Hjarnskaflinn í Esjunni

Í Morgunblaðinu þann 21. ágúst á bls. 2 kom hin árlega frétt um snjóskaflinn í Esjunni. Þar var fyrirsögn: Snjólaust er í Gunnlaugsskarði eftir mikið rigningarsumar. Ég sá frá vinnustað mínum smá fönn, aðeins neðar en hinn hefðbundni síðasti snjóskafl var og fór í leiðangur um sl. helgi.
 
Ég spurði jöklafræðing hvað fönn eins og þessi kallast: "Vafalaust hefur snjórinn í gildraginu náð að verða að hjarni, því myndi ég kalla hann hjarnskafl eða hjarnfönn," skrifar jöklafræðingurinn.
 
Skv. Orðabók Menningarsjóðs þá er hjarn snjólag, sem er orðið allfast fyrir vegna samþjöppunar og endurkristöllunar, eftir að það féll.
 
Hjarnskaflinn sést ekki frá öllum sjónarhornum. Það er lítið gil í hamraveggnum og skaflinn kúrir þar inní. Hjarnfönnin er í rúmlega 550 metra hæð en ég er í þeirri hæð þegar myndin er tekin. Hjarnskaflinn sést vel frá þjóðvegi móts við Álfsnes og úr borginni, m.a. frá Hálsunum og eflaust Hádegismóum.
Lögun fannarinnar minnir mig á Langjökul á hvolfi.
 
Skaflinn hylur lítinn læk og eflaust hefur skafið mikill snjór inn í gilið í vetur. Sameinast síðan öðrum stærri læk sem fossar niður austar. Vatnið sem fellur niður hlíðarnar myndar Kollafjarðará eða er við efstu upptök hennar. Skaflinn minnir á frauðplast og það er seigla í honum.
 
Sumstaðar í norðanverðri Esju eru skuggsæl gil þar sem skaflar leysast seinna en í henni sunnanverðri, eða jafnvel ekki, t.d. í og ofan Eilífsdals og Flekkudals.
 
Ætli hjarnskaflinn lifi af sumarið? Næsta vika mun gera aðför að honum, tveggja stafa tölur í kortunum.
 
Sá ekkert til eftirstöðva þekkta snjóskaflsins sem liggur ofar í Gunnlaugsskarði og liggur að Kistufelli. 
 
Það var mikið af fólki í Esjunni á sunnudaginn, komið til að rækta líkamann og andann. Flestir fóru upp að Steini en reytingur af fólki fór aðrar skemmtilegar leiðir sem eru í boði en Skógræktin og Ferðafélagið eru að gera góða hluti í Esjuhlíðum. Góðar merkingar og nýlegir slóðar.
 
Þótti mér betur farið en heima setið. Lýkur þar að segja frá rannsóknarför í Gunnlaugsskarð.
 
Hjarnskaflinn
 
Hjarnskaflinn eða hjarnfönnin í Gunnlaugsskarði. Lækirnir mynda Kollafjarðará.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll. Kannski bara ég, en ég sé því miður ekki myndina sem ætti að fylgja. Mér sýndist hinsvegar enn glitta í skaflinn í dag, 3. sept.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.9.2024 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 108
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 359
  • Frá upphafi: 232705

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband