Færsluflokkur: Vísindi og fræði
16.3.2008 | 11:24
Heinabergsjökull og Vatnsdalur
Allir íslenskir jöklar hopuðu á síðasta ári nema einn, það er Heinabergsjökull. "Hann skreið áfram og honum á eftir að hefnast fyrir það." Svo mælti Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á aðalfundi Jöklarannsóknarfélagsins fyrir skömmu.
Nokkrir jöklar hopuðu um allt að 100 metra. Þannig að Heinabergsjökull er ekki á sömu skoðun og bræður sínir. Hann er útrásarvíkingur. Skriðjökullinn kelfir út í stöðuvatn og jöklar sem hafa þann munað eru oft í öndverðum fasa við loftslagið. Heinabergsjökull er einn af mörgum skriðjöklum Vatnajökuls og sést vel frá Hornafirði.
Fyrir tíu árum fór ég í skemmtilega göngu að Vatnsdal í Heinabergsfjöllum. Við vorum fjögur í könnunarferðinni. Auk mín voru Salómon Jónsson, Margrét Hjaltadóttir og Sigurlaug Gissurardóttir. Við gengum upp Heinabergsdal en hann er 7 km langur og klæddur dálitlu birkikjarri. Austurhlíðin er gilskorin og upp af henni hávaxnir tindar. Stórt og illúðlegt Meingil liggur til norðurs upp úr innanverðum dalnum og innan við það rís Meingilstindur (1026 m). Landið hækkar í dalstafni og þar tekur við mikið gljúfur, Heiðargil með vatnsfægðum klöppum þótt engin sé áin. Loks komumst við að varpi á þéttum mel í 464 metra hæð og heitir þar Vatnsdalsheiði.
Hér opnast ógleymanleg sýn. Framundan er heilmikill dalur, Vatnsdalur, sem teygir sig norður í fjöllin og endar í mjórri totu. Dalurinn var fullur af jökulvatni, skreyttum jökum úr Heinabergsjökli en jökullinn stíflar mynni dalsins.
Úr Vatnsdal komu hin illræmdu Vatnsdalshlaup sem eyddu byggð á Mýrum. Fyrsta hlaupið kom árið 1898. Það braust út eins og fangi úr fangelsi í gengum ísþröskuldinn í mynni Vatnsdals. Lónið var þá um 1,9 km2 að flatarmáli og vatnsmagnið sem streymdi suður um Mýrar á rúmum sólarhring var um 120 milljónir rúmmetra. Nú eru þessu hlaup hætt að koma, Heinabergsjökull er orðin það rýr.
Séð inn í Vatnsdal.
Hlaupin í Vatnsdal komu í Kolgrímu. Ég man alltaf eftir fyrsta ferðalagi fjölskyldunnar. Ég hef verið svona nálægt sjö ára gamall. Stefnan var sett á Skaftafell. Við ferðuðumst í Moskvichnum hans afa en urðum að hætta för við Kolgrímu, það var hlaup í henni. Ekki flæddi yfir brúnna en mikið kolmórautt vatn var í ánni og sleikti það brúargólfið. Ég vildi fara yfir og skildi ekki alveg þessa uppgjöf í fullorðna fólkinu.
Síðasta merkilega hlaup í Kolgrímu kom í október 2002 og lokaði hringveginum um tima.
Hér sést stíflaður Vatnsdalur. Heinabergsjökull skríður niður fyrir framan mynni dalsins. Litlafell er eins og umferðaeyja á milli Skálafellsjökuls og Heinabergsjökuls. Áður fyrr náðu jökulsporðarnir saman í kringum Hafrafell og var skriðjökullinn þá kallaður Heinabergsjökull. Snjófell er fyrir ofan Litlafell.
Salómon að reyna að koma af stað Vatnsdalshlaupi. Það gekk nú ekki þó Salli hraustur sé.
Í bókinni Jöklaveröld er birt efni úr dagbók Sigurðar Þórarinssonar frá árinu 1937. Sigurður er við Vatnsdalssker kl. 18 þann 11. júlí kl. 18.
"Er búinn að skoða Vatnsdalshlaupamenjarnar. Vatnið hefur alveg hlaupið úr "vatninu" og sýna tröllauknir jakar um alla flötina alveg upp að efstu strandlínu þessa árs, sem liggur 45 metra undir passpunkti og 55-60 m yfir botni, hvar vatnið hefur náð. Um 1880 hefur jökullinn án ef verið farinn að þynnast nokkuð því um það leyti hleypur Vatnsdalur í fyrsta skipti svo menn viti til.
En áður hefur jökullinn gengið alllangt inn í dalinn og eru öldur á hæðinni, vestan passpunkts, allmiklar (15-20 m) hærri en passpunkturinn. Skora sú sem vatnið hefur komið í gegnum er tiltölulega lítil - ca 8 m breið og rúmlega meters djúp, en sjálft passið er breitt, ísnúið pass.
Heimildir:
Jöklaveröld - náttúra og mannlíf, 2004
Við rætur Vatnajökuls, Hjörleifur Guttormsson, árbók 1993.
Allir jöklar að rýrna - frétt í Morgunblaðinu 2008.
http://www.pbase.com/rikeyfi/heinabergsjokull
![]() |
Jöklar hopa hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2008 | 18:24
Dagur stærðfræðinnar
Í dag er dagur stærðfræðinnar. Það er góður dagur þótt kalt sé. Ég hafði ávallt gaman að stærðfræði í skóla á námsárum mínum. Stærðfræði er grundvöllur tækniþekkingar.
Minn uppáhalds stærðfræðingur er Sir Isaac Newton. Hann var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar.
Digranesskóli í Kópavogi er með frábært stærðfræðiframtak. Undanfarið hefur birst stærðfæðiþraut sem gaman er að glíma við.
Pera vikunnar þraut nr. 104
Hver af þessum fjórum tölum, 50 - 59 - 65 - 96, passar í auða bilið í talnarununni hér að neðan ?
2, 3, 5, 9, 17, 33, __, 129, 257 ?
9.11.2007 | 21:43
Jón Óskarsson (1939-2007)
Í dag var borinn til grafar í Keflavíkurkirkju góður félagi frá togarárum af Þórhalli Dan, Jón Óskarsson. Jón var mikið ljúfmenni og geðgóður. Ávallt stutt í brosið og kíminn hláturinn. Það er frábær eiginleiki hjá togarasjómanni. Það skapaðast því ávallt góður andi á vaktinni með honum. Á frívöktum var stundum tekið í rúbertubrids, hann hafði skemmtilega spilatakta. Þegar ég fregnaði af andláti Jóns í vikunni leitaði hugurinn aftur í tímann á sjóinn. Fór ég í myndasafn mitt og fann mynd af kappanum við að taka inn bakstroffuna sem tengir saman hlera og troll á skuttogaranum Þórhalli fyrir rúmum 20 árum. Það er akkúrat sú mynd sem geymd var í huga mér. Náttúrubarnið Jón í brúnu úlpunni.
Blessuð sé minning Jóns Óskarssonar.
Jón að taka inn stjórnborðs bakstroffuna á Þórhalli Daníelssyni, SF-71.
Vísindi og fræði | Breytt 12.11.2007 kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 16:05
Áfangar í vísindasögunni - Nýjunga tímalínan
Var að fletta í gegnum nettímarritið WIRED í kaffitímanum og rak augun í þessa merkilegu nýjunga tímalínu (innovation timeline) í mannkynsögunni. Menn geta svo deilt um hvort eitthvað sé of eða van. Hef mínus (-) fyrir kristburð. Ég ætla að þýða sumt en annað er betra á ensku.
- -400.000 Nýting eldsins
- -35.000 Menn læra að telja
- - 8.000 Verkfæri úr steini
- - 3.500 Hjólið
- -3.000 Stjörnufræði
- -1.000 Gríska starfrófið
- -320 Grasafræði (Botany)
- -300 Euclidean geometry (Evklíðsk stærðfræði)
- -50 Lyf
- 100 Gufa
- 876 Núll og brot
- 1202 Algebran
- 1435 Perspective (í listum)
- 1439 Prenlistin
- 1543 Líffærafræðin (Anatomy)
- 1600 Segulsvið (Magnetism)
- 1673 Smásjáin
- 1774 Brennsla? (Combustion)
- 1796 Bólusetning (Vaccines) Edward Jenner
- 1799 Rafhlaðan
- 1808 Kjarnorkukenningin (Atomic theory)
- 1820 Electromagnetism
- 1822 Difference engine
- 1828 Synthetic matter
- 1859 Þróunarkenningin (Evolution theory)
- 1860 Carbon-filament lightbulb
- 1867 Dýnamít
- 1869 Lotukerfið (Peridcic table)
- 1876 Síminn
- 1885 Gasknúinn bíll
- 1895 Röntgen geislar (X-ray)
- 1896 Útvarpsbylgjur (Radioactivity)
- 1902 Biplane gilder
- 1903 Chaos theory
- 1905 Special relativity
- 1910 Antibiotics
- 1915 General relativity
- 1928 Penicillin
- 1942 Nuclear fission
- 1943 Gervigreind (Alan Turning og John von Neumann)
- 1946 Tölvur
- 1947 Kjarnorka (Nuclear energy)
- 1947 Smárinn (Transistor)
- 1953 DNA byggingin
- 1959 Nanotechnology (örtækni)
- 1969 Appolo áætlunin
- 1973 Erfðaverkfræði (Genetic engineering)
- 1977 Nútíma dulkóðun (Cryptography)
- 1984 String theory
- 1990 Veraldarvefurinn (World Wide Web - fiskholl.blog.is)
- 1996 Mammal cloning (Dollý)
- 2000 Human genome (Kortlagnin gengamengis mannsins)
- 2001 iPod
- 2005 YouTube
Vísindi og fræði | Breytt 17.10.2007 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 10:38
Ísland, Hong Kong norðursins
Svo mælti Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962), landkönnuður og mannfræðingur.
Íshafsleiðin liggur á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar!
Íshafsleiðin, var fyrst farin af rússneska skipinu Alexander Sibiryakov árið 1932. Frá Íslandi er þessi siglingaleið til Tokyo innan við 7000 sjómílur (18-20 dagar), en ef farið er um Suezskurðinn er hún um 12,500 sjómílur (34-36 daga sigling).
Í marz árið 2003 sótti ég málstofu hjá Umhverfisstofnun Háskóla Íslands. Þar voru frummælendur frummælendur Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofu ehf. og Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur og verkefnisstjóri hafísrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Fyrirlestur Gests og Þórs hafði mikil áhrif á mig og ég hef fylgst vel með umræðu um norðurheimsskautið síðan. Athyglisverðast fannst mér hve harkalega Gestur gagnrýndi stjórnvöld fyrir sofandahátt í aðgerðum varðandi siglingar um norðrið. Prestssonurinn var ekki eins gagnrýninn á stjórnvöld en sagði skemmtiega sögu frá Hveragerði. Þar var hann í afslöppun í hver. Þar var einnig staddur Japani. Sá erlendi endaði umræðuna ávallt á setningunni, "Ísland, Hong Kong norðursins". Jakob gekk á hann og spurði hvað hætt meinti. Japaninn benti honum á að þegar hægt yrði að sigla yfir Norðurpólinn þá myndi opnast miklir möguleikar fyrir Ísland. Síðar kom í ljós að sá erlendi var með margar gráður í hagfræði.
Vegna legu landsins á miðju Atlanshafi milli Evrópu og Ameríku skapast miklir möguleikar á að gera Ísland að öflugri umskipunarhöfn Hong Kong norðursins, sérstaklega er horft til austurstrandar Bandaríkjanna. Einnig er hægt að aðstoða Rússa við að koma vörum sínum á markað, t.d. olíu, timbri og málmum.
Umskipunarhöfn
Í málstofunni lærði ég orðið umskipunarhöfn. En þar var sagt frá framtíðaráætlunum um siglinar um Íshafsleiðna. Stefnan var sú að á árunum 2008-2010 verði flutt 10 milljón tonn um Íshafsleiðina og þó um Ísland færi ekki nema 5-10% af því þá yrði um gífurlega mikla flutninga að ræða.
![]() |
Norðvesturleiðin hefur opnast vegna bráðnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2007 | 22:29
Svelgir
Leysingavatn, sem rennur eftir jöklinum, leitar í sprungur eða holur í ísnum og með tímanum myndast svelgur eins og þessi.
Slíkir svelgir eru hættulegir þegar gengið er á jöklinum, sérstaklega þar sem þunnt snjólag hylur gatið. Séðir að neðan hljóta þeir að vera stórkostlegir. Því er ekki furða að góðir klifrarar hafi áhuga á að kíkja niður.
![]() |
Slóð fylgt frá Svínafellsjökli í átt að Hrútsfjallstindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.8.2007 kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2007 | 10:19
Hornfirðingahólmi
Mikið kapphlaup er komið í landnám á norðurpólnum. Rússar flögguðu fána neðansjávar undir íshellunni á pólnum í síðustu viku. Kanadamenn og Danir láta sitt ekki eftir liggja. Norðmenn og Kanar eru í startholun. En hver á Norðurpólinn? Allur heimurinn að sjálfsögu. Þegar ísinn fer þá á hafið að verða alþjóðlegt siglingarsvæði.
Lítil eyja er í Öskjuvatni að nafni Hornfirðingahólmi. Hún er nefnd eftir Hornfirðingum sem fyrstir sáu hana. Þeir komu gangandi yfir Vatnajökul og þá var hún rjúkandi og nýmynduð eftir gjóskugos sumarið 1926.
Þessir þrír ungu bændasynir og landnámsmenn úr Hornafirði sem 15. júlí 1926 tóku sig til og gengu á skíðum upp úr Hornafirði við Svínafellsjökul og norður yfir Vatnajökul og þaðan áfram til Akureyrar voru: Helgi Guðmundsson frá Hoffelli, Unnar Benediktsson frá Einholti og Sigurbergur Árnason frá Svínafelli. Til baka komu þeir sömu leið af Gæsaheiði 28. júlí. Mun þessi för lengi talin ein sú fræknasta á hornfirskum slóðum.
Ef Rússar ná að gera tilkall til stórs hluta af Norðurpólnum og hin löndin sem liggja að pólnum skipta restinni á milli sín þá geta Hornfirðingar eflaust gert tilkall til Hornfirðingahólma í Öskjuvatni. Hvernig á að nýta hann er svo allt annað mál.
Svona sá listamaðurinn og fjallamaðurinn Guðmundur Einarsson (kenndur við Miðdal) fyrir sér eldgosið í Öskju 1926. Þá gaus 50 milljón rúmmetra af gjósku í Öskjuvatni.
Mynd skönnuð úr bókinni Íslenskar eldstöðvar.
Heimildir:
Perlur í náttúru Íslands, Guðmundur Páll Ólafsson, bls. 270.
Jöklaveröld - Náttúra og mannlíf, Sverrir Scheving Thorsteinsson, bls. 260.
Íslenskar eldstöðvar, Ari Trausti Guðmundsson, bls. 39.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 17:42
Frábært framtak Sjávarheimar
Þessa hugmynd líst mér mjög vel á. Ég var að koma frá Tenerife og sá meiriháttar sýningu í Loro Parque - Páfagaukagarðinum.
Garðurin var stofnaður 1972 af millanum Wolfgang Kiessling. Markmið hans var að halda um og sýna páfagauka. Í dag er garðurinn tíu sinnum stærri en í byrjun og búið að bæta við mörgum tegundum, sérstaklega er athyglinni beit að dýrum í útrýmingarhættu. T.d. öpum, tígrisdýrum, skjaldbökum, mörgæsum, lundum úr Vestmannaeyjum og eðlum.
Sjávardýr eiga sinn sess í garðinum og gríðarlega góð hönnun er í kingum þau. Lýsing mögnuð. Glæsileg fiskabúr, spírall sem gengið er niðurmeð. Einnig gengið í gengum hárkarlabúrið. Háhyrnigar eru í garðinum og var sýning á tveggja tíma fresti yfir daginn og var mesta fjörði að fá skvettur frá þeim. Höfrungasýning var og stóðu þeir sig vel. Sæljón komu skemmtilega á óvart og sýndu mikinn og góðan gamanleik.
Um 1,5 milljón manna kemur í Loro Parque í Puerto De La Cruz árlega. Hönnun er gríðar flott og rúmgott um dýrin. Ég var að velta því fyrir mér eftir ferðina hvort ekki væri grundvöllur fyrir svona garði hér á landi. Ef boðið yrði upp á sýningar höfrunga myndi þekking Íslendinga á hvölum aukast heilmikið.
Sandgerði og Blá lónið eiga eftir að spila vel saman.
Einnig er garður hjá ferðamönnum í suðrið á Tenerife, Aqualand. Þar var mikið af alls konar rennibrautum og boðið upp á magnaða höfrungasýningu. Myndin hér fyrir neðan er af henni.
![]() |
Stefnt að uppbyggingu sjávardýrasafns í Sandgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 07:56
Hólárjökull hopar
Fyrst maður er að fara af landi kl. 14 í dag til blómaeyjunnar Tenerife er ekki úr vegi að hugsa til jöklanna. Ég tók myndir með árs millibili af Hólárjökli, rétt austan við Hnappavelli. Hann er einn af tignarlegum skriðjöklum úr Öræfjajökli.
Fyrri myndin var tekin þann 16. júlí 2006 en síðari myndin 1. júlí 2007. Það sést glöggt að jökultungan hefur styst og jökullin þynnst. Þett er ein afleiðingin af hlýnun jarðar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 6
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 235942
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar