Færsluflokkur: Dægurmál
26.7.2007 | 15:36
Reina Sofia airport og flugvöllur Vigdísar forseta
Sumarævintýrinu á Tenerife lauk kl. 22.53 á flugvellinum Sofia Reina í gærkveldi. Flugvél frá Astreus beið okkar og lentum við á Keflavíkurflugvelli kl. 3.25.
Annar alþjóðaflugvöllur er í norðri á eyjunni, hjá La Laguna. Hann heitir Tenerife Los Rodeos Airport.
Flugvöllur drottningar Soffíu var byggður og tekin í notkun árið 1978 eftir slysið hörmulega á Los Rodeos 27. mars árið 1977 er 583 farþegar létust og 61 slasaðist er tvær Boeing 747 þotur lentu í árekstri á flugvellinum. "Tenerife disaster" er þessi atburður kallaður og er mannskæðasta flugslys sögunnar.
En víkjum að nafninu á syðri flugvellinum í Tenerfie. Reina þýðir drottning of Sofia er nafnið á núverandi drottningu Spánar, Soffíu frá Greece og Denmark. Hún tók við tign árið 1975 og er gift Juan Carlos.
Erlendir flugvellir heita oft eftir þjóðhöfðingum sínum eða þekktum einstaklingum. Má nefna fyrir utan flugvöll Soffíu drottningar, John F. Kennedy flugvöll hjá New York, Charles de Gaulle hjá París og John Lennon í Liverpool.
Því spyr ég hvenær við Íslendingar eignumst okkar alþjóða flugvöll sem ber nafn þjóðhöfðinga okkar. Hefðin er að skíra flugvelli eftir nálægum stað, t.d. Hornafjarðarflugvöllur og Akureyrarflugvöllur. Hvernig væri að eignast Vigdísar flugvöll og flugvöllur Ólafs Ragnas. Við höfum stigið skrefið til hálfs, nefnt flugstöðina eftir gamalli þjóðhetju, Leifi Eiríkssyni.
Íslendingar hafa ekki verið duglegir að halda nöfnum þjóðhöfðinga á lofti. Etv. vegna þess að stéttarskipting er ekki mikil hér á landi. Ekki er til stytta af neinum af forsetum okkar, bara til af athafnaskáldum.
Það hefði verið gaman að lenda í nótt á Vigdísar flugvelli eftir að hafa tekið á loft hjá Soffíu drottningu!
Dægurmál | Breytt 27.7.2007 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 08:02
Öld frá slysinu í Öskjuvatni
Í dag, 10. júlí er nákvæmlega öld liðin frá slysinu dularfulla í Öskjuvatni. Er Þjóðverjarnir Walther von Knebel, jarðfræðingur og Max Rudloff, listmálari hurfu niður í Öskjuvatn með segldúksbát sínum. Þriðji leiðangursmaðurinn, sá er eftir lifði, hét H. Spethmann var hann jarðfræðingur.
Sumarið 1908 kom unnust von Knebels, Ina von Grumbkov, til Íslands með jarðfræðingnum Hans Reck til þess að leita skýringa á slysinu hörmulega í Öskju, og leita líkamsleifa sem ekki fundust. Reck kleif Herðubreið fyrstur mann ásamt Sigurði Sumarliðasyni, skrifaði um íslenska jarðfræði og varð síðar heimskunnur eldfjallafræðingur. Von Grumbkow og Reck reistu hinum látu félögum minnisvarða við Öskjuvatn.
Ég var svo lánsamur að ganga Öskjuveg síðasta sumar og kom við í Víti og sá spegilslétt Öskjuvatn. Skammt þaðan frá er varðan og fékk ég þá hugdettu. Það ætti að smíða eftirmynd af segldúksbátnum og hafa til sýnis á svæðinu. Það myndi dýpka söguna. Mæli með að fólk lesi bókina Ísafold, ferðamyndir frá Íslandi eftir ferð í Dyngjufjöll. Önnur bók, Ráðgátan eftir Hollendinginn Gerrit Jan Zwier fjallar einnig um slysið.
Í bókinni Íslenskar eldstöðvar e. Ara Trausta Guðmundsson er minnist á Knebel og rannsóknir hans þegar verið er að telja upp rannsóknarferðir í Öskju.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 12:42
Fyrsti slátturinn
Vorverkin tóku stökkbreytingu í morgun.
Fyrsti slátturinn í Álfaheiði var í morgun, viku á eftir síðasta ári. Ég reikna með að slá níu sinnum í sumar. Rifsberjarunninn er orðin vel blómgaður en limgeriðin eiga eftir að þétta sig betur. Aspirnar okkar eru frekar fáklæddar. Það má segja að þær séu í gegnsæum kjól Ræturnar þeirra eru sífellt að stækka og farnar að hafa áhrif á nánasta umhverfi.
Ari Spædermann var mjög áhugasamur og hjálpaði vel til við heyskapinn en honum leist ekki vel á frændur sína sem fundust, en við rákumst á kóngulóarbú í garðinum.
Vesturbalinn gaf mikið gras af sér, nokkra hestburði en austurbalinn er seinsprottnari. Nokkrir túnfíflar sáust og skárum við feðgar þá upp. Sumir stríddu okkur og spruttu upp á meðan slætti stóð. Við létum þá ekki komast upp með það.
Ég læt hér fylgja með hvenær fyrsti sláttur hefur verið á öldinni í Álfaheiði 1.
2006 20. maí
2005 15. maí
2004 16. maí
2003 20. maí
2002 26. maí
2001 31. maí
Miðað við þessar dagsetningar, þá hefur vorið verið erfiðara en síðustu ár. Meiri kuldi, minni rigning og etv. sól. Góðu fréttirnar eru þær að minna er um fífla í maí heldur en fyrri ár.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar