Ásinn kom eins og kallaður en var tómur. Ég var einn alla leið upp á Hlemm. Það var íslensk stemming á leiðinni. Ég þjónaði náttúrinni, ég tók strætó.
Hins vegar er farþegafjöldi í strætó eins og veðrið hér á Íslandi. Annaðhvort í ökkla eða eyra. Pikkfullt eða tómt. Stormur eða góðviðri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 2
- Sl. sólarhring: 121
- Sl. viku: 278
- Frá upphafi: 236711
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 222
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar